Netöryggi barna Þóra Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 07:00 Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Frá árinu 2001 hafa Barnaheill – Save the Children á Íslandi starfrækt ábendingalínu fyrir ólöglegt og óviðeigandi efni á neti, í samstarfi við Ríkislögreglustjóra. Ábendingalínan er hluti af SAFT verkefninu, (Samfélag, fjölskylda og tækni) og nýtur styrks frá Evrópusambandinu og úr ríkissjóði. Ábendingalína Barnaheilla er þátttakandi í samstarfi ábendingalína á heimsvísu í gegnum alþjóðasamtökin Inhope. Með þessu samstarfi er mögulegt að bregðast við þegar tilkynningar um ofbeldi gegn börnum hvaðanæva úr heiminum berast í gegnum ábendingalínuna. Inni á heimasíðum Barnaheilla, lögreglunnar, SAFT og víðar má finna ábendingahnapp þar sem hægt er að senda tilkynningar um myndir eða myndbönd sem brjóta gegn friðhelgi einkalífs barna, svo sem myndir sem innihalda nekt eða sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Ábendingalínan og SAFT eiga gott samstarf við Facebook, Youtube, Instagram, Snapchat og Google og geta beitt öruggum og fljótlegum leiðum til að fá myndefni fjarlægt af þeim miðlum. Því getur verið gott að tilkynna myndefni þaðan í gegnum ábendingalínuna. Stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum á sér stað þegar myndum eða myndböndum sem sýna börn á kynferðislegan hátt er dreift á netinu. Stundum á það sér stað í kjölfar þess sem í daglegu tali er kallað „sexting“ og stundum á það sér stað sem hrelliklám. Stundum er það með ásetningi um að beita yngri börn ofbeldi og dreifa því og selja. Framleiðsla, skoðun, öflun og dreifing á slíkum myndum er refsiverð samkvæmt hegningarlögum. Að mati Barnaheilla ætti það þó ekki að eiga við gagnvart börnum sem taka slíkar myndir af sjálfum sér til eignar eða til að senda öðrum. Barn sem er yngra en 15 ára er ósakhæft vegna aldurs og yrði því ekki ákært fyrir að taka nektarmynd af sér og senda en hins vegar er engin undanþága frá ólögmæti framleiðslu og dreifingar nektarmynda fyrir börn frá 15–18 ára og því væri lögum samkvæmt hægt að ákæra börn á þeim aldri fyrir slíkt. Að mati Barnaheilla þarf að taka af allan vafa um að börnum verði ekki gerð refsing fyrir að taka af sér nektarmynd og senda vini. Barn sem náð hefur 15 ára aldri ætti að hafa um það frelsi hvort það taki mynd af eigin líkama og sýni jafningja með samþykki beggja. Vitanlega er þó mikilvægt að gæta að mörkum annarra og virða. Á dögunum var frumsýnd stuttmyndin „Myndin af mér“, en hún er fræðslu- og forvarnamynd um stafrænt kynferðisofbeldi eftir Brynhildi Björnsdóttur og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi og því er afar mikilvægt að börn og allir sem hafa með uppeldi og þjónustu við börn að gera séu vel upplýstir um forvarnir og viðbrögð við ofbeldi gegn börnum. Því hvetja Barnaheill til þess að „Myndin af mér“ verði nýtt í þeim tilgangi í skólum, félagsmiðstöðvum, af foreldrafélögum og hvarvetna sem þörf er á. Barnaheill hvetja samfélagið allt til þátttöku í að vernda öll börn gegn ofbeldi. Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Þóra Jónsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Frá árinu 2001 hafa Barnaheill – Save the Children á Íslandi starfrækt ábendingalínu fyrir ólöglegt og óviðeigandi efni á neti, í samstarfi við Ríkislögreglustjóra. Ábendingalínan er hluti af SAFT verkefninu, (Samfélag, fjölskylda og tækni) og nýtur styrks frá Evrópusambandinu og úr ríkissjóði. Ábendingalína Barnaheilla er þátttakandi í samstarfi ábendingalína á heimsvísu í gegnum alþjóðasamtökin Inhope. Með þessu samstarfi er mögulegt að bregðast við þegar tilkynningar um ofbeldi gegn börnum hvaðanæva úr heiminum berast í gegnum ábendingalínuna. Inni á heimasíðum Barnaheilla, lögreglunnar, SAFT og víðar má finna ábendingahnapp þar sem hægt er að senda tilkynningar um myndir eða myndbönd sem brjóta gegn friðhelgi einkalífs barna, svo sem myndir sem innihalda nekt eða sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Ábendingalínan og SAFT eiga gott samstarf við Facebook, Youtube, Instagram, Snapchat og Google og geta beitt öruggum og fljótlegum leiðum til að fá myndefni fjarlægt af þeim miðlum. Því getur verið gott að tilkynna myndefni þaðan í gegnum ábendingalínuna. Stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum á sér stað þegar myndum eða myndböndum sem sýna börn á kynferðislegan hátt er dreift á netinu. Stundum á það sér stað í kjölfar þess sem í daglegu tali er kallað „sexting“ og stundum á það sér stað sem hrelliklám. Stundum er það með ásetningi um að beita yngri börn ofbeldi og dreifa því og selja. Framleiðsla, skoðun, öflun og dreifing á slíkum myndum er refsiverð samkvæmt hegningarlögum. Að mati Barnaheilla ætti það þó ekki að eiga við gagnvart börnum sem taka slíkar myndir af sjálfum sér til eignar eða til að senda öðrum. Barn sem er yngra en 15 ára er ósakhæft vegna aldurs og yrði því ekki ákært fyrir að taka nektarmynd af sér og senda en hins vegar er engin undanþága frá ólögmæti framleiðslu og dreifingar nektarmynda fyrir börn frá 15–18 ára og því væri lögum samkvæmt hægt að ákæra börn á þeim aldri fyrir slíkt. Að mati Barnaheilla þarf að taka af allan vafa um að börnum verði ekki gerð refsing fyrir að taka af sér nektarmynd og senda vini. Barn sem náð hefur 15 ára aldri ætti að hafa um það frelsi hvort það taki mynd af eigin líkama og sýni jafningja með samþykki beggja. Vitanlega er þó mikilvægt að gæta að mörkum annarra og virða. Á dögunum var frumsýnd stuttmyndin „Myndin af mér“, en hún er fræðslu- og forvarnamynd um stafrænt kynferðisofbeldi eftir Brynhildi Björnsdóttur og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi og því er afar mikilvægt að börn og allir sem hafa með uppeldi og þjónustu við börn að gera séu vel upplýstir um forvarnir og viðbrögð við ofbeldi gegn börnum. Því hvetja Barnaheill til þess að „Myndin af mér“ verði nýtt í þeim tilgangi í skólum, félagsmiðstöðvum, af foreldrafélögum og hvarvetna sem þörf er á. Barnaheill hvetja samfélagið allt til þátttöku í að vernda öll börn gegn ofbeldi. Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar