Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2018 14:45 Comey (t.v.), Clapper (f.m.) og Brennan (t.h.) fóru fyrir löggæslu og leyniþjónustu í tíð Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hellti úr skálum reiði sinnar yfir pólitíska andstæðinga og fyrrverandi yfirmenn alríkislögreglunnar FBI og leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna á Twitter í morgun. Kallaði hann þá „mestu lygarana og lekarana í Washington“. Twitter-árás forsetans beindist fyrst og fremst að Adam Schiff, oddvita demókrata í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann hefur verið áberandi í umræðu um ákvörðun Trump og repúblikana í nefndinni um að birta leynilegt minnisblað með ásökunum á hendur yfirmanna FBI og dómsmálaráðuneytisins. Schiff lagðist gegn birtingu minnisblaðsins sem hann staðhæfði að drægi upp villandi mynd af vinnubrögðum stofnananna tveggja þegar þær fóru fram á heimild til að hlera fjarskipti fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump árið 2016. FBI varaði einnig við því að upplýsinga væri látið ógetið í minnisblaðinu sem hefðu mikil áhrif á sannleiksgildi ásakananna. Dómsmálaráðuneytið sagði það „gríðarlega glannalegt“ að birta það. „Litli Adam Schiff, sem dauðlangar til að bjóða sig fram til hærra embættis, er einn mesti lygari og lekari í Washington, á sama stalli og Comey, Warner, Brennan og Clapper!“ tísti Trump og uppnefndi Schiff eins og hann gerir svo gjarnan við pólitíska andstæðinga sína. Vísaði forsetinn þar til James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, Mark Warner, oddvita demókrata í leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar, John Brennan, fyrrverandi forstjóra leyniþjónustunnar CIA, og James Clapper, forstöðumanns Leyniþjónustu Bandaríkjanna. Trump hefur eldað grátt silfur saman með þeim öllum. Sakaði hann Schiff jafnframt um að yfirgefa fundi í leyniþjónustunefndinni til að leka trúnaðarupplýsingum. Fullyrti forsetinn að stöðva þyrfti þingmanninn.Trump hefur haldið því mjög á lofti að FBI og dómsmálaráðuneytið sé hlutdrægt og ósanngjarnt í sitt garð. Rannsókn stendur yfir á því hvort að framboð hans hafi átt í samráði við Rússa og hvort hann hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar.Vísir/AFPRöð árása á löggæslustofnanir Bandaríkjanna Reiðilestur Trump er enn ein árás hans á æðstu löggæslu- og leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna. Hann hefur neitað að viðurkenna að fullu niðurstöðu leyniþjónustustofnananna að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til þess að tryggja Trump sigur. Undanfarið hafa árásir forsetans og repúblikana á Bandaríkjaþingi á FBI og dómsmálaráðuneytið, tvær æðstu löggæslustofnanir landsins, stigmagnast. Trump samþykkti að birta minnisblað repúblikana í leyniþjónustunefndinni fyrir helgi. Rétt áður en minnisblaðið var birt sakaði Trump yfirmenn FBI og ráðuneytisins um að draga taum demókrata og vera hlutdrægir gegn repúblikönum. Svaraði hann því ekki beint hvort að hann bæri traust til Rods Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrans sem fól Robert Mueller að stjórna Rússarannsókninni á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa. Trump skipaði bæði Christopher Wray, forstjóra FBI, og Rosenstein eftir að hann tók við embætti forseta. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Trump hafi reynt að reka Mueller og að undanfarið hafi hann beint spjótum sínum að Rosenstein. Þá fullyrti Trump um helgina að minnisblaðið veitti honum algera uppreist æru. Kallaði hann Rússarannsókn Mueller enn einu sinni „nornaveiðar“. „Þetta er bandarískt hneyksli!“ tísti Bandaríkjaforseti. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hellti úr skálum reiði sinnar yfir pólitíska andstæðinga og fyrrverandi yfirmenn alríkislögreglunnar FBI og leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna á Twitter í morgun. Kallaði hann þá „mestu lygarana og lekarana í Washington“. Twitter-árás forsetans beindist fyrst og fremst að Adam Schiff, oddvita demókrata í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann hefur verið áberandi í umræðu um ákvörðun Trump og repúblikana í nefndinni um að birta leynilegt minnisblað með ásökunum á hendur yfirmanna FBI og dómsmálaráðuneytisins. Schiff lagðist gegn birtingu minnisblaðsins sem hann staðhæfði að drægi upp villandi mynd af vinnubrögðum stofnananna tveggja þegar þær fóru fram á heimild til að hlera fjarskipti fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump árið 2016. FBI varaði einnig við því að upplýsinga væri látið ógetið í minnisblaðinu sem hefðu mikil áhrif á sannleiksgildi ásakananna. Dómsmálaráðuneytið sagði það „gríðarlega glannalegt“ að birta það. „Litli Adam Schiff, sem dauðlangar til að bjóða sig fram til hærra embættis, er einn mesti lygari og lekari í Washington, á sama stalli og Comey, Warner, Brennan og Clapper!“ tísti Trump og uppnefndi Schiff eins og hann gerir svo gjarnan við pólitíska andstæðinga sína. Vísaði forsetinn þar til James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, Mark Warner, oddvita demókrata í leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar, John Brennan, fyrrverandi forstjóra leyniþjónustunnar CIA, og James Clapper, forstöðumanns Leyniþjónustu Bandaríkjanna. Trump hefur eldað grátt silfur saman með þeim öllum. Sakaði hann Schiff jafnframt um að yfirgefa fundi í leyniþjónustunefndinni til að leka trúnaðarupplýsingum. Fullyrti forsetinn að stöðva þyrfti þingmanninn.Trump hefur haldið því mjög á lofti að FBI og dómsmálaráðuneytið sé hlutdrægt og ósanngjarnt í sitt garð. Rannsókn stendur yfir á því hvort að framboð hans hafi átt í samráði við Rússa og hvort hann hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar.Vísir/AFPRöð árása á löggæslustofnanir Bandaríkjanna Reiðilestur Trump er enn ein árás hans á æðstu löggæslu- og leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna. Hann hefur neitað að viðurkenna að fullu niðurstöðu leyniþjónustustofnananna að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til þess að tryggja Trump sigur. Undanfarið hafa árásir forsetans og repúblikana á Bandaríkjaþingi á FBI og dómsmálaráðuneytið, tvær æðstu löggæslustofnanir landsins, stigmagnast. Trump samþykkti að birta minnisblað repúblikana í leyniþjónustunefndinni fyrir helgi. Rétt áður en minnisblaðið var birt sakaði Trump yfirmenn FBI og ráðuneytisins um að draga taum demókrata og vera hlutdrægir gegn repúblikönum. Svaraði hann því ekki beint hvort að hann bæri traust til Rods Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrans sem fól Robert Mueller að stjórna Rússarannsókninni á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa. Trump skipaði bæði Christopher Wray, forstjóra FBI, og Rosenstein eftir að hann tók við embætti forseta. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Trump hafi reynt að reka Mueller og að undanfarið hafi hann beint spjótum sínum að Rosenstein. Þá fullyrti Trump um helgina að minnisblaðið veitti honum algera uppreist æru. Kallaði hann Rússarannsókn Mueller enn einu sinni „nornaveiðar“. „Þetta er bandarískt hneyksli!“ tísti Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00
Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26
FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00