Sagði 150 króna launahækkun á viku sýna fram á ágæti skattalaganna Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 10:45 Paul Ryan er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Vísir/AFP Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið gagnrýndur fyrir tíst sem hann birti á Twitter-síðu sinni í gær. Í tístinu, sem var eytt skömmu eftir birtingu, reyndi Ryan að sýna fram á ágæti umdeildra skattalaga Repúblikanaflokksins með því að greina sérstaklega frá 150 króna launahækkun ritara í Pennsylvaníu-ríki, sem mörgum þótti hlægilega lítil. Skattafrumvarpið umdeilda varð að lögum í desember síðastliðnum en gagnrýnendur hafa sagt lögin koma sér vel fyrir ríka Bandaríkjamenn á kostnað þeirra efnaminni. Lögin eru talin munu kosta 1.500 milljarða dollara á næstu árum og framan af bentu skoðanakannanir til þess að þau væru almennt óvinsæl meðal þjóðarinnar. Samkvæmt frétt Washington Post virðast Bandaríkjamenn þó hliðhollari lögunum nú en áður en um helmingur svarenda var jákvæður í garð þeirra í nýrri könnun.Dugar fyrir Costco-aðildinni í eitt ár Repúblikanar með Paul Ryan í fararbroddi hafa keppst við að sýna fram á ágæti laganna og hafa t.d. fullyrt að meiriháttar skattalækkanir á fyrirtæki og tímabundnar skattalækkanir á einstaklinga muni borga fyrir sig sjálfar. Þær muni ýta undir hagvöxt og fjölga störfum í Bandaríkjunum. Máli sínu til enn frekari stuðnings birti Ryan tíst á Twitter-reikningi sínum í gær. Í tístinu, sem var eytt skömmu síðar, deildi hann tengli á frétt AP-fréttaveitunnar í hverri rætt var við Bandaríkjamenn um áhrif skattalaganna á fjárhag þeirra. Í fréttinni mátti lesa fjölda frásagna sem vörpuðu jákvæðu ljósi á lögin. Það vakti því furðu Twitter-notenda að Ryan skyldi sérstaklega taka fyrir frásögn Juliu Ketchum, ritara frá Pennsylvaníu-ríki, sem hafði hagnast, að því er mörgum fannst, hlægilega lítið á skattalækunum Repúblikana.Skjáskot af tísti Ryans.Vísir/Skjáskot„Ritari við opinberan menntaskóla í Lancaster, Pennsylvaníu, sagði það óvænta ánægju að kaup hennar hækkaði um 1,5 dollara á viku ... hún sagði það myndu duga fyrir Costco-aðildinni í ár, og meira til,“ skrifaði Ryan.Launahækkun á ári lægri en tímakaup Ryans 1,5 dollari er um 150 íslenskar krónur og því er ljóst að launahækkun konunnar er ekki ýkja há. Tíst Ryans þótti leggja áherslu á það sem gagnrýnendur laganna hafi lengi haldið fram, þ.e. að þau hygli þeim efnameiri á kostnað þeirra snauðari. Þannig eru skattalækkanir stórfyrirtækja varanlegar en lækkanir einstaklinga renna út á næsta áratuginum. Þá benti blaðamaður Washington Post á að launahækkun Ketchum á ársgrundvelli, samanlagt um 7800 íslenskar krónur, sé lægri en upphæðin sem Ryan sjálfur þénar á tímann, eða tæpar 11 þúsund krónur. Ryan þykir því sýna af sér töluvert skilningsleysi á högum hins almenna Bandaríkjamanns með tísti sínu.Extremely late to the dunk party on this but $1.50 a week works out to $78 a year, which is less than Paul Ryan makes in one hour (roughly $108) as Speaker of the House— Christopher Ingraham (@_cingraham) February 3, 2018 Hér að neðan má svo sjá nokkur tíst Twitter-notenda, þ.á.m. fulltrúardeildarþingmannsins Joe Kennedy, sem bæði gagnrýndu Ryan og hæddust óspart að honum.Meanwhile the wealthiest 0.1% of Americans receive an extra ~ $3,000 per week. pic.twitter.com/YFci8V5fnN— Rep. Joe Kennedy III (@RepJoeKennedy) February 3, 2018 AIDE: mr ryan ppl are saying ur only working to help the billionaires. they say you hate everyone who isn't richPAUL RYAN: oh yeah? well I'll show them *chucks a handful of loose nickels at the back of a teachers head*— KT NELSON (@KrangTNelson) February 3, 2018 [holding back tears]Paul Ryan.................thank you. pic.twitter.com/gQwYeY2RpR— Chris Jackson (@ChrisCJackson) February 3, 2018 That extra $1.50 Paul Ryan gave me a week in 2018 was totally worth giving up my mom's Medicaid.- A voter Paul Ryan keeps imagining he'll meet— LOLGOP (@LOLGOP) February 3, 2018 PAUL RYAN: The intern who did the bad tweet has been fired, which is a shame because his paycheck recently went up $0.07 per week under our tax plan— Chris Mohney (@chrismohney) February 3, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00 „Drepið frumvarpið" segja andstæðingar nýrrar skattalöggjafar Bandaríkjanna Andstæðingar umdeilds skattafrumvarpsins, sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í morgun, létu vel í sér heyra við atkvæðagreiðsluna. 20. desember 2017 20:00 Trump skrifar undir nýja skattalöggjöf Umdeild skattafrumvarp repúblikana í Bandaríkjunum er orðið að lögum með undirskrift Donalds Trump forseta. 22. desember 2017 20:19 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið gagnrýndur fyrir tíst sem hann birti á Twitter-síðu sinni í gær. Í tístinu, sem var eytt skömmu eftir birtingu, reyndi Ryan að sýna fram á ágæti umdeildra skattalaga Repúblikanaflokksins með því að greina sérstaklega frá 150 króna launahækkun ritara í Pennsylvaníu-ríki, sem mörgum þótti hlægilega lítil. Skattafrumvarpið umdeilda varð að lögum í desember síðastliðnum en gagnrýnendur hafa sagt lögin koma sér vel fyrir ríka Bandaríkjamenn á kostnað þeirra efnaminni. Lögin eru talin munu kosta 1.500 milljarða dollara á næstu árum og framan af bentu skoðanakannanir til þess að þau væru almennt óvinsæl meðal þjóðarinnar. Samkvæmt frétt Washington Post virðast Bandaríkjamenn þó hliðhollari lögunum nú en áður en um helmingur svarenda var jákvæður í garð þeirra í nýrri könnun.Dugar fyrir Costco-aðildinni í eitt ár Repúblikanar með Paul Ryan í fararbroddi hafa keppst við að sýna fram á ágæti laganna og hafa t.d. fullyrt að meiriháttar skattalækkanir á fyrirtæki og tímabundnar skattalækkanir á einstaklinga muni borga fyrir sig sjálfar. Þær muni ýta undir hagvöxt og fjölga störfum í Bandaríkjunum. Máli sínu til enn frekari stuðnings birti Ryan tíst á Twitter-reikningi sínum í gær. Í tístinu, sem var eytt skömmu síðar, deildi hann tengli á frétt AP-fréttaveitunnar í hverri rætt var við Bandaríkjamenn um áhrif skattalaganna á fjárhag þeirra. Í fréttinni mátti lesa fjölda frásagna sem vörpuðu jákvæðu ljósi á lögin. Það vakti því furðu Twitter-notenda að Ryan skyldi sérstaklega taka fyrir frásögn Juliu Ketchum, ritara frá Pennsylvaníu-ríki, sem hafði hagnast, að því er mörgum fannst, hlægilega lítið á skattalækunum Repúblikana.Skjáskot af tísti Ryans.Vísir/Skjáskot„Ritari við opinberan menntaskóla í Lancaster, Pennsylvaníu, sagði það óvænta ánægju að kaup hennar hækkaði um 1,5 dollara á viku ... hún sagði það myndu duga fyrir Costco-aðildinni í ár, og meira til,“ skrifaði Ryan.Launahækkun á ári lægri en tímakaup Ryans 1,5 dollari er um 150 íslenskar krónur og því er ljóst að launahækkun konunnar er ekki ýkja há. Tíst Ryans þótti leggja áherslu á það sem gagnrýnendur laganna hafi lengi haldið fram, þ.e. að þau hygli þeim efnameiri á kostnað þeirra snauðari. Þannig eru skattalækkanir stórfyrirtækja varanlegar en lækkanir einstaklinga renna út á næsta áratuginum. Þá benti blaðamaður Washington Post á að launahækkun Ketchum á ársgrundvelli, samanlagt um 7800 íslenskar krónur, sé lægri en upphæðin sem Ryan sjálfur þénar á tímann, eða tæpar 11 þúsund krónur. Ryan þykir því sýna af sér töluvert skilningsleysi á högum hins almenna Bandaríkjamanns með tísti sínu.Extremely late to the dunk party on this but $1.50 a week works out to $78 a year, which is less than Paul Ryan makes in one hour (roughly $108) as Speaker of the House— Christopher Ingraham (@_cingraham) February 3, 2018 Hér að neðan má svo sjá nokkur tíst Twitter-notenda, þ.á.m. fulltrúardeildarþingmannsins Joe Kennedy, sem bæði gagnrýndu Ryan og hæddust óspart að honum.Meanwhile the wealthiest 0.1% of Americans receive an extra ~ $3,000 per week. pic.twitter.com/YFci8V5fnN— Rep. Joe Kennedy III (@RepJoeKennedy) February 3, 2018 AIDE: mr ryan ppl are saying ur only working to help the billionaires. they say you hate everyone who isn't richPAUL RYAN: oh yeah? well I'll show them *chucks a handful of loose nickels at the back of a teachers head*— KT NELSON (@KrangTNelson) February 3, 2018 [holding back tears]Paul Ryan.................thank you. pic.twitter.com/gQwYeY2RpR— Chris Jackson (@ChrisCJackson) February 3, 2018 That extra $1.50 Paul Ryan gave me a week in 2018 was totally worth giving up my mom's Medicaid.- A voter Paul Ryan keeps imagining he'll meet— LOLGOP (@LOLGOP) February 3, 2018 PAUL RYAN: The intern who did the bad tweet has been fired, which is a shame because his paycheck recently went up $0.07 per week under our tax plan— Chris Mohney (@chrismohney) February 3, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00 „Drepið frumvarpið" segja andstæðingar nýrrar skattalöggjafar Bandaríkjanna Andstæðingar umdeilds skattafrumvarpsins, sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í morgun, létu vel í sér heyra við atkvæðagreiðsluna. 20. desember 2017 20:00 Trump skrifar undir nýja skattalöggjöf Umdeild skattafrumvarp repúblikana í Bandaríkjunum er orðið að lögum með undirskrift Donalds Trump forseta. 22. desember 2017 20:19 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00
„Drepið frumvarpið" segja andstæðingar nýrrar skattalöggjafar Bandaríkjanna Andstæðingar umdeilds skattafrumvarpsins, sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í morgun, létu vel í sér heyra við atkvæðagreiðsluna. 20. desember 2017 20:00
Trump skrifar undir nýja skattalöggjöf Umdeild skattafrumvarp repúblikana í Bandaríkjunum er orðið að lögum með undirskrift Donalds Trump forseta. 22. desember 2017 20:19