Sagði 150 króna launahækkun á viku sýna fram á ágæti skattalaganna Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 10:45 Paul Ryan er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Vísir/AFP Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið gagnrýndur fyrir tíst sem hann birti á Twitter-síðu sinni í gær. Í tístinu, sem var eytt skömmu eftir birtingu, reyndi Ryan að sýna fram á ágæti umdeildra skattalaga Repúblikanaflokksins með því að greina sérstaklega frá 150 króna launahækkun ritara í Pennsylvaníu-ríki, sem mörgum þótti hlægilega lítil. Skattafrumvarpið umdeilda varð að lögum í desember síðastliðnum en gagnrýnendur hafa sagt lögin koma sér vel fyrir ríka Bandaríkjamenn á kostnað þeirra efnaminni. Lögin eru talin munu kosta 1.500 milljarða dollara á næstu árum og framan af bentu skoðanakannanir til þess að þau væru almennt óvinsæl meðal þjóðarinnar. Samkvæmt frétt Washington Post virðast Bandaríkjamenn þó hliðhollari lögunum nú en áður en um helmingur svarenda var jákvæður í garð þeirra í nýrri könnun.Dugar fyrir Costco-aðildinni í eitt ár Repúblikanar með Paul Ryan í fararbroddi hafa keppst við að sýna fram á ágæti laganna og hafa t.d. fullyrt að meiriháttar skattalækkanir á fyrirtæki og tímabundnar skattalækkanir á einstaklinga muni borga fyrir sig sjálfar. Þær muni ýta undir hagvöxt og fjölga störfum í Bandaríkjunum. Máli sínu til enn frekari stuðnings birti Ryan tíst á Twitter-reikningi sínum í gær. Í tístinu, sem var eytt skömmu síðar, deildi hann tengli á frétt AP-fréttaveitunnar í hverri rætt var við Bandaríkjamenn um áhrif skattalaganna á fjárhag þeirra. Í fréttinni mátti lesa fjölda frásagna sem vörpuðu jákvæðu ljósi á lögin. Það vakti því furðu Twitter-notenda að Ryan skyldi sérstaklega taka fyrir frásögn Juliu Ketchum, ritara frá Pennsylvaníu-ríki, sem hafði hagnast, að því er mörgum fannst, hlægilega lítið á skattalækunum Repúblikana.Skjáskot af tísti Ryans.Vísir/Skjáskot„Ritari við opinberan menntaskóla í Lancaster, Pennsylvaníu, sagði það óvænta ánægju að kaup hennar hækkaði um 1,5 dollara á viku ... hún sagði það myndu duga fyrir Costco-aðildinni í ár, og meira til,“ skrifaði Ryan.Launahækkun á ári lægri en tímakaup Ryans 1,5 dollari er um 150 íslenskar krónur og því er ljóst að launahækkun konunnar er ekki ýkja há. Tíst Ryans þótti leggja áherslu á það sem gagnrýnendur laganna hafi lengi haldið fram, þ.e. að þau hygli þeim efnameiri á kostnað þeirra snauðari. Þannig eru skattalækkanir stórfyrirtækja varanlegar en lækkanir einstaklinga renna út á næsta áratuginum. Þá benti blaðamaður Washington Post á að launahækkun Ketchum á ársgrundvelli, samanlagt um 7800 íslenskar krónur, sé lægri en upphæðin sem Ryan sjálfur þénar á tímann, eða tæpar 11 þúsund krónur. Ryan þykir því sýna af sér töluvert skilningsleysi á högum hins almenna Bandaríkjamanns með tísti sínu.Extremely late to the dunk party on this but $1.50 a week works out to $78 a year, which is less than Paul Ryan makes in one hour (roughly $108) as Speaker of the House— Christopher Ingraham (@_cingraham) February 3, 2018 Hér að neðan má svo sjá nokkur tíst Twitter-notenda, þ.á.m. fulltrúardeildarþingmannsins Joe Kennedy, sem bæði gagnrýndu Ryan og hæddust óspart að honum.Meanwhile the wealthiest 0.1% of Americans receive an extra ~ $3,000 per week. pic.twitter.com/YFci8V5fnN— Rep. Joe Kennedy III (@RepJoeKennedy) February 3, 2018 AIDE: mr ryan ppl are saying ur only working to help the billionaires. they say you hate everyone who isn't richPAUL RYAN: oh yeah? well I'll show them *chucks a handful of loose nickels at the back of a teachers head*— KT NELSON (@KrangTNelson) February 3, 2018 [holding back tears]Paul Ryan.................thank you. pic.twitter.com/gQwYeY2RpR— Chris Jackson (@ChrisCJackson) February 3, 2018 That extra $1.50 Paul Ryan gave me a week in 2018 was totally worth giving up my mom's Medicaid.- A voter Paul Ryan keeps imagining he'll meet— LOLGOP (@LOLGOP) February 3, 2018 PAUL RYAN: The intern who did the bad tweet has been fired, which is a shame because his paycheck recently went up $0.07 per week under our tax plan— Chris Mohney (@chrismohney) February 3, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00 „Drepið frumvarpið" segja andstæðingar nýrrar skattalöggjafar Bandaríkjanna Andstæðingar umdeilds skattafrumvarpsins, sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í morgun, létu vel í sér heyra við atkvæðagreiðsluna. 20. desember 2017 20:00 Trump skrifar undir nýja skattalöggjöf Umdeild skattafrumvarp repúblikana í Bandaríkjunum er orðið að lögum með undirskrift Donalds Trump forseta. 22. desember 2017 20:19 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið gagnrýndur fyrir tíst sem hann birti á Twitter-síðu sinni í gær. Í tístinu, sem var eytt skömmu eftir birtingu, reyndi Ryan að sýna fram á ágæti umdeildra skattalaga Repúblikanaflokksins með því að greina sérstaklega frá 150 króna launahækkun ritara í Pennsylvaníu-ríki, sem mörgum þótti hlægilega lítil. Skattafrumvarpið umdeilda varð að lögum í desember síðastliðnum en gagnrýnendur hafa sagt lögin koma sér vel fyrir ríka Bandaríkjamenn á kostnað þeirra efnaminni. Lögin eru talin munu kosta 1.500 milljarða dollara á næstu árum og framan af bentu skoðanakannanir til þess að þau væru almennt óvinsæl meðal þjóðarinnar. Samkvæmt frétt Washington Post virðast Bandaríkjamenn þó hliðhollari lögunum nú en áður en um helmingur svarenda var jákvæður í garð þeirra í nýrri könnun.Dugar fyrir Costco-aðildinni í eitt ár Repúblikanar með Paul Ryan í fararbroddi hafa keppst við að sýna fram á ágæti laganna og hafa t.d. fullyrt að meiriháttar skattalækkanir á fyrirtæki og tímabundnar skattalækkanir á einstaklinga muni borga fyrir sig sjálfar. Þær muni ýta undir hagvöxt og fjölga störfum í Bandaríkjunum. Máli sínu til enn frekari stuðnings birti Ryan tíst á Twitter-reikningi sínum í gær. Í tístinu, sem var eytt skömmu síðar, deildi hann tengli á frétt AP-fréttaveitunnar í hverri rætt var við Bandaríkjamenn um áhrif skattalaganna á fjárhag þeirra. Í fréttinni mátti lesa fjölda frásagna sem vörpuðu jákvæðu ljósi á lögin. Það vakti því furðu Twitter-notenda að Ryan skyldi sérstaklega taka fyrir frásögn Juliu Ketchum, ritara frá Pennsylvaníu-ríki, sem hafði hagnast, að því er mörgum fannst, hlægilega lítið á skattalækunum Repúblikana.Skjáskot af tísti Ryans.Vísir/Skjáskot„Ritari við opinberan menntaskóla í Lancaster, Pennsylvaníu, sagði það óvænta ánægju að kaup hennar hækkaði um 1,5 dollara á viku ... hún sagði það myndu duga fyrir Costco-aðildinni í ár, og meira til,“ skrifaði Ryan.Launahækkun á ári lægri en tímakaup Ryans 1,5 dollari er um 150 íslenskar krónur og því er ljóst að launahækkun konunnar er ekki ýkja há. Tíst Ryans þótti leggja áherslu á það sem gagnrýnendur laganna hafi lengi haldið fram, þ.e. að þau hygli þeim efnameiri á kostnað þeirra snauðari. Þannig eru skattalækkanir stórfyrirtækja varanlegar en lækkanir einstaklinga renna út á næsta áratuginum. Þá benti blaðamaður Washington Post á að launahækkun Ketchum á ársgrundvelli, samanlagt um 7800 íslenskar krónur, sé lægri en upphæðin sem Ryan sjálfur þénar á tímann, eða tæpar 11 þúsund krónur. Ryan þykir því sýna af sér töluvert skilningsleysi á högum hins almenna Bandaríkjamanns með tísti sínu.Extremely late to the dunk party on this but $1.50 a week works out to $78 a year, which is less than Paul Ryan makes in one hour (roughly $108) as Speaker of the House— Christopher Ingraham (@_cingraham) February 3, 2018 Hér að neðan má svo sjá nokkur tíst Twitter-notenda, þ.á.m. fulltrúardeildarþingmannsins Joe Kennedy, sem bæði gagnrýndu Ryan og hæddust óspart að honum.Meanwhile the wealthiest 0.1% of Americans receive an extra ~ $3,000 per week. pic.twitter.com/YFci8V5fnN— Rep. Joe Kennedy III (@RepJoeKennedy) February 3, 2018 AIDE: mr ryan ppl are saying ur only working to help the billionaires. they say you hate everyone who isn't richPAUL RYAN: oh yeah? well I'll show them *chucks a handful of loose nickels at the back of a teachers head*— KT NELSON (@KrangTNelson) February 3, 2018 [holding back tears]Paul Ryan.................thank you. pic.twitter.com/gQwYeY2RpR— Chris Jackson (@ChrisCJackson) February 3, 2018 That extra $1.50 Paul Ryan gave me a week in 2018 was totally worth giving up my mom's Medicaid.- A voter Paul Ryan keeps imagining he'll meet— LOLGOP (@LOLGOP) February 3, 2018 PAUL RYAN: The intern who did the bad tweet has been fired, which is a shame because his paycheck recently went up $0.07 per week under our tax plan— Chris Mohney (@chrismohney) February 3, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00 „Drepið frumvarpið" segja andstæðingar nýrrar skattalöggjafar Bandaríkjanna Andstæðingar umdeilds skattafrumvarpsins, sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í morgun, létu vel í sér heyra við atkvæðagreiðsluna. 20. desember 2017 20:00 Trump skrifar undir nýja skattalöggjöf Umdeild skattafrumvarp repúblikana í Bandaríkjunum er orðið að lögum með undirskrift Donalds Trump forseta. 22. desember 2017 20:19 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00
„Drepið frumvarpið" segja andstæðingar nýrrar skattalöggjafar Bandaríkjanna Andstæðingar umdeilds skattafrumvarpsins, sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í morgun, létu vel í sér heyra við atkvæðagreiðsluna. 20. desember 2017 20:00
Trump skrifar undir nýja skattalöggjöf Umdeild skattafrumvarp repúblikana í Bandaríkjunum er orðið að lögum með undirskrift Donalds Trump forseta. 22. desember 2017 20:19