Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2018 19:00 James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, er sakaður um að hafa blekkt dómara. Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. Síðastliðinn mánudag greiddu repúblikanar, sem eru í meirihluta nefndarinnar, atkvæði með því að birta hið fjögurra blaðsíðna minnisblað sem formaður nefndarinnar, Devin Nunes, lét taka saman úr gögnum sem hann krafðist frá FBI og dómsmálaráðuneytinu og varða rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa.Lesa má minnisblaðið umdeilda hér eða skoða í sérstökum kassa hér fyrir neðan.Þar sem minnisblaðið var leynilegt var það sent til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem fékk fimm daga til að taka ákvörðun um hvort minnisblaðið yrði gert opinbert eða ekki.Tók hann ákvörðun í dag um að birta minnisblaðið.Minnisblaðið er afar umdeilt og hafa demókratar, sem og FBI ásamt dómsmálaráðuneytinu harðlega gagnrýnt birtingu þess.Sjá einnig: Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsBandarískivefmiðillinn Vox hefur tekið saman efni minnisblaðsinsog segir í umfjöllun Vox að í minnisblaðinu megi finna fjölmargar eldfimar ásakanir sem kunni að koma illa við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda í Rússarannsókninni svokölluðu.Eftirfarandi eru lykilfullyrðingar minnisblaðsins en rétt er að taka fram að FBI telur að efnislegar staðreyndir semhefðu mikil áhrif á sannleiksgildi fullyrðingaí minnisblaðinu hafi verið skildar út undan. FBI notaði hina umdeildu Steele-skýrslu sem tekin var saman af Christopher Steele, fyrrverandi leyniþjónustumanni til þess að fá heimild til þess að hlera fyrrverandi starfsmann framboðs Trump. Í skýrslunni er því haldið fram að náið samstarf hafi verið á milli Donald Trump og yfirvalda í Rússlandi. Skýrslan var að hluta til fjármögnuð að framboði Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata í forsetakosningunum 2016. Í minnisblaðinu segir að þetta sé alvarlegt vandamálEmbættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI vissu að lögfræðingur á vegum framboðs Clinton hafi fjármagnað skýrsluna á óbeinan hátt án þess að taka það fram í dómsal þegar farið var fram á heimild til þess að hlera framboð Trump. Þá var þetta heldur ekki tekið fram þegar heimildin var endurnýjuð.Þá er því einnig haldið fram að í samræðum við Bruce Ohr, þáverandi aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna í september 2016, hafi Steele sagst vera mjög áfram um það að Trump yrði ekki kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þá starfaði eiginkona Ohr fyrir fyrirtækið sem réð Steele til þess að vinna skýrsluna. Í minnisblaðinu er því haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum á vafasömum og pólitískum grundvelli. Ljóst þykir að repúblikanar munu nota efni minnisblaðsins til þess að grafa undan rannsókn Mueller. Devin Nunes hefur sagt að minnisblaðið leiði það í ljós að háttsettir embættismenn hafi notað óstaðfestar upplýsingar til þess að fá heimild til þess að hlera framboð í miðri kosningabaráttu.Þá gaf Trump til kynna í dag á Twitter að minnisblaðið sýndi fram á að æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI hafi spillt hinu „heilaga rannsóknarferli“ með því að hygla demókrötum á kostnað repúblikana. Hefur verið greint frá því að Trump vonist til þess að með birtingu minnisblaðsins muni fjara undan rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tengslum framboðs Trump við Rússa, sem verið hefur honum þyrnir í augum að undanförnu. Þá hefur Washington Post eftir heimildarmönnum innan löggæslustofnanna Bandaríkjanna að þeir óttist að Trump muni nota minnisblaðið sem átyllu til þess að reka Rosenstein, sem er æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. Síðastliðinn mánudag greiddu repúblikanar, sem eru í meirihluta nefndarinnar, atkvæði með því að birta hið fjögurra blaðsíðna minnisblað sem formaður nefndarinnar, Devin Nunes, lét taka saman úr gögnum sem hann krafðist frá FBI og dómsmálaráðuneytinu og varða rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa.Lesa má minnisblaðið umdeilda hér eða skoða í sérstökum kassa hér fyrir neðan.Þar sem minnisblaðið var leynilegt var það sent til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem fékk fimm daga til að taka ákvörðun um hvort minnisblaðið yrði gert opinbert eða ekki.Tók hann ákvörðun í dag um að birta minnisblaðið.Minnisblaðið er afar umdeilt og hafa demókratar, sem og FBI ásamt dómsmálaráðuneytinu harðlega gagnrýnt birtingu þess.Sjá einnig: Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsBandarískivefmiðillinn Vox hefur tekið saman efni minnisblaðsinsog segir í umfjöllun Vox að í minnisblaðinu megi finna fjölmargar eldfimar ásakanir sem kunni að koma illa við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda í Rússarannsókninni svokölluðu.Eftirfarandi eru lykilfullyrðingar minnisblaðsins en rétt er að taka fram að FBI telur að efnislegar staðreyndir semhefðu mikil áhrif á sannleiksgildi fullyrðingaí minnisblaðinu hafi verið skildar út undan. FBI notaði hina umdeildu Steele-skýrslu sem tekin var saman af Christopher Steele, fyrrverandi leyniþjónustumanni til þess að fá heimild til þess að hlera fyrrverandi starfsmann framboðs Trump. Í skýrslunni er því haldið fram að náið samstarf hafi verið á milli Donald Trump og yfirvalda í Rússlandi. Skýrslan var að hluta til fjármögnuð að framboði Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata í forsetakosningunum 2016. Í minnisblaðinu segir að þetta sé alvarlegt vandamálEmbættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI vissu að lögfræðingur á vegum framboðs Clinton hafi fjármagnað skýrsluna á óbeinan hátt án þess að taka það fram í dómsal þegar farið var fram á heimild til þess að hlera framboð Trump. Þá var þetta heldur ekki tekið fram þegar heimildin var endurnýjuð.Þá er því einnig haldið fram að í samræðum við Bruce Ohr, þáverandi aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna í september 2016, hafi Steele sagst vera mjög áfram um það að Trump yrði ekki kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þá starfaði eiginkona Ohr fyrir fyrirtækið sem réð Steele til þess að vinna skýrsluna. Í minnisblaðinu er því haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum á vafasömum og pólitískum grundvelli. Ljóst þykir að repúblikanar munu nota efni minnisblaðsins til þess að grafa undan rannsókn Mueller. Devin Nunes hefur sagt að minnisblaðið leiði það í ljós að háttsettir embættismenn hafi notað óstaðfestar upplýsingar til þess að fá heimild til þess að hlera framboð í miðri kosningabaráttu.Þá gaf Trump til kynna í dag á Twitter að minnisblaðið sýndi fram á að æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI hafi spillt hinu „heilaga rannsóknarferli“ með því að hygla demókrötum á kostnað repúblikana. Hefur verið greint frá því að Trump vonist til þess að með birtingu minnisblaðsins muni fjara undan rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tengslum framboðs Trump við Rússa, sem verið hefur honum þyrnir í augum að undanförnu. Þá hefur Washington Post eftir heimildarmönnum innan löggæslustofnanna Bandaríkjanna að þeir óttist að Trump muni nota minnisblaðið sem átyllu til þess að reka Rosenstein, sem er æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00