Ákærur Muellers gleðja Trump Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2018 22:33 Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Forsetaembætti Bandaríkjanna vill meina að ákærurnar á hendur rússneskum ríkisborgurum fyrir að hafa áhrif á framgang lýðræðis í Bandaríkjunum sanni að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði enga aðkomu að málinu.Í yfirlýsingu frá embættinu kom fram að Trump hefði fengið skýrslu um málið og að hann sé glaður að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, á afskiptum af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 gefi enn frekar til kynna að forsetaframboð Trumps var ekki í neinu samráði við Rússa og að umrædd afskipti höfðu ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna. Segir Trump að nú sé mál að linni og komið sé nóg af fáránlegum ásökunum og kenningum sem geri lítið annað en að þjóna málstað Rússa og geri ekkert til að verja undirstöðuatriði Bandaríkjanna. Líkt og greint var frá í dag hafa þrettán rússneskir ríkisborgarar og þrír rússneskir lögaðilar verið ákærðir fyrir að hafa haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og framgangi lýðræðis þar í landi. Robert Mueller tilkynnti þetta í yfirlýsingu en þar er því haldið fram að Rússarnir hafi notast við falskar Facebook-færslur og auglýsingar til að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir í Bandaríkjunum á meðan kosningabaráttu stóð á milli Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, og Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016. Er því haldið fram að með rekstri þessa máls gegn Rússunum sé verið að reyna að endurvekja traust á bandarísk stjórnmál. Á meðal þess sem er ákært er fyrir er samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Mueller hefur undanfarið rannsakað ásakanir þess efnis að Rússar hafi skipt sér af kosningum í Bandaríkjunum og hvort að það hafi verið einhver óeðlileg samskipti á milli forsetaframboðs Donalds Trump og yfirvalda í Rússlandi. Áður höfðu Michael Flynn þjóðaröryggisráðgjafi Trump í upphafi forsetatíðar hans, Paul Manafort stjórnarformaður framboðs Trumps, Rick Gates aðstoðarmaður Manaforts þegar kom að framboði Trumps, og George Papadopoulos fyrrverandi utanríkisráðgjafi Trumps, verið ákærðir vegna rannsóknar Muellers. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Sjá meira
Forsetaembætti Bandaríkjanna vill meina að ákærurnar á hendur rússneskum ríkisborgurum fyrir að hafa áhrif á framgang lýðræðis í Bandaríkjunum sanni að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði enga aðkomu að málinu.Í yfirlýsingu frá embættinu kom fram að Trump hefði fengið skýrslu um málið og að hann sé glaður að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, á afskiptum af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 gefi enn frekar til kynna að forsetaframboð Trumps var ekki í neinu samráði við Rússa og að umrædd afskipti höfðu ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna. Segir Trump að nú sé mál að linni og komið sé nóg af fáránlegum ásökunum og kenningum sem geri lítið annað en að þjóna málstað Rússa og geri ekkert til að verja undirstöðuatriði Bandaríkjanna. Líkt og greint var frá í dag hafa þrettán rússneskir ríkisborgarar og þrír rússneskir lögaðilar verið ákærðir fyrir að hafa haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og framgangi lýðræðis þar í landi. Robert Mueller tilkynnti þetta í yfirlýsingu en þar er því haldið fram að Rússarnir hafi notast við falskar Facebook-færslur og auglýsingar til að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir í Bandaríkjunum á meðan kosningabaráttu stóð á milli Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, og Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016. Er því haldið fram að með rekstri þessa máls gegn Rússunum sé verið að reyna að endurvekja traust á bandarísk stjórnmál. Á meðal þess sem er ákært er fyrir er samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Mueller hefur undanfarið rannsakað ásakanir þess efnis að Rússar hafi skipt sér af kosningum í Bandaríkjunum og hvort að það hafi verið einhver óeðlileg samskipti á milli forsetaframboðs Donalds Trump og yfirvalda í Rússlandi. Áður höfðu Michael Flynn þjóðaröryggisráðgjafi Trump í upphafi forsetatíðar hans, Paul Manafort stjórnarformaður framboðs Trumps, Rick Gates aðstoðarmaður Manaforts þegar kom að framboði Trumps, og George Papadopoulos fyrrverandi utanríkisráðgjafi Trumps, verið ákærðir vegna rannsóknar Muellers.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Sjá meira
Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38