Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2018 20:15 Guðni forseti heilsar hér upp á Margréti Danadrottningu en við hlið hennar stendur Hinrik prins. Myndin var tekin í opinberri heimsókn forseta Íslands og eiginkonu hans Elizu Reid til Danmerkur. Vísir/Getty Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans og Elízu sé hjá Margréti Þórhildi drottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins sé fallinn frá. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti þekkti prinsinn ágætlega og segir þau ávallt hafa náð vel saman. Hinrik prins hitti fimm af sex forsetum Íslands, alla nema Svein Björnsson. Það vakti athygli þegar Guðni Th. Jóhannesson og Elíza fóru í opinbera heimsókn til Danmerkur fyrir ári að prinsinn tók þátt í móttöku þeirra. En hann hafði þá verið pensjónisti í eitt ár. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands minnist Hinriks með hlýju frá opinberri heimsókn hans og Elízu til Danmerkur í lok janúar í fyrra. Drottningin og Hinrik hafi verið góðir gestgjafar. „Hugur okkar er hjá Margréti Danadrottningu og konungsfjölskyldunni. En það rifjast upp að Hinrik prins var skemmtilegur sessunautur. Talaði frönsku við Elízu og fínustu dönsku við mig og lék á alsoddi,“ segir Guðni. Prinsinn hafi verið líflegur og haft gaman af því að ræða samtímastjórnmál og franska vínrækt. Auðvitað var hann orðinn aldraður maður og þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég hitti hann. En um hann á ég góðar minningar,“ segir Guðni. Urðu vinir eftir opinbera heimsóknVigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands hitti Margréti drottningu og Hinrik í fyrsta skipti þegar hún fór í fræga opinbera heimsókn til Danmerkur árið 1981. Þá varð til sá misskilningur að drottningin hafi boðið Vigdísi upp á kryddsíld, þegar þær áttu í samræðum við blaðamenn sem á dönskunni er kallað krydsild, stundum kallað cross fire á ensku. Út frá þessum misskilningi varð til áramótaþáttur Stöðvar 2, Kryddsíld. „Ég sat við hliðina á Hinriki prins náttúrlega, á milli þeirra hjóna. Þá kom það á daginn að ég get bjargað mér á frönsku og upp frá því urðum við ágætir mátar. Eiginlega vinir Hinrik prins og ég, sagði Vigdís þegar hún rifjaði upp kynni sín af Hinriki og Margréti með fréttamanni í dag. Eftir þetta hittust þau Hinrik og Vigdís oft meðal annars í sameiginlegu kynningarátaki Norðurlandaþjóðanna „Skandinavian Today“ um allan heim. Vináttusamband þeirra lifði áfram eftir að Vigdís lét af embætti forseta Íslands. „Hann var svo vænn maður - skemmtilegur og ég er nú að hnjóta um að það er ekki til neitt almennilegt orð yfir sjarmerandi á Íslensku. Hann var heillandi, hafði persónutöfra. Svo var hann gamansamur og fyndinn. Þann kann ég alltaf best að meta og við urðum ágætis vinir,“ segir Vigdís sem segist síðast hafa hitt Hinrik fyrir um þremur árum. Danmörk Kóngafólk Vigdís Finnbogadóttir Margrét Þórhildur II Danadrottning Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38 Hinrik prins látinn Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar er látinn, 83 ára að aldri. Hann andaðist í svefni átján mínútur yfir tólf í nótt að íslenskum tíma í höllinni í Fredensborg á Norður Sjálandi. 14. febrúar 2018 06:27 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Drottningin kom út og virti blómahafið fyrir sér Margrét Þórhildur var klædd síðri svartri kápu og heilsaði þar upp á þá sem höfðu lagt leið sína þangað. 14. febrúar 2018 15:44 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans og Elízu sé hjá Margréti Þórhildi drottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins sé fallinn frá. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti þekkti prinsinn ágætlega og segir þau ávallt hafa náð vel saman. Hinrik prins hitti fimm af sex forsetum Íslands, alla nema Svein Björnsson. Það vakti athygli þegar Guðni Th. Jóhannesson og Elíza fóru í opinbera heimsókn til Danmerkur fyrir ári að prinsinn tók þátt í móttöku þeirra. En hann hafði þá verið pensjónisti í eitt ár. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands minnist Hinriks með hlýju frá opinberri heimsókn hans og Elízu til Danmerkur í lok janúar í fyrra. Drottningin og Hinrik hafi verið góðir gestgjafar. „Hugur okkar er hjá Margréti Danadrottningu og konungsfjölskyldunni. En það rifjast upp að Hinrik prins var skemmtilegur sessunautur. Talaði frönsku við Elízu og fínustu dönsku við mig og lék á alsoddi,“ segir Guðni. Prinsinn hafi verið líflegur og haft gaman af því að ræða samtímastjórnmál og franska vínrækt. Auðvitað var hann orðinn aldraður maður og þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég hitti hann. En um hann á ég góðar minningar,“ segir Guðni. Urðu vinir eftir opinbera heimsóknVigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands hitti Margréti drottningu og Hinrik í fyrsta skipti þegar hún fór í fræga opinbera heimsókn til Danmerkur árið 1981. Þá varð til sá misskilningur að drottningin hafi boðið Vigdísi upp á kryddsíld, þegar þær áttu í samræðum við blaðamenn sem á dönskunni er kallað krydsild, stundum kallað cross fire á ensku. Út frá þessum misskilningi varð til áramótaþáttur Stöðvar 2, Kryddsíld. „Ég sat við hliðina á Hinriki prins náttúrlega, á milli þeirra hjóna. Þá kom það á daginn að ég get bjargað mér á frönsku og upp frá því urðum við ágætir mátar. Eiginlega vinir Hinrik prins og ég, sagði Vigdís þegar hún rifjaði upp kynni sín af Hinriki og Margréti með fréttamanni í dag. Eftir þetta hittust þau Hinrik og Vigdís oft meðal annars í sameiginlegu kynningarátaki Norðurlandaþjóðanna „Skandinavian Today“ um allan heim. Vináttusamband þeirra lifði áfram eftir að Vigdís lét af embætti forseta Íslands. „Hann var svo vænn maður - skemmtilegur og ég er nú að hnjóta um að það er ekki til neitt almennilegt orð yfir sjarmerandi á Íslensku. Hann var heillandi, hafði persónutöfra. Svo var hann gamansamur og fyndinn. Þann kann ég alltaf best að meta og við urðum ágætis vinir,“ segir Vigdís sem segist síðast hafa hitt Hinrik fyrir um þremur árum.
Danmörk Kóngafólk Vigdís Finnbogadóttir Margrét Þórhildur II Danadrottning Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38 Hinrik prins látinn Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar er látinn, 83 ára að aldri. Hann andaðist í svefni átján mínútur yfir tólf í nótt að íslenskum tíma í höllinni í Fredensborg á Norður Sjálandi. 14. febrúar 2018 06:27 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Drottningin kom út og virti blómahafið fyrir sér Margrét Þórhildur var klædd síðri svartri kápu og heilsaði þar upp á þá sem höfðu lagt leið sína þangað. 14. febrúar 2018 15:44 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33
Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38
Hinrik prins látinn Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar er látinn, 83 ára að aldri. Hann andaðist í svefni átján mínútur yfir tólf í nótt að íslenskum tíma í höllinni í Fredensborg á Norður Sjálandi. 14. febrúar 2018 06:27
Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10
Drottningin kom út og virti blómahafið fyrir sér Margrét Þórhildur var klædd síðri svartri kápu og heilsaði þar upp á þá sem höfðu lagt leið sína þangað. 14. febrúar 2018 15:44