NBA: Vinirnir LeBron James og Dwyane Wade frábærir í sigrum sinna liða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 07:30 LeBron James og Dwyane Wade. Vísir/Getty LeBron James og Dwyane Wade eru miklir vinir og þeir voru liðsfélagar í vetur eða þar til að Cleveland Cavaliers skipti Wade til Miami Heat á dögunum. Þeir félagar voru báðir magnaðir í sigurleikjum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.LeBron James var með þrennu í 129-123 sigri Cleveland Cavaliers á Brooklyn Nets. James skoraði 31 stig en var einnig með 12 fráköst og 11 stoðsendingar. Þetta var tólfta þrenna hans á tímabilinu og sú 67. á ferlinum. James varð í nótt einnig fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem nær að skora 30 þúsund stig, taka 8 þúsund fráköst og gefa 8 þúsund stoðsendingar. Stoðsending númer átta þúsund kom í leiknum á móti Brooklyn Nets. Leikurinn var mjög spennandi allt til loka. Karfa Rodney Hood og víti að auki kom Cleveland yfir í 123-121 þegar 40 sekúndur voru eftir og þeir LeBron James og George Hill kláruðu síðan leikinn með því að hitta úr tveimur vítaskotum hvor á síðustu sextán sekúndunum.Dwyane Wade skoraði 27 stig, það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu, þegar Miami Heat vann 102-101 endurkomusigur á Philadelphia 76ers. Wade skoraði sigurkörfuna 5,9 sekúndum fyrir leikslok en það var eina forysta Miami í fjórða leikhlutanum. Philadelphia átti engin svör við Wade í lokin en hann skoraði fimmtán af síðustu sautján stigum Miami liðsins í leiknum. „Það er eitthvað við Dwyane Wade þegar hann klæðir sig í Miami Heat treyjuna og spilar fyrir framan þessa stuðnningsmenn,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami. „D-Wade var magnaður í lokin,“ sagði JJ Redick, leikmaður Philadelphia. Goran Dragic skoraði 21 stig, Tyler Johnson var með 16 stig og Hassan Whiteside skoraði 15 stig og tók 11 fráköst. Joel Embiid var með 23 stig fyrir Philadelphia og Dario Saric bætti við 21 stigi.Úrslitin úr leikjum NBA í nótt: Denver Nuggets - Los Angeles Clippers 120-122 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 116-99 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 104-107 Miami Heat - Philadelphia 76ers 102-101 Charlotte Hornets - Chicago Bulls 118-103 Cleveland Cavaliers - Brooklyn Nets 129-123 NBA Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
LeBron James og Dwyane Wade eru miklir vinir og þeir voru liðsfélagar í vetur eða þar til að Cleveland Cavaliers skipti Wade til Miami Heat á dögunum. Þeir félagar voru báðir magnaðir í sigurleikjum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.LeBron James var með þrennu í 129-123 sigri Cleveland Cavaliers á Brooklyn Nets. James skoraði 31 stig en var einnig með 12 fráköst og 11 stoðsendingar. Þetta var tólfta þrenna hans á tímabilinu og sú 67. á ferlinum. James varð í nótt einnig fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem nær að skora 30 þúsund stig, taka 8 þúsund fráköst og gefa 8 þúsund stoðsendingar. Stoðsending númer átta þúsund kom í leiknum á móti Brooklyn Nets. Leikurinn var mjög spennandi allt til loka. Karfa Rodney Hood og víti að auki kom Cleveland yfir í 123-121 þegar 40 sekúndur voru eftir og þeir LeBron James og George Hill kláruðu síðan leikinn með því að hitta úr tveimur vítaskotum hvor á síðustu sextán sekúndunum.Dwyane Wade skoraði 27 stig, það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu, þegar Miami Heat vann 102-101 endurkomusigur á Philadelphia 76ers. Wade skoraði sigurkörfuna 5,9 sekúndum fyrir leikslok en það var eina forysta Miami í fjórða leikhlutanum. Philadelphia átti engin svör við Wade í lokin en hann skoraði fimmtán af síðustu sautján stigum Miami liðsins í leiknum. „Það er eitthvað við Dwyane Wade þegar hann klæðir sig í Miami Heat treyjuna og spilar fyrir framan þessa stuðnningsmenn,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami. „D-Wade var magnaður í lokin,“ sagði JJ Redick, leikmaður Philadelphia. Goran Dragic skoraði 21 stig, Tyler Johnson var með 16 stig og Hassan Whiteside skoraði 15 stig og tók 11 fráköst. Joel Embiid var með 23 stig fyrir Philadelphia og Dario Saric bætti við 21 stigi.Úrslitin úr leikjum NBA í nótt: Denver Nuggets - Los Angeles Clippers 120-122 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 116-99 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 104-107 Miami Heat - Philadelphia 76ers 102-101 Charlotte Hornets - Chicago Bulls 118-103 Cleveland Cavaliers - Brooklyn Nets 129-123
NBA Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti