NBA-stjarna myndaður við að borða hamborgara rétt fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 22:30 Joel Embiid. Vísir/Getty Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers, er verðandi risastjarna í NBA-deildinni enda lykilmaður í ungu liði sem er líklegt til afreka í deildinni á næstu árum. Þessi 23 ára og 213 sentímetra strákur komst fyrst mest í fréttirnar fyrir að spila ekki en svo fyrir að sýna takta sem höfðu varla sést í deildinni síðan að Hakeem Olajuwon var upp á sitt besta. Nú er hann hinsvegar að koma sér í fréttirnar fyrir allt annað en fagmannlegan undirbúning fyrir leik í NBA-deildinni. Embiid kom snemma inn í deildina en missti af tveimur fyrstu tímabilum sínum vegna meiðsla. Hann var valinn sumarið 2014 en lék ekki sinn fyrsta leik fyrr en í október 2016. Þegar Embiid var kominn inn á völlinn fór ekki á milli mála að þar er á ferðinni einstakur leikmaður sem hefur alla burði til að verða einn sá besti. Mikið hefur verið látið með mottó Embiid „trust the Process" sem vísar til að þegar hefur tekið sinn tíma fyrir hann að komast inn á völlinn. Embiid var með 20,2 stig, 7,8 fráköst og 2,5 varin skot að meðaltali á 25,4 mínútum í í leik í fyrra og í vetur hefur hann spilað aðeins meira og hækkað meðaltöl sín upp í 23,9 stig, 11,2 fráköst og 3,1 stoðsendingu í leik. Embiid hefur verið að gera mjög góða hluti en fyrir leik á móti Washington Wizards á dögunum þá var hann myndaður við það að borða hamborgara á hliðarlínunni rétt á meðan einn sjúkraþjálfari Philadelphia 76ers var að nudda á hann fæturnar. Þarna voru aðeins 90 mínútur í leik. ESPN náði þessu á myndband eins og sést hér fyrir neðan.Joel Embiid eating a burger while getting a footrub pregame pic.twitter.com/AC9kqwT6Pp — The Render (@TheRenderNBA) February 26, 2018 Næringarfræðingar eru allt annað en hrifnir af þessu matarræði stuttu fyrir leik og fleiri hafa gagnrýnt Joel Embiid fyrir hugsunarleysið. Hann gat þá allavega borðað borgarann inn í klefa segja sumir. Það er svo sem ekki hægt að kvarta mikið yfir frammistöðu hans í leiknum því Joel Embiid var með 25 stig og 10 fráköst. Philadelphia 76ers tapaði hinsvegar leiknum með fimmtán stigum eftir að hafa unnið sjö leiki í röð á undan og Embiid hitti aðeins úr 9 af 20 skotum í leiknum. Þessi 45 prósent skotnýting hans var sú versta hjá honum í fimm leikjum og ein sú versta á leiktíðinni.Trust the processed meats. Joel Embiid ate a hamburger 90 minutes before putting up his 31st double-double of the season. https://t.co/Z96w0vRyBVpic.twitter.com/SHguU4px8o — Sporting News (@sportingnews) February 26, 2018 NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers, er verðandi risastjarna í NBA-deildinni enda lykilmaður í ungu liði sem er líklegt til afreka í deildinni á næstu árum. Þessi 23 ára og 213 sentímetra strákur komst fyrst mest í fréttirnar fyrir að spila ekki en svo fyrir að sýna takta sem höfðu varla sést í deildinni síðan að Hakeem Olajuwon var upp á sitt besta. Nú er hann hinsvegar að koma sér í fréttirnar fyrir allt annað en fagmannlegan undirbúning fyrir leik í NBA-deildinni. Embiid kom snemma inn í deildina en missti af tveimur fyrstu tímabilum sínum vegna meiðsla. Hann var valinn sumarið 2014 en lék ekki sinn fyrsta leik fyrr en í október 2016. Þegar Embiid var kominn inn á völlinn fór ekki á milli mála að þar er á ferðinni einstakur leikmaður sem hefur alla burði til að verða einn sá besti. Mikið hefur verið látið með mottó Embiid „trust the Process" sem vísar til að þegar hefur tekið sinn tíma fyrir hann að komast inn á völlinn. Embiid var með 20,2 stig, 7,8 fráköst og 2,5 varin skot að meðaltali á 25,4 mínútum í í leik í fyrra og í vetur hefur hann spilað aðeins meira og hækkað meðaltöl sín upp í 23,9 stig, 11,2 fráköst og 3,1 stoðsendingu í leik. Embiid hefur verið að gera mjög góða hluti en fyrir leik á móti Washington Wizards á dögunum þá var hann myndaður við það að borða hamborgara á hliðarlínunni rétt á meðan einn sjúkraþjálfari Philadelphia 76ers var að nudda á hann fæturnar. Þarna voru aðeins 90 mínútur í leik. ESPN náði þessu á myndband eins og sést hér fyrir neðan.Joel Embiid eating a burger while getting a footrub pregame pic.twitter.com/AC9kqwT6Pp — The Render (@TheRenderNBA) February 26, 2018 Næringarfræðingar eru allt annað en hrifnir af þessu matarræði stuttu fyrir leik og fleiri hafa gagnrýnt Joel Embiid fyrir hugsunarleysið. Hann gat þá allavega borðað borgarann inn í klefa segja sumir. Það er svo sem ekki hægt að kvarta mikið yfir frammistöðu hans í leiknum því Joel Embiid var með 25 stig og 10 fráköst. Philadelphia 76ers tapaði hinsvegar leiknum með fimmtán stigum eftir að hafa unnið sjö leiki í röð á undan og Embiid hitti aðeins úr 9 af 20 skotum í leiknum. Þessi 45 prósent skotnýting hans var sú versta hjá honum í fimm leikjum og ein sú versta á leiktíðinni.Trust the processed meats. Joel Embiid ate a hamburger 90 minutes before putting up his 31st double-double of the season. https://t.co/Z96w0vRyBVpic.twitter.com/SHguU4px8o — Sporting News (@sportingnews) February 26, 2018
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira