Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2018 22:45 Adam Schiff, oddviti demókrata í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar, skrifaði svarminnisblaðið. Trump hafði neitað að birta það vegna viðkvæmra upplýsinga í því. Vísir/AFP Demókratar hrekja ásakanir repúblikana á hendur æðstu löggæslustofnunum Bandaríkjanna í minnisblaði sem gert var opinbert í kvöld. Það er svar við umdeildu minnisblaði repúblikana þar sem alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið var sakað um að hafa fengið heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa forsetaframboðs Donalds Trump á fölskum forsendum. Trump hafði hafnað að birta svar demókrata. Minnisblað sem Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana, lét taka saman olli miklu fjaðrafoki í byrjun mánaðar. Í því voru FBI og dómsmálaráðuneytið sakað um að hafa byggt á skýrslu bresks njósnara þegar stofnanirnar óskuðu eftir heimild til að njósna um Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump í utanríkismálum, og leynt því fyrir dómstólnum að demókratar hefðu greitt fyrir upplýsingaöflun njósnarans. Repúblikanar í nefndinni nýttu sér ákvæði laga sem aldrei hafði verið beitt áður til að svipta leynd af minnisblaðinu og gera það opinbert. Trump forseti þurfti þó að taka ákvörðun um það fyrst. Hann lýsti því yfir að hann myndi gera það áður en hann hafði lesið minnisblaðið. Það var birt 2. febrúar þrátt fyrir mótmæli stjórnenda FBI og dómsmálaráðuneytisins. Ráðuneytið hafði kallað það „stórkostlega glannalegt“ að birta minnisblaðið. Demókratar vildu þá að minnisblað sem Adam Schiff, leiðtogi þeirra í nefndinni, hafði tekið saman til að svara ásökunum repúblikana yrði birt samtímis. Því höfnuðu repúblikanar. Eftir að minnisblað demókrata hafði farið í gegnum ferli í þinginu hafnaði Trump að birta það opinberlega á þeim forsendum að innihald þess myndi afhjúpa hvernig leyniþjónusta Bandaríkjanna starfaði og heimildir hennar. Trump og fleiri repúblikanar nýttu svo minnisblað repúblikana til þess að ráðast á stjórnendur alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. Sakaði hann þá um að hafa spillt „heilögu rannsóknarferli“ í þágu demókrata og gegn repúblikönum.Höfðu þegar fengið veður af tengslum Page við Rússa Eftir að FBI og dómsmálaráðuneytið fengu tækifæri til að fara fram á að viðkvæmar upplýsingar yrðu fjarlægðar úr minnisblaði demókrata var það gert opinbert nú í kvöld. Í minnisblaðinu fullyrða demókratar að upphaflegt minnisblað repúblikana hafi verið „gegnsæ tilraun til að grafa undan“ rannsókn FBI, dómsmálaráðuneytisins og Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Ennfremur kemur fram í minnisblaðinu að tengsl Page við Rússa hafi þegar vakið athygli alríkislöggæslustofnana áður en FBI fékk skýrslu breska njósnarans Christophers Steele í hendur. Rannsóknin á mögulegu samráði á milli Rússa og framboðs Trump hafi hafist þegar 31. júlí árið 2016. Skýrsluna hafi FBI ekki fengið í hendur fyrr en um miðjan september. Fulltrúar FBI hafi jafnframt yfirheyrt Page um samskipti hans við Rússa þegar í mars árið 2016. Í sama mánuði tilnefndi Trump hann sem ráðgjafa sinn í utanríkismálum. FBI hafi þannig alls ekki aðeins byggt á skýrslu Steele þegar óskað var eftir heimild frá sérstökum leynilegum leyniþjónustudómstól til að hlera fjarskipti hans í október 2016. Page hafði þá þegar látið af störfum fyrir framboðið.Devin Nunes hefur vegið harkalega að FBI og dómsmálaráðuneytinu. Hann hefur sakað stjórnendur löggæslustofnananna um að svíkja út hlerunarheimild gegn starfsmanni framboðs Trump.Vísir/AFPStaðfestu hluta Steele-skýrslunnar Þvert á fullyrðingarnar í minnisblaði repúblikana greindu FBI og dómsmálaráðuneytið dómstólnum frá því að skýrsla Steele hefði verið unnin fyrir aðila sem stofnanirnar teldu hafa verið að reyna að koma óorði á Trump án þess þó þeir aðilar væru nefndir á nafn, að því er segir í frétt Washington Post. Einnig voru lagðar fram ítarlegar upplýsingar um mat FBI á trúverðugleika Steele. Þá er fullyrt í minnisblaðinu að FBI hafi staðfest hluta upplýsinganna sem komu fram í skýrslu Steele. Sú skýrsla vakti gríðarlega athygli snemma árs í fyrra vegna ásakana um að Rússar gætu búið yfir skaðlegum upplýsingum um Trump, meðal annars í formi myndbands af honum við óviðurkvæmilegar aðstæður með vændiskonum á hóteli í Moskvu. Þær óstaðfestu upplýsingar voru ekki notaðar til að fá hlerunarheimild gegn Page, að sögn Politico.Sakar demókrata um samráð við yfirvöld um yfirhylmingu Nunes var í pontu á CPAC, ráðstefnu íhaldsmanna í Bandaríkjunum, þegar minnisblaðið var gert opinbert í kvöld. Í ræðu sinni sakaði hann demókrata um að leggja á ráðin með yfirvöldum um að hylma yfir meintar misgjörðir FBI. Í yfirlýsingu hélt hann sig við að FBI hefði notað „pólitískan skít“ sem Demókrataflokkurinn hefði greitt fyrir til þess að njósna um bandarískan borgara úr Repúblikanaflokknum. Andstæðingar Trump í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar réðu upphaflega fyrirtæki til að safna upplýsingum um hann. Eftir að hann tryggði sér útnefningu flokksins héldu framboð Hillary Clinton og landsnefnd Demókrataflokksins áfram að greiða fyrirtækinu sem réði Steele í kjölfarið. Schiff sagði hins vegar í kvöld að minnisblað demókrata sýndi að löggæslustofnanirnar hefðu ekki gert neitt rangt þegar þær fengu hlerunarheimildina gegn Page. Þvert á móti hafi þær lagt fram ítarleg gögn til að styðja kröfu sína. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 Sagði að minnisblað Demókrata verið birt „bráðum“ en hætti við Talsmaður Hvíta hússins sagði þó skömmu seinna að Trump væri að meta stöðuna og myndi ákveða sig innan skamms. 9. febrúar 2018 23:40 FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Demókratar hrekja ásakanir repúblikana á hendur æðstu löggæslustofnunum Bandaríkjanna í minnisblaði sem gert var opinbert í kvöld. Það er svar við umdeildu minnisblaði repúblikana þar sem alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið var sakað um að hafa fengið heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa forsetaframboðs Donalds Trump á fölskum forsendum. Trump hafði hafnað að birta svar demókrata. Minnisblað sem Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana, lét taka saman olli miklu fjaðrafoki í byrjun mánaðar. Í því voru FBI og dómsmálaráðuneytið sakað um að hafa byggt á skýrslu bresks njósnara þegar stofnanirnar óskuðu eftir heimild til að njósna um Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump í utanríkismálum, og leynt því fyrir dómstólnum að demókratar hefðu greitt fyrir upplýsingaöflun njósnarans. Repúblikanar í nefndinni nýttu sér ákvæði laga sem aldrei hafði verið beitt áður til að svipta leynd af minnisblaðinu og gera það opinbert. Trump forseti þurfti þó að taka ákvörðun um það fyrst. Hann lýsti því yfir að hann myndi gera það áður en hann hafði lesið minnisblaðið. Það var birt 2. febrúar þrátt fyrir mótmæli stjórnenda FBI og dómsmálaráðuneytisins. Ráðuneytið hafði kallað það „stórkostlega glannalegt“ að birta minnisblaðið. Demókratar vildu þá að minnisblað sem Adam Schiff, leiðtogi þeirra í nefndinni, hafði tekið saman til að svara ásökunum repúblikana yrði birt samtímis. Því höfnuðu repúblikanar. Eftir að minnisblað demókrata hafði farið í gegnum ferli í þinginu hafnaði Trump að birta það opinberlega á þeim forsendum að innihald þess myndi afhjúpa hvernig leyniþjónusta Bandaríkjanna starfaði og heimildir hennar. Trump og fleiri repúblikanar nýttu svo minnisblað repúblikana til þess að ráðast á stjórnendur alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. Sakaði hann þá um að hafa spillt „heilögu rannsóknarferli“ í þágu demókrata og gegn repúblikönum.Höfðu þegar fengið veður af tengslum Page við Rússa Eftir að FBI og dómsmálaráðuneytið fengu tækifæri til að fara fram á að viðkvæmar upplýsingar yrðu fjarlægðar úr minnisblaði demókrata var það gert opinbert nú í kvöld. Í minnisblaðinu fullyrða demókratar að upphaflegt minnisblað repúblikana hafi verið „gegnsæ tilraun til að grafa undan“ rannsókn FBI, dómsmálaráðuneytisins og Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Ennfremur kemur fram í minnisblaðinu að tengsl Page við Rússa hafi þegar vakið athygli alríkislöggæslustofnana áður en FBI fékk skýrslu breska njósnarans Christophers Steele í hendur. Rannsóknin á mögulegu samráði á milli Rússa og framboðs Trump hafi hafist þegar 31. júlí árið 2016. Skýrsluna hafi FBI ekki fengið í hendur fyrr en um miðjan september. Fulltrúar FBI hafi jafnframt yfirheyrt Page um samskipti hans við Rússa þegar í mars árið 2016. Í sama mánuði tilnefndi Trump hann sem ráðgjafa sinn í utanríkismálum. FBI hafi þannig alls ekki aðeins byggt á skýrslu Steele þegar óskað var eftir heimild frá sérstökum leynilegum leyniþjónustudómstól til að hlera fjarskipti hans í október 2016. Page hafði þá þegar látið af störfum fyrir framboðið.Devin Nunes hefur vegið harkalega að FBI og dómsmálaráðuneytinu. Hann hefur sakað stjórnendur löggæslustofnananna um að svíkja út hlerunarheimild gegn starfsmanni framboðs Trump.Vísir/AFPStaðfestu hluta Steele-skýrslunnar Þvert á fullyrðingarnar í minnisblaði repúblikana greindu FBI og dómsmálaráðuneytið dómstólnum frá því að skýrsla Steele hefði verið unnin fyrir aðila sem stofnanirnar teldu hafa verið að reyna að koma óorði á Trump án þess þó þeir aðilar væru nefndir á nafn, að því er segir í frétt Washington Post. Einnig voru lagðar fram ítarlegar upplýsingar um mat FBI á trúverðugleika Steele. Þá er fullyrt í minnisblaðinu að FBI hafi staðfest hluta upplýsinganna sem komu fram í skýrslu Steele. Sú skýrsla vakti gríðarlega athygli snemma árs í fyrra vegna ásakana um að Rússar gætu búið yfir skaðlegum upplýsingum um Trump, meðal annars í formi myndbands af honum við óviðurkvæmilegar aðstæður með vændiskonum á hóteli í Moskvu. Þær óstaðfestu upplýsingar voru ekki notaðar til að fá hlerunarheimild gegn Page, að sögn Politico.Sakar demókrata um samráð við yfirvöld um yfirhylmingu Nunes var í pontu á CPAC, ráðstefnu íhaldsmanna í Bandaríkjunum, þegar minnisblaðið var gert opinbert í kvöld. Í ræðu sinni sakaði hann demókrata um að leggja á ráðin með yfirvöldum um að hylma yfir meintar misgjörðir FBI. Í yfirlýsingu hélt hann sig við að FBI hefði notað „pólitískan skít“ sem Demókrataflokkurinn hefði greitt fyrir til þess að njósna um bandarískan borgara úr Repúblikanaflokknum. Andstæðingar Trump í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar réðu upphaflega fyrirtæki til að safna upplýsingum um hann. Eftir að hann tryggði sér útnefningu flokksins héldu framboð Hillary Clinton og landsnefnd Demókrataflokksins áfram að greiða fyrirtækinu sem réði Steele í kjölfarið. Schiff sagði hins vegar í kvöld að minnisblað demókrata sýndi að löggæslustofnanirnar hefðu ekki gert neitt rangt þegar þær fengu hlerunarheimildina gegn Page. Þvert á móti hafi þær lagt fram ítarleg gögn til að styðja kröfu sína.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 Sagði að minnisblað Demókrata verið birt „bráðum“ en hætti við Talsmaður Hvíta hússins sagði þó skömmu seinna að Trump væri að meta stöðuna og myndi ákveða sig innan skamms. 9. febrúar 2018 23:40 FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00
Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26
Sagði að minnisblað Demókrata verið birt „bráðum“ en hætti við Talsmaður Hvíta hússins sagði þó skömmu seinna að Trump væri að meta stöðuna og myndi ákveða sig innan skamms. 9. febrúar 2018 23:40
FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00