Loforðið um 300 þúsund króna lífeyri aldraðra svikið! Björgvin Guðmundsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Árið 2016 var lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um almannatryggingar. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins var þá við völd. Málið hafði verið rúman áratug í undirbúningi en eftirtekjan var ekki eftir því. Hún var rýr. Til dæmis var ekki gert ráð fyrir einnar krónu hækkun á lægsta lífeyrinum, þ.e. lífeyri þeirra, sem einungis höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Lífeyrir þeirra átti að hækka um 0 krónur. Mikil óánægja braust út meðal aldraðra með frumvarpið. Náði hún hámarki á 1.000 manna mótmælafundi í Háskólabíói en FEB í Reykjavík hélt þann fund. Mótmælin leiddu til þess að ríkisstjórnin lét undan og gerði örlitlar breytingar á frumvarpinu, m.a. þá að ákveðið var að setja inn litla hækkun á lægsta lífeyrinum, eða um 12.000 kr. á mánuði eftir skatt! Í tengslum við framlagningu frumvarpsins var því lýst yfir, að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði hækkaður í 300 þúsund á mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018. Landssamband eldri borgara fagnaði þessari yfirlýsingu en þing sambandsins hafði gert kröfu til þess að fá framgengt sömu upphæð eins og nam lágmarkslaunum verkafólks, þ.e. 300 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það var krafa verkalýðshreyfingarinnar 2015.Ekki staðið við loforðið En loforðið reyndist innantómt slagorð. Það var ekki staðið við það nema gagnvart mjög litlum hluta aldraðra og öryrkja. Aðeins 20% aldraðra eða rúmlega það fengu 300 þús. kr. fyrir skatt 1. janúar 2018. Hinir fengu aðeins 239 þúsund á mánuði fyrir skatt. Aðeins 29% öryrkja fengu 300 þús. kr. á mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018. Hinir fengu aðeins 239 þús. kr. á mánuði. Síðan tekur ríkið 15-20% af þessum fjárhæðum í skatt. Ríkið tekur 57 þús. kr. af 300 þús. krónunum, þannig að aðeins 243 þús. kr. verða eftir og ríkið fær 35 þús. kr. af 239 þús. krónunum; 204 þús. kr. verða eftir. Þessar upphæðir eru ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af þessari hungurlús og tæplega tilefni fyrir stjórnarherra að stæra sig af þessum „afrekum“ eins og þeir hafa gert.Örlítið minni skerðingar Örlítið var dregið úr skerðingum í nýja frumvarpinu um almannatryggingar. Upphaflega var frumvarpið lagt fram með afnámi frítekjumarks. En vegna mótmæla eldri borgara var 25 þúsund kr. frítekjumark sett inn í frumvarpið og átti það að gilda sameiginlega fyrir allar tekjur, þar á meðal atvinnutekjur og greiðslur úr lífeyrissjóði. Enginn friður varð þó um þetta frítekjumark. Þeim sem voru á vinnumarkaðnum fannst ósanngjarnt, að þeir sættu mikilli skerðingu tryggingalífeyris vegna þess að þeir væru að reyna að stunda atvinnu. (Frítekjumarkið hafði verið 109 þús. á mánuði). Sama má segja um skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Óánægjan með skerðingarnar hefur stöðugt aukist enda telja sjóðfélagar sig eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum. Ekki megi skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóðanna. Ég er sammála því. Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2016 var lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um almannatryggingar. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins var þá við völd. Málið hafði verið rúman áratug í undirbúningi en eftirtekjan var ekki eftir því. Hún var rýr. Til dæmis var ekki gert ráð fyrir einnar krónu hækkun á lægsta lífeyrinum, þ.e. lífeyri þeirra, sem einungis höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Lífeyrir þeirra átti að hækka um 0 krónur. Mikil óánægja braust út meðal aldraðra með frumvarpið. Náði hún hámarki á 1.000 manna mótmælafundi í Háskólabíói en FEB í Reykjavík hélt þann fund. Mótmælin leiddu til þess að ríkisstjórnin lét undan og gerði örlitlar breytingar á frumvarpinu, m.a. þá að ákveðið var að setja inn litla hækkun á lægsta lífeyrinum, eða um 12.000 kr. á mánuði eftir skatt! Í tengslum við framlagningu frumvarpsins var því lýst yfir, að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði hækkaður í 300 þúsund á mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018. Landssamband eldri borgara fagnaði þessari yfirlýsingu en þing sambandsins hafði gert kröfu til þess að fá framgengt sömu upphæð eins og nam lágmarkslaunum verkafólks, þ.e. 300 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það var krafa verkalýðshreyfingarinnar 2015.Ekki staðið við loforðið En loforðið reyndist innantómt slagorð. Það var ekki staðið við það nema gagnvart mjög litlum hluta aldraðra og öryrkja. Aðeins 20% aldraðra eða rúmlega það fengu 300 þús. kr. fyrir skatt 1. janúar 2018. Hinir fengu aðeins 239 þúsund á mánuði fyrir skatt. Aðeins 29% öryrkja fengu 300 þús. kr. á mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018. Hinir fengu aðeins 239 þús. kr. á mánuði. Síðan tekur ríkið 15-20% af þessum fjárhæðum í skatt. Ríkið tekur 57 þús. kr. af 300 þús. krónunum, þannig að aðeins 243 þús. kr. verða eftir og ríkið fær 35 þús. kr. af 239 þús. krónunum; 204 þús. kr. verða eftir. Þessar upphæðir eru ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af þessari hungurlús og tæplega tilefni fyrir stjórnarherra að stæra sig af þessum „afrekum“ eins og þeir hafa gert.Örlítið minni skerðingar Örlítið var dregið úr skerðingum í nýja frumvarpinu um almannatryggingar. Upphaflega var frumvarpið lagt fram með afnámi frítekjumarks. En vegna mótmæla eldri borgara var 25 þúsund kr. frítekjumark sett inn í frumvarpið og átti það að gilda sameiginlega fyrir allar tekjur, þar á meðal atvinnutekjur og greiðslur úr lífeyrissjóði. Enginn friður varð þó um þetta frítekjumark. Þeim sem voru á vinnumarkaðnum fannst ósanngjarnt, að þeir sættu mikilli skerðingu tryggingalífeyris vegna þess að þeir væru að reyna að stunda atvinnu. (Frítekjumarkið hafði verið 109 þús. á mánuði). Sama má segja um skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Óánægjan með skerðingarnar hefur stöðugt aukist enda telja sjóðfélagar sig eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum. Ekki megi skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóðanna. Ég er sammála því. Höfundur er viðskiptafræðingur
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar