Segjast ekki hafa verið með skipulagðar ferðir í íshellinn á Hofsjökli Birgir Olgeirsson skrifar 2. mars 2018 13:15 Íshellirinn sem um ræðir er 150 metra djúpur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Ferðaþjónustufyrirtækið Artic Trucks Experience segist ekki hafa staðið fyrir skipulagðra ferð í íshellinn á Hofsjökli. Starfsmaður fyrirtækisins fannst látin í hellinum síðastliðið miðvikudagskvöld. Starfsmaðurinn, Ingi Már Aldan, hafði farið að íshellinum með ferðamönnum. Artic Trucks segist hafa fengið fyrirspurn frá fjölmiðlum um það hvort fyrirtækið hafi staðið fyrir skipulögðum ferðum að íshellinum. „Svo er ekki. Í umræddu tilviki var um þriggja daga ferð um hálendið að ræða þar sem gist var á Hveravöllum og síðan í Kerlingarfjöllum. Eins og fram hefur komið í upplýsingum frá lögreglu ákváðu Ingi Már og samferðafólk hans breyta ferðaáætlun sinni og slást í för með öðrum hópum sem voru á leiðinni til að skoða íshellinn. Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra,“ segir í tilkynningu frá Artic Trucks sem má lesa í heild hér fyrir neðan: Í framhaldi fréttaflutnings af slysi í íshelli í Hofsjökli Síðastliðið miðvikudagskvöld bárust Arctic Trucks Experience þær erfiðu fréttir að Ingi Már Aldan Grétarsson leiðsögumaður hefði ekki komið til baka út úr íshelli á Hofsjökli og að hafin væri leit að honum. Eins og fram hefur komið fannst Ingi Már látinn síðar um kvöldið. Um leið og Arctic Trucks Experience bárust fréttir af aðstæðum fóru fulltrúar fyrirtækisins upp að Kerlingarfjöllum til að sækja ferðamennina sem voru í för með Inga Má og var þeim boðin áfallahjálp og frekari aðstoð til að takast við þá erfiðu lífsreynslu sem þau höfðu orðið fyrir. Ingi Már hefur á undanförnum árum tekið að sér leiðsögn við góðan orðstír í fjölda ferða sem Arctic Trucks Experience hafa skipulagt. Á miðvikudaginn var hann í ferð á vegum Arctic Trucks Experience með erlendum hjónum sem áður höfðu notið leiðsagnar hans í fyrri heimsókn sinni til Íslands og höfðu óskað sérstaklega eftir hans leiðsögn á ný enda frábær leiðsögumaður og reyndur jeppamaður. Starfsfólk Arctic Trucks Experience vottar fjölskyldu og öðrum aðstandendum Inga Más sína dýpstu samúð vegna þess mikla missis sem þau hafa orðið fyrir. Þá vill fyrirtækið koma á framfæri þökkum til til lögreglu, björgunarsveita, Landhelgisgæslunnar og annara sem komið hafa að málinu. Arctic Trucks Experience hefur fengið fyrirspurnir frá fjölmiðlum um það hvort fyrirtækið hafið staðið fyrir skipulögðum ferðum að íshellinum. Svo er ekki. Í umræddu tilviki var um þriggja daga ferð um hálendið að ræða þar sem gist var á Hveravöllum og síðan í Kerlingarfjöllum. Eins og fram hefur komið í upplýsingum frá lögreglu ákváðu Ingi Már og samferðafólk hans breyta ferðaáætlun sinni og slást í för með öðrum hópum sem voru á leiðinni til að skoða íshellinn. Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra. Banaslys í íshelli á Hofsjökli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27 Nafn mannsins sem lést í íshelli í Blágnípujökli Maðurinn lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkominn börn og fimm barnabörn. 1. mars 2018 22:01 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Artic Trucks Experience segist ekki hafa staðið fyrir skipulagðra ferð í íshellinn á Hofsjökli. Starfsmaður fyrirtækisins fannst látin í hellinum síðastliðið miðvikudagskvöld. Starfsmaðurinn, Ingi Már Aldan, hafði farið að íshellinum með ferðamönnum. Artic Trucks segist hafa fengið fyrirspurn frá fjölmiðlum um það hvort fyrirtækið hafi staðið fyrir skipulögðum ferðum að íshellinum. „Svo er ekki. Í umræddu tilviki var um þriggja daga ferð um hálendið að ræða þar sem gist var á Hveravöllum og síðan í Kerlingarfjöllum. Eins og fram hefur komið í upplýsingum frá lögreglu ákváðu Ingi Már og samferðafólk hans breyta ferðaáætlun sinni og slást í för með öðrum hópum sem voru á leiðinni til að skoða íshellinn. Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra,“ segir í tilkynningu frá Artic Trucks sem má lesa í heild hér fyrir neðan: Í framhaldi fréttaflutnings af slysi í íshelli í Hofsjökli Síðastliðið miðvikudagskvöld bárust Arctic Trucks Experience þær erfiðu fréttir að Ingi Már Aldan Grétarsson leiðsögumaður hefði ekki komið til baka út úr íshelli á Hofsjökli og að hafin væri leit að honum. Eins og fram hefur komið fannst Ingi Már látinn síðar um kvöldið. Um leið og Arctic Trucks Experience bárust fréttir af aðstæðum fóru fulltrúar fyrirtækisins upp að Kerlingarfjöllum til að sækja ferðamennina sem voru í för með Inga Má og var þeim boðin áfallahjálp og frekari aðstoð til að takast við þá erfiðu lífsreynslu sem þau höfðu orðið fyrir. Ingi Már hefur á undanförnum árum tekið að sér leiðsögn við góðan orðstír í fjölda ferða sem Arctic Trucks Experience hafa skipulagt. Á miðvikudaginn var hann í ferð á vegum Arctic Trucks Experience með erlendum hjónum sem áður höfðu notið leiðsagnar hans í fyrri heimsókn sinni til Íslands og höfðu óskað sérstaklega eftir hans leiðsögn á ný enda frábær leiðsögumaður og reyndur jeppamaður. Starfsfólk Arctic Trucks Experience vottar fjölskyldu og öðrum aðstandendum Inga Más sína dýpstu samúð vegna þess mikla missis sem þau hafa orðið fyrir. Þá vill fyrirtækið koma á framfæri þökkum til til lögreglu, björgunarsveita, Landhelgisgæslunnar og annara sem komið hafa að málinu. Arctic Trucks Experience hefur fengið fyrirspurnir frá fjölmiðlum um það hvort fyrirtækið hafið staðið fyrir skipulögðum ferðum að íshellinum. Svo er ekki. Í umræddu tilviki var um þriggja daga ferð um hálendið að ræða þar sem gist var á Hveravöllum og síðan í Kerlingarfjöllum. Eins og fram hefur komið í upplýsingum frá lögreglu ákváðu Ingi Már og samferðafólk hans breyta ferðaáætlun sinni og slást í för með öðrum hópum sem voru á leiðinni til að skoða íshellinn. Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra.
Banaslys í íshelli á Hofsjökli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27 Nafn mannsins sem lést í íshelli í Blágnípujökli Maðurinn lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkominn börn og fimm barnabörn. 1. mars 2018 22:01 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15
Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00
Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27
Nafn mannsins sem lést í íshelli í Blágnípujökli Maðurinn lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkominn börn og fimm barnabörn. 1. mars 2018 22:01
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu