FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2018 13:01 Sérfræðingar í siðareglum hafa lengi lýst áhyggjum af störfum Ivönku Trump og Jareds Kushner fyrir Hvíta húsið í ljósi mikill viðskiptaumsvifa þeirra. Vísir/AFP Alþjóðlegur viðskiptasamningur Ivönku Trump, dóttur og ráðgjafa Bandaríkjaforseta, er nú til rannsóknar hjá gagnnjósnadeild alríkislögreglunnar FBI. Rannsóknin beinist að því hvort að viðskipti hennar og Jareds Kushner, eiginmanns hennar, geti gert þau viðkvæm fyrir þrýstingi frá erlendum aðilum. Ivanka og Kushner starfa bæði fyrir Hvíta hús Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Umsóknir þeirra um öryggisheimild til að fá aðgang að leynilegum upplýsingum hafa hins vegar ekki verið afgreiddar, meðal annars vegna áhyggna FBI af margslungnum viðskiptahagsmunum hjónanna. Öryggisheimild Kushner var lækkuð fyrir síðustu helgi og missti hann þá aðgang að leynilegustu upplýsingum ríkisstjórnarinnar.CNN-fréttastöðin segir að samningaviðræður og fjármögnun hótels og skýjakljúfs með Trump-nafninu í Vancouver í Kanada sé nú til sérstakrar skoðunar hjá FBI. Turninn opnaði í febrúar í fyrra, rétt eftir að Trump tók við embætti forseta. Ekki er ljóst hvers vegna rannsakendurnir hafa sérstakan áhuga á Trump-turninum. CNN segir hugsanlegt að það sé vegna þess að turninn sé einn af fáum eignum með Trump-nafninu sem hefur opnað eftir að hann varð forseti. Erlent fjármagn, frá fasteignafyrirtækjum eða íbúðakaupendum, gæti einnig verið það sem kveikti áhuga FBI.Fyrirtæki Kushner sagt hafa leitað beint til Katar Ivanka er sögð hafa leikið lykilhlutverk í að ná samningi um að ljá verkefninu Trump-nafnið árið 2013. Trump-fyrirtæki á ekki eignir sem þessar heldur selur rétt á nafni. Turninn í Kanada er í eigu einnar auðugust fjölskyldu Malasíu. Fjöldi erlendra aðila er sagður hafa keypt íbúðir í turninum, þar á meðal Kínverjar með tengsl við þarlend stjórnvöld. CNN segir að rannsóknin á viðskiptagjörningnum gæti tafið enn að Ivanka fái umsókn sína um öryggisheimild samþykkta. Washington Post greindi frá því í vikunni að bandarískir embættismenn hefðu áhyggjur af því að fulltrúar erlendra ríkja reyndu að hafa áhrif á Kushner með því að nýta sér flókna viðskiptahagsmuni hans, miklar skuldir fyrirtækis fjölskyldu hans og reynsluleysi. Vefsíðan The Intercept greindi í dag frá því að faðir Kushner hefði fundað beint með fjármálaráðherra Katar til að tryggja fjármagn í fasteignaverkefni í New York sem hefur verið í vanda statt. Fyrirtæki Kushner-fjölskyldunnar skuldi á annan milljarð dollara vegna þess. Ekkert varð af lánveitingunni. Aðeins um mánuði eftir fundinn slitu nágrannaríki Katar stjórnmálasambandi við landið með stuðningi ríkisstjórnar Trump. Kushner var á sínum tíma sagður grafa undan tilraunum Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að finna lausn á ástandinu. Bandaríkin Donald Trump Kanada Katar Tengdar fréttir Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 Hvíta húsið vill ekki segja hvort öryggisheimildir hafi verið afturkallaðar Tengdasonur og dótir Trump forseta eru á meðal þeirra sem hafa aðeins haft tímabundna öryggisheimild um margra mánaða skeið. 27. febrúar 2018 16:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Alþjóðlegur viðskiptasamningur Ivönku Trump, dóttur og ráðgjafa Bandaríkjaforseta, er nú til rannsóknar hjá gagnnjósnadeild alríkislögreglunnar FBI. Rannsóknin beinist að því hvort að viðskipti hennar og Jareds Kushner, eiginmanns hennar, geti gert þau viðkvæm fyrir þrýstingi frá erlendum aðilum. Ivanka og Kushner starfa bæði fyrir Hvíta hús Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Umsóknir þeirra um öryggisheimild til að fá aðgang að leynilegum upplýsingum hafa hins vegar ekki verið afgreiddar, meðal annars vegna áhyggna FBI af margslungnum viðskiptahagsmunum hjónanna. Öryggisheimild Kushner var lækkuð fyrir síðustu helgi og missti hann þá aðgang að leynilegustu upplýsingum ríkisstjórnarinnar.CNN-fréttastöðin segir að samningaviðræður og fjármögnun hótels og skýjakljúfs með Trump-nafninu í Vancouver í Kanada sé nú til sérstakrar skoðunar hjá FBI. Turninn opnaði í febrúar í fyrra, rétt eftir að Trump tók við embætti forseta. Ekki er ljóst hvers vegna rannsakendurnir hafa sérstakan áhuga á Trump-turninum. CNN segir hugsanlegt að það sé vegna þess að turninn sé einn af fáum eignum með Trump-nafninu sem hefur opnað eftir að hann varð forseti. Erlent fjármagn, frá fasteignafyrirtækjum eða íbúðakaupendum, gæti einnig verið það sem kveikti áhuga FBI.Fyrirtæki Kushner sagt hafa leitað beint til Katar Ivanka er sögð hafa leikið lykilhlutverk í að ná samningi um að ljá verkefninu Trump-nafnið árið 2013. Trump-fyrirtæki á ekki eignir sem þessar heldur selur rétt á nafni. Turninn í Kanada er í eigu einnar auðugust fjölskyldu Malasíu. Fjöldi erlendra aðila er sagður hafa keypt íbúðir í turninum, þar á meðal Kínverjar með tengsl við þarlend stjórnvöld. CNN segir að rannsóknin á viðskiptagjörningnum gæti tafið enn að Ivanka fái umsókn sína um öryggisheimild samþykkta. Washington Post greindi frá því í vikunni að bandarískir embættismenn hefðu áhyggjur af því að fulltrúar erlendra ríkja reyndu að hafa áhrif á Kushner með því að nýta sér flókna viðskiptahagsmuni hans, miklar skuldir fyrirtækis fjölskyldu hans og reynsluleysi. Vefsíðan The Intercept greindi í dag frá því að faðir Kushner hefði fundað beint með fjármálaráðherra Katar til að tryggja fjármagn í fasteignaverkefni í New York sem hefur verið í vanda statt. Fyrirtæki Kushner-fjölskyldunnar skuldi á annan milljarð dollara vegna þess. Ekkert varð af lánveitingunni. Aðeins um mánuði eftir fundinn slitu nágrannaríki Katar stjórnmálasambandi við landið með stuðningi ríkisstjórnar Trump. Kushner var á sínum tíma sagður grafa undan tilraunum Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að finna lausn á ástandinu.
Bandaríkin Donald Trump Kanada Katar Tengdar fréttir Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 Hvíta húsið vill ekki segja hvort öryggisheimildir hafi verið afturkallaðar Tengdasonur og dótir Trump forseta eru á meðal þeirra sem hafa aðeins haft tímabundna öryggisheimild um margra mánaða skeið. 27. febrúar 2018 16:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30
Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30
Hvíta húsið vill ekki segja hvort öryggisheimildir hafi verið afturkallaðar Tengdasonur og dótir Trump forseta eru á meðal þeirra sem hafa aðeins haft tímabundna öryggisheimild um margra mánaða skeið. 27. febrúar 2018 16:45