NBA: Philadelphia 76ers sýndi LeBron James í nótt að þar er framtíðin björt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 07:30 Það getur verið erfitt að stoppa Joel Embiid. Vísir/Getty Philadelphia 76ers er eitt mest spennandi lið NBA-deildarinnar í körfubolta og í nótt vann liðið loksins sigur á Cleveland Cavaliers en það lið hafði síðustu ár verið mikil grýla fyrir 76ers menn. Los Angeles Lakers er líka ungt lið sem er að gera góða hluti þessa dagana. Það vakti athygli á dögunum þegar fyrirtæki frá Philadelphia settu upp stór auglýsingaskilti í Cleveland þar sem LeBron James var kvattur til að semja við Philadelphia 76ers í sumar. Menn þar á bæ vildu sjá kónginn koma með reynslu og sigurhugarfar í þennan ungan og spennandi hóp leikmanna hjá Philadelphia 76ers. Philadelphia 76ers liðið sýndi síðan LeBron James í nótt að þar er framtíðin björt með því að vinna 108-97 sigur á Cleveland Cavaliers og það í Cleveland. 76ers liðið var búið að tapa ellefu leikjum í röð á móti Cleveland og þetta var því langþráður sigur.J.J. Redick skoraði 22 stig fyrir Philadelphia 76ers og Joel Embiid var með 17 stig og 14 fráköst. Nýliðinn Ben Simmons var með 18 stig og Dario Saric skoraði 16 stig þar af risastóran þrist í lokin. Ben Simmons hefur oft verið borinn saman við LeBron James en hann var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar auk stiganna sinna átján. Simmons var fyrir leikinn valinn besti nýliðinn í febrúar. LeBron James gerði sitt með 30 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum en það var ekki nóg. Cleveland náði reyndar að minnka þrettán stiga forskot niður í eitt stig í lokaleikhlutanum en Cleveland liðið komst aldrei yfir og gestirnir lönduðu sigrinum. Philadelphia 76ers liðið hefur nú unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum. „Ég er stoltur af þessum sigri. Þú hefur alltaf gert eitthvað gott þegar þú vinnur lið með LeBron James innanborðs. Þristurinn hans Saric réði úrslitunum,“ sagði Brett Brown, þjálfari Philadelphia 76ers.Isaiah Thomas átti sinn besta leik til þessa með Los Angeles Lakers þegar hann skoraði 29 stig stig í sannfærandi 131-113 sigri á Miami Heat. Julius Randle skoraði 25 stig fyrir Lakers og Brandon Ingram bætti við 19 stigum. Lakers-menn skutu Miami liðið bara í kaf með því að hitta úr 59 prósent skota sinna og setja niður 6 af 29 þriggja stiga skotum. Miami Heat hefur ekki fengið á sig fleiri stig í einum leik á tímabilinu og þetta var fyrsti sigur Lakers í Miami síðan í febrúar 2008 eða í einn áratug. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami Heat með 25 stig en Slóveninn Goran Dragic skoraði 19 stig.Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 108-99 Sacramento Kings - Brooklyn Nets 116-111 (100-100) Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 97-108 Miami Heat - Los Angeles Lakers 113-131 NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
Philadelphia 76ers er eitt mest spennandi lið NBA-deildarinnar í körfubolta og í nótt vann liðið loksins sigur á Cleveland Cavaliers en það lið hafði síðustu ár verið mikil grýla fyrir 76ers menn. Los Angeles Lakers er líka ungt lið sem er að gera góða hluti þessa dagana. Það vakti athygli á dögunum þegar fyrirtæki frá Philadelphia settu upp stór auglýsingaskilti í Cleveland þar sem LeBron James var kvattur til að semja við Philadelphia 76ers í sumar. Menn þar á bæ vildu sjá kónginn koma með reynslu og sigurhugarfar í þennan ungan og spennandi hóp leikmanna hjá Philadelphia 76ers. Philadelphia 76ers liðið sýndi síðan LeBron James í nótt að þar er framtíðin björt með því að vinna 108-97 sigur á Cleveland Cavaliers og það í Cleveland. 76ers liðið var búið að tapa ellefu leikjum í röð á móti Cleveland og þetta var því langþráður sigur.J.J. Redick skoraði 22 stig fyrir Philadelphia 76ers og Joel Embiid var með 17 stig og 14 fráköst. Nýliðinn Ben Simmons var með 18 stig og Dario Saric skoraði 16 stig þar af risastóran þrist í lokin. Ben Simmons hefur oft verið borinn saman við LeBron James en hann var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar auk stiganna sinna átján. Simmons var fyrir leikinn valinn besti nýliðinn í febrúar. LeBron James gerði sitt með 30 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum en það var ekki nóg. Cleveland náði reyndar að minnka þrettán stiga forskot niður í eitt stig í lokaleikhlutanum en Cleveland liðið komst aldrei yfir og gestirnir lönduðu sigrinum. Philadelphia 76ers liðið hefur nú unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum. „Ég er stoltur af þessum sigri. Þú hefur alltaf gert eitthvað gott þegar þú vinnur lið með LeBron James innanborðs. Þristurinn hans Saric réði úrslitunum,“ sagði Brett Brown, þjálfari Philadelphia 76ers.Isaiah Thomas átti sinn besta leik til þessa með Los Angeles Lakers þegar hann skoraði 29 stig stig í sannfærandi 131-113 sigri á Miami Heat. Julius Randle skoraði 25 stig fyrir Lakers og Brandon Ingram bætti við 19 stigum. Lakers-menn skutu Miami liðið bara í kaf með því að hitta úr 59 prósent skota sinna og setja niður 6 af 29 þriggja stiga skotum. Miami Heat hefur ekki fengið á sig fleiri stig í einum leik á tímabilinu og þetta var fyrsti sigur Lakers í Miami síðan í febrúar 2008 eða í einn áratug. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami Heat með 25 stig en Slóveninn Goran Dragic skoraði 19 stig.Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 108-99 Sacramento Kings - Brooklyn Nets 116-111 (100-100) Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 97-108 Miami Heat - Los Angeles Lakers 113-131
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira