Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 16:00 Trump ræddi við fréttamenn um brottrekstur Tillerson fyrir utan Hvíta húsið í dag. Sagði hann að Tillerson yrði mun ánægðari núna. Vísir/AFP Framtíð kjarnorkusamnings stórveldanna við Íran var á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforseta og Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra hans, greindi á um. Trump rak Tillerson skyndilega í dag. Brottrekstur Tillerson kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Leiðtogar repúblikana á Bandaríkjaþingi fengu lítinn eða engan fyrirvara. New York Times segir að ákvöðunin hafi jafnvel komið starfsfólki Hvíta hússins í opna skjöldu. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði að Trump hefði ekki rætt við Tillerson um ákvörðunina og að hann hefði frétt af henni á Twitter. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Trump hafi beðið Tillerson um að stíga til hliðar á föstudag.CNN-fréttastöðin segir að Trump hafi látið John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, hringja í Tillerson á föstudag og segja honum að forsetinn ætlaði að skipta honum út. Kelly hafi þó ekki nefnt neina tímsetningu í þeim efnum. Trump hafi svo ákveðið að tilkynna um brottreksturinn í dag.AP-fréttastofan hefur eftir embættismönnum í utanríkisráðuneytinu að það sé rétt að Kelly hafi hringt í Tillerson á föstudag. Hann hafi hins vegar aðeins sagt að von gæti verið á tísti frá forsetanum „sem varðaði hann“. Kelly hafi hvorki sagt um hvað tístið gæti fjallað eða hvenær það væri væntanlegt.Hugsuðu ekki eins Þegar Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag sagði hann að þeim Tillerson hefði komið vel saman en að þeir hafi verið ósammála um ýmislegt, þar á meðal Íranssamninginn. Sex stórveldi, þar á meðal Bandaríkin, gerðu samninginn við Íran árið 2015. Samkvæmt honum féllust stjórnvöld í Teheran á að hætta við kjarnorkuáætlun sína gegn því að stórveldin felldu niður refsiaðgerðir sem höfðu verið í gildi vegna áætlunarinnar. Trump neitaði að staðfesta samkomulagið í október og er það nú í höndum Bandaríkjaþings að ákveða framtíð þess. „Mér finnst hann vera hræðilegur, ég býst við að honum hafi fundist hann allt í lagi. Ég vildi annað hvort brjóta hann eða gera eitthvað en hann var á aðeins öðru máli. Þannig að við vorum ekki að hugsa á sömu nótum,“ sagði Trump.Sagt er að samband Trump og Tillerson hafi aldrei orðið samt eftir að það kvisaðist út að Tillerson hefði kallað forsetann fávita á bak við luktar dyr.Vísir/AFPAftur á móti lofaði hann Mike Pompeo sem verið hefur forstjóri leyniþjónustunnar CIA en á að taka við embætti utanríkisráðherra. Trump sagði að þeir væru á sömu bylgjulengd og hefðu sama þankagang. Þá viðurkenndi Trump að hafa ekkert rætt við utanríkisráðherra sinn áður en hann ákvað í skyndingu um að þekkjast boð um að hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu í síðustu viku. „Ég tók ákvörðunina sjálfur,“ sagði Trump.Gagnrýndi Rússa harðlega í gær Tímasetning brotthvarfs Tillerson hefur vakið athygli. Þannig tók hann undir orð Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að rússnesk stjórnvöld hafi líklega staðið að morðtilræði við rússneskan fyrrverandi njósnara í gær. Aðrir í ríkisstjórn Trump hafa ekki viljað kenna Rússum um að hafa eitrað fyrir njósnaranum og dóttur hans. Talsmaður Hvíta hússins gagnrýndi fréttamann sem spurði hvort að gjá væri á milli Tillerson og Hvíta hússins vegna ummæla hans um ábyrgð Rússa á tilræðinu. Rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Trump hefur ítrekað hafnað eða vikið sér undan því að gagnrýna rússnesk stjórnvöld, meðal annars fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum. Álit bandarísku leyniþjónustunnar er að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar með það að markmiði að hjálpa Trump og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi gefið skipanir um þá herferð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira
Framtíð kjarnorkusamnings stórveldanna við Íran var á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforseta og Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra hans, greindi á um. Trump rak Tillerson skyndilega í dag. Brottrekstur Tillerson kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Leiðtogar repúblikana á Bandaríkjaþingi fengu lítinn eða engan fyrirvara. New York Times segir að ákvöðunin hafi jafnvel komið starfsfólki Hvíta hússins í opna skjöldu. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði að Trump hefði ekki rætt við Tillerson um ákvörðunina og að hann hefði frétt af henni á Twitter. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Trump hafi beðið Tillerson um að stíga til hliðar á föstudag.CNN-fréttastöðin segir að Trump hafi látið John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, hringja í Tillerson á föstudag og segja honum að forsetinn ætlaði að skipta honum út. Kelly hafi þó ekki nefnt neina tímsetningu í þeim efnum. Trump hafi svo ákveðið að tilkynna um brottreksturinn í dag.AP-fréttastofan hefur eftir embættismönnum í utanríkisráðuneytinu að það sé rétt að Kelly hafi hringt í Tillerson á föstudag. Hann hafi hins vegar aðeins sagt að von gæti verið á tísti frá forsetanum „sem varðaði hann“. Kelly hafi hvorki sagt um hvað tístið gæti fjallað eða hvenær það væri væntanlegt.Hugsuðu ekki eins Þegar Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag sagði hann að þeim Tillerson hefði komið vel saman en að þeir hafi verið ósammála um ýmislegt, þar á meðal Íranssamninginn. Sex stórveldi, þar á meðal Bandaríkin, gerðu samninginn við Íran árið 2015. Samkvæmt honum féllust stjórnvöld í Teheran á að hætta við kjarnorkuáætlun sína gegn því að stórveldin felldu niður refsiaðgerðir sem höfðu verið í gildi vegna áætlunarinnar. Trump neitaði að staðfesta samkomulagið í október og er það nú í höndum Bandaríkjaþings að ákveða framtíð þess. „Mér finnst hann vera hræðilegur, ég býst við að honum hafi fundist hann allt í lagi. Ég vildi annað hvort brjóta hann eða gera eitthvað en hann var á aðeins öðru máli. Þannig að við vorum ekki að hugsa á sömu nótum,“ sagði Trump.Sagt er að samband Trump og Tillerson hafi aldrei orðið samt eftir að það kvisaðist út að Tillerson hefði kallað forsetann fávita á bak við luktar dyr.Vísir/AFPAftur á móti lofaði hann Mike Pompeo sem verið hefur forstjóri leyniþjónustunnar CIA en á að taka við embætti utanríkisráðherra. Trump sagði að þeir væru á sömu bylgjulengd og hefðu sama þankagang. Þá viðurkenndi Trump að hafa ekkert rætt við utanríkisráðherra sinn áður en hann ákvað í skyndingu um að þekkjast boð um að hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu í síðustu viku. „Ég tók ákvörðunina sjálfur,“ sagði Trump.Gagnrýndi Rússa harðlega í gær Tímasetning brotthvarfs Tillerson hefur vakið athygli. Þannig tók hann undir orð Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að rússnesk stjórnvöld hafi líklega staðið að morðtilræði við rússneskan fyrrverandi njósnara í gær. Aðrir í ríkisstjórn Trump hafa ekki viljað kenna Rússum um að hafa eitrað fyrir njósnaranum og dóttur hans. Talsmaður Hvíta hússins gagnrýndi fréttamann sem spurði hvort að gjá væri á milli Tillerson og Hvíta hússins vegna ummæla hans um ábyrgð Rússa á tilræðinu. Rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Trump hefur ítrekað hafnað eða vikið sér undan því að gagnrýna rússnesk stjórnvöld, meðal annars fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum. Álit bandarísku leyniþjónustunnar er að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar með það að markmiði að hjálpa Trump og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi gefið skipanir um þá herferð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50