Val endurspeglar sjálfsmynd Sigurður Hannesson skrifar 28. mars 2018 07:00 Takist það verkefni að rækta orðspor Íslands enn frekar mun það skila sér í aukinni eftirspurn eftir íslenskri náttúru, vörum og þjónustu. Þar með verða til aukin verðmæti sem skila sér í auknum lífsgæðum landsmanna. Orðspor má meðal annars rækta með því að framleiða gæði og þar ættu Íslendingar að standa vel að vígi. Það er ekki nóg að aðrir hafi áhuga á þessum íslensku gæðum heldur þurfa heimamenn að sækjast eftir þeim líka. Hið opinbera ræður miklu um hvernig til tekst og hljóta ráðamenn að vinna að þessu.Ræktum orðspor Ráðherrar voru nýverið spurðir að því hversu hátt hlutfall íslenskra matvæla væri í innkaupum ráðuneytisins. Þessi fyrirspurn þingmanns er áhugaverð því að grunni til snýst hún um vitund ráðamanna um að velja íslenskar vörur. Svörin komu ekki á óvart en heilt yfir leitast ráðuneytin við að velja íslensk matvæli. Þetta er jákvætt því þannig er orðspor landsins ræktað og verðmætasköpun aukin með jákvæðum áhrifum á lífsgæði landsmanna. Hljóð og mynd Kanslari Þýskalands myndi ekki aka um á bandarískum bíl heldur kæmu þýskir bílar aðeins til greina. Í Danmörku prýðir dönsk hönnun opinberar byggingar. Mörg fleiri dæmi mætti taka en myndin er skýr. Þetta val er hluti af sjálfsmynd viðkomandi þjóða. Húsgögn prýða allar byggingar og það á að vera sjálfsagt mál að íslensk húsgögn sjáist í öllum opinberum byggingum, ekki síst þeim sem almenningur á erindi um í einhverjum mæli. Ráðuneytin eru dæmi um það. Á fyrstu þremur mánuðum nýrrar ríkisstjórnar greiddu ráðuneyti um 12 milljónir fyrir húsgögn ef marka má upplýsingar á vefnum opnirreikningar.is. Þar af voru 10 milljónir greiddar fyrir innflutt húsgögn eða 84% af innkaupunum á umræddu tímabili. Á það hefur verið bent að skandinavísk hönnun er áberandi í opinberum byggingum og þannig fara tækifæri til að rækta orðspor Íslands forgörðum. Það er miður og tefur þessa mikilvægu uppbyggingu. Hönnun er samtal Hönnun er að grunni til samtal milli þriggja aðila: hönnuðar, framleiðanda og notanda. Hönnuðir höfða til síbreytilegra þarfa notenda og þurfa að taka mið af hinu mögulega við framleiðslu. Með vali sínu hafa notendur mikil áhrif á hönnun. Framfarir í tækni og framleiðslu auka möguleika á því að láta hönnun verða að veruleika. Það samtal sem hönnun er á að sjálfsögðu að eiga sér stað hér á landi ekki síður en annars staðar. Þetta þurfum við öll að hafa í huga, ekki síst hið opinbera. Kaupum gæði Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 krónum sem eytt er í hagkerfinu. Með réttu vali má því hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu atvinnugreina með tilheyrandi störfum og verðmætasköpun hérlendis. Það skiptir því talsverðu máli hvernig opinberum innkaupum er hagað því þannig má hafa jákvæð áhrif á þróun á markaði. Hið opinbera getur einnig verið drifkraftur nýsköpunar og lagt mikið af mörkum til sjálfbærrar þróunar eins og segir í svari forsætisráðherra við fyrrgreindri fyrirspurn. Einnig er bent á það í svari ráðherrans að með lögum um opinber innkaup sem tóku gildi haustið 2016 sé aukin áhersla á „vistvæn“ innkaup. Þannig er í auknum mæli horft til gæða, umhverfisverndar, t.d. loftslagmála og kolefnisfótspors vöru, félagslegra markmiða og nýsköpunar. Þar standa íslenskir framleiðendur sterkt auk þess að bjóða samkeppnishæf verð. Nýta þarf hvert tækifæri til þess að auka veg íslenskrar framleiðslu og hönnunar og rækta þannig orðspor landsins með tilheyrandi verðmætasköpun.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Sjá meira
Takist það verkefni að rækta orðspor Íslands enn frekar mun það skila sér í aukinni eftirspurn eftir íslenskri náttúru, vörum og þjónustu. Þar með verða til aukin verðmæti sem skila sér í auknum lífsgæðum landsmanna. Orðspor má meðal annars rækta með því að framleiða gæði og þar ættu Íslendingar að standa vel að vígi. Það er ekki nóg að aðrir hafi áhuga á þessum íslensku gæðum heldur þurfa heimamenn að sækjast eftir þeim líka. Hið opinbera ræður miklu um hvernig til tekst og hljóta ráðamenn að vinna að þessu.Ræktum orðspor Ráðherrar voru nýverið spurðir að því hversu hátt hlutfall íslenskra matvæla væri í innkaupum ráðuneytisins. Þessi fyrirspurn þingmanns er áhugaverð því að grunni til snýst hún um vitund ráðamanna um að velja íslenskar vörur. Svörin komu ekki á óvart en heilt yfir leitast ráðuneytin við að velja íslensk matvæli. Þetta er jákvætt því þannig er orðspor landsins ræktað og verðmætasköpun aukin með jákvæðum áhrifum á lífsgæði landsmanna. Hljóð og mynd Kanslari Þýskalands myndi ekki aka um á bandarískum bíl heldur kæmu þýskir bílar aðeins til greina. Í Danmörku prýðir dönsk hönnun opinberar byggingar. Mörg fleiri dæmi mætti taka en myndin er skýr. Þetta val er hluti af sjálfsmynd viðkomandi þjóða. Húsgögn prýða allar byggingar og það á að vera sjálfsagt mál að íslensk húsgögn sjáist í öllum opinberum byggingum, ekki síst þeim sem almenningur á erindi um í einhverjum mæli. Ráðuneytin eru dæmi um það. Á fyrstu þremur mánuðum nýrrar ríkisstjórnar greiddu ráðuneyti um 12 milljónir fyrir húsgögn ef marka má upplýsingar á vefnum opnirreikningar.is. Þar af voru 10 milljónir greiddar fyrir innflutt húsgögn eða 84% af innkaupunum á umræddu tímabili. Á það hefur verið bent að skandinavísk hönnun er áberandi í opinberum byggingum og þannig fara tækifæri til að rækta orðspor Íslands forgörðum. Það er miður og tefur þessa mikilvægu uppbyggingu. Hönnun er samtal Hönnun er að grunni til samtal milli þriggja aðila: hönnuðar, framleiðanda og notanda. Hönnuðir höfða til síbreytilegra þarfa notenda og þurfa að taka mið af hinu mögulega við framleiðslu. Með vali sínu hafa notendur mikil áhrif á hönnun. Framfarir í tækni og framleiðslu auka möguleika á því að láta hönnun verða að veruleika. Það samtal sem hönnun er á að sjálfsögðu að eiga sér stað hér á landi ekki síður en annars staðar. Þetta þurfum við öll að hafa í huga, ekki síst hið opinbera. Kaupum gæði Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 krónum sem eytt er í hagkerfinu. Með réttu vali má því hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu atvinnugreina með tilheyrandi störfum og verðmætasköpun hérlendis. Það skiptir því talsverðu máli hvernig opinberum innkaupum er hagað því þannig má hafa jákvæð áhrif á þróun á markaði. Hið opinbera getur einnig verið drifkraftur nýsköpunar og lagt mikið af mörkum til sjálfbærrar þróunar eins og segir í svari forsætisráðherra við fyrrgreindri fyrirspurn. Einnig er bent á það í svari ráðherrans að með lögum um opinber innkaup sem tóku gildi haustið 2016 sé aukin áhersla á „vistvæn“ innkaup. Þannig er í auknum mæli horft til gæða, umhverfisverndar, t.d. loftslagmála og kolefnisfótspors vöru, félagslegra markmiða og nýsköpunar. Þar standa íslenskir framleiðendur sterkt auk þess að bjóða samkeppnishæf verð. Nýta þarf hvert tækifæri til þess að auka veg íslenskrar framleiðslu og hönnunar og rækta þannig orðspor landsins með tilheyrandi verðmætasköpun.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun