Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2018 10:50 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands. Vísir/Getty Yfirvöld Nýja Sjálands vilja taka þátt í þeim samræmdu aðgerðum fjölda ríkja sem standa nú yfir gegn Rússlandi, meðal annars vegna taugaeitursárásarinnar á Sergei Skripal í Bretlandi. Gallinn er hins vegar sá að Nýsjálendingar finna enga rússneska njósnara til að vísa úr landi. „Við höfum leitað að þeim í Nýja Sjálandi en við erum ekki með neina rússneska njósnara sem starfa í pólitísku skjóli sem erindrekar. Ef svo væri myndum við vísa þeim úr landi,“ sagði Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands í útvarpi í morgun þar sem hún mætti upprunalega til að ræða launadeilur hjúkrunarfræðinga í landinu. Ardern segir það ekki koma sér á óvart að Nýja Sjáland sé ekki ofarlega á lista Rússa þó landið sé eitt af svokölluðum „Five Eyes“ löndum, ásamt Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu, sem deila upplýsingum sín á milli. Hér má sjá ummæli forsætisráðherrans. Þau hefjast um 4:40.Forsvarsmenn minnst tuttugu ríkja hafa tekið þá ákvörðun að vísa rússneskum erindrekum úr landi. Bretar tilkynntu fyrr í mánuðinum að þeir myndu vísa 23 úr landi. Bandaríkin tilkynntu í gær að 60 erindrekum, sem væru í raun njósnarar, yrði vísað þaðan. Lista yfir önnur ríki má sjá hér að neðan. Frakkland, Þýskaland, Pólland, Kanada: 4 Tékkland, Litháen: 3 Danmörk, Holland, Ítalía, Spánn, Albanía, Ástralía: 2 Eistland, Króatía, Finnland, Ungverjaland, Lettland, Rúmenía, Svíþjóð, Noregur, Makedónía: 1 Ástralía Kanada Noregur Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54 Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Yfirvöld Nýja Sjálands vilja taka þátt í þeim samræmdu aðgerðum fjölda ríkja sem standa nú yfir gegn Rússlandi, meðal annars vegna taugaeitursárásarinnar á Sergei Skripal í Bretlandi. Gallinn er hins vegar sá að Nýsjálendingar finna enga rússneska njósnara til að vísa úr landi. „Við höfum leitað að þeim í Nýja Sjálandi en við erum ekki með neina rússneska njósnara sem starfa í pólitísku skjóli sem erindrekar. Ef svo væri myndum við vísa þeim úr landi,“ sagði Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands í útvarpi í morgun þar sem hún mætti upprunalega til að ræða launadeilur hjúkrunarfræðinga í landinu. Ardern segir það ekki koma sér á óvart að Nýja Sjáland sé ekki ofarlega á lista Rússa þó landið sé eitt af svokölluðum „Five Eyes“ löndum, ásamt Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu, sem deila upplýsingum sín á milli. Hér má sjá ummæli forsætisráðherrans. Þau hefjast um 4:40.Forsvarsmenn minnst tuttugu ríkja hafa tekið þá ákvörðun að vísa rússneskum erindrekum úr landi. Bretar tilkynntu fyrr í mánuðinum að þeir myndu vísa 23 úr landi. Bandaríkin tilkynntu í gær að 60 erindrekum, sem væru í raun njósnarar, yrði vísað þaðan. Lista yfir önnur ríki má sjá hér að neðan. Frakkland, Þýskaland, Pólland, Kanada: 4 Tékkland, Litháen: 3 Danmörk, Holland, Ítalía, Spánn, Albanía, Ástralía: 2 Eistland, Króatía, Finnland, Ungverjaland, Lettland, Rúmenía, Svíþjóð, Noregur, Makedónía: 1
Ástralía Kanada Noregur Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54 Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54
Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30
Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00