Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. mars 2018 06:00 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fær rúmar 619 þúsund krónur greiddar ofan á grunnlaun sem hafa nú hækkað Vísir/STefán Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum þann 26. febrúar síðastliðinn tillögu starfskjaranefndar félagsins um að rétt væri að hækka grunnlaun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, um 6,9 prósent. Með hækkuninni fara grunnlaun Bjarna úr 2.220.870 krónum í 2.374.110 krónur og hækka því um rúmar 153 þúsund krónur á mánuði eða rúmar 1,8 milljónir á ári. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í febrúar í fyrra hækkaði stjórn OR líka laun Bjarna þá um 8,6 prósent. Við það fóru heildarlaun forstjórans í um 2,8 milljónir króna sem skýrist af því að ofan á grunnlaun forstjórans lagðist í fyrra 147 þúsund króna greiðsla á mánuði, eða sem nemur mánaðarlegu skattmati ríkisskattstjóra á hlunnindum þar sem forstjóri nýtur ekki afnota af bifreið í eigu OR.Sjá einnig: Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011Við það bættust síðan tvisvar sinnum 230 þúsund krónur á mánuði fyrir að gegna stjórnarformennsku í tveimur dótturfélögum OR, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Bjarni gegnir enn stjórnarformennsku í þessum dótturfélögum. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá OR hefur þóknun Bjarna fyrir stjórnarformennskuna hækkað síðan í fyrra og nemur nú 243.836 krónum fyrir hvort félag. Reiknuð bifreiðahlunnindi hafa á móti lækkað og eru nú 132.111 krónur. Eftir hækkunina nú í febrúar nema heildarlaun forstjóra OR því 2.993.893 krónum á mánuði. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra þá námu mánaðarlaun forstjóra OR 1.340 þúsund krónum árið 2011 þegar Bjarni tók við forstjórastarfinu og hafa því rúmlega tvöfaldast síðan þá. Til samanburðar þá nema heildarlaun Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, rúmum tveimur milljónum króna á mánuði að föstum starfskostnaði og þóknun vegna stjórnarformennsku í slökkviliðinu meðtöldum. Samkvæmt ársreikningi OR nam hagnaður félagsins 16,3 milljörðum króna en um helmingur hagnaðarins er til kominn vegna reiknaðra framtíðartekna af rafmagnssölu sem tengd er álverði. Stærstu eigendur Orkuveitu Reykjavíkur eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Meirihlutinn í OR vill greiða út 750 milljóna króna arð Sjálfstæðismenn telja stjórnina brjóta eigin reglur. 3. apríl 2017 11:28 Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 prósent frá 1. febrúar. 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum þann 26. febrúar síðastliðinn tillögu starfskjaranefndar félagsins um að rétt væri að hækka grunnlaun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, um 6,9 prósent. Með hækkuninni fara grunnlaun Bjarna úr 2.220.870 krónum í 2.374.110 krónur og hækka því um rúmar 153 þúsund krónur á mánuði eða rúmar 1,8 milljónir á ári. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í febrúar í fyrra hækkaði stjórn OR líka laun Bjarna þá um 8,6 prósent. Við það fóru heildarlaun forstjórans í um 2,8 milljónir króna sem skýrist af því að ofan á grunnlaun forstjórans lagðist í fyrra 147 þúsund króna greiðsla á mánuði, eða sem nemur mánaðarlegu skattmati ríkisskattstjóra á hlunnindum þar sem forstjóri nýtur ekki afnota af bifreið í eigu OR.Sjá einnig: Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011Við það bættust síðan tvisvar sinnum 230 þúsund krónur á mánuði fyrir að gegna stjórnarformennsku í tveimur dótturfélögum OR, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Bjarni gegnir enn stjórnarformennsku í þessum dótturfélögum. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá OR hefur þóknun Bjarna fyrir stjórnarformennskuna hækkað síðan í fyrra og nemur nú 243.836 krónum fyrir hvort félag. Reiknuð bifreiðahlunnindi hafa á móti lækkað og eru nú 132.111 krónur. Eftir hækkunina nú í febrúar nema heildarlaun forstjóra OR því 2.993.893 krónum á mánuði. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra þá námu mánaðarlaun forstjóra OR 1.340 þúsund krónum árið 2011 þegar Bjarni tók við forstjórastarfinu og hafa því rúmlega tvöfaldast síðan þá. Til samanburðar þá nema heildarlaun Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, rúmum tveimur milljónum króna á mánuði að föstum starfskostnaði og þóknun vegna stjórnarformennsku í slökkviliðinu meðtöldum. Samkvæmt ársreikningi OR nam hagnaður félagsins 16,3 milljörðum króna en um helmingur hagnaðarins er til kominn vegna reiknaðra framtíðartekna af rafmagnssölu sem tengd er álverði. Stærstu eigendur Orkuveitu Reykjavíkur eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Meirihlutinn í OR vill greiða út 750 milljóna króna arð Sjálfstæðismenn telja stjórnina brjóta eigin reglur. 3. apríl 2017 11:28 Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 prósent frá 1. febrúar. 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Meirihlutinn í OR vill greiða út 750 milljóna króna arð Sjálfstæðismenn telja stjórnina brjóta eigin reglur. 3. apríl 2017 11:28
Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 prósent frá 1. febrúar. 24. febrúar 2017 07:00