„Auðvitað er þetta kalt stríð“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2018 15:06 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Anton Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. „Hann hrekur bara eitthvað lið út úr Rússlandi í staðinn,“ segir Eiríkur. Bandaríkin, Kanada og fjölmargar Evrópuþjóðir gripu til fyrrnefndra aðgerða í dag til að bregðast við meintri eiturefnaárás Rússa á Srgei Skripal í Englandi í byrjun mars. Rússar neita því að hafa nokkuð haft með árásina að gera. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir aðgerðir dagsins vera sögulegar og þær muni auka öryggi ríkjanna. Rússar geti ekki brotið alþjóðalög eins og þeim sýnist. Eiríkur Bergmann segir að stöðu mála megi réttilega lýsa sem köldu stríði.Vladimír Pútín Rússlandsforseti skálar líklega ekki fyrir ákvörðun leiðtogaráðs ESB um að framlengja refsiaðgerðirnar.Vísir/AFPJafngildir hernaðarárás „Hafi þetta hugtak kalt stríð einhverja merkingu í samskiptum ríkja þá er erfitt að lýsa samskiptum Rússa og vesturlandanna með einhverju öðru. Auðvitað er þetta kalt stríð.“ Eiríkur segir þó ýmislegt ólíkt með ástandinu nú og Kalda stríðinu svonefnda frá lokum seinni heimsstyrjalar til falls Berlínarmúrsins fyrir tæpum þrjátíu árum. „Þetta er annars konar kalt stríð og auðvitað er það brostið á. Sé það rétt, sem haldið er fram, að rússnesk stjórnvöld hafi gert eiturefnaárás í Bretlandi, jafnvel ekki aðeins eina heldur fleiri til, þá jafngildir það auðvitað hernaðaraðgerð. Þar sem hún er gerð í öðruríki þá jafngildir það hernaðarárás,“ segir Eiríkur. Öll brögð beri þess merki að fólk treysti ekki hvert öðru, deilan magnist, og kallist í fræðibókum kalt stríð. Um sömu leikendur sé að ræða og áður en leiðandi afl annað þegar komi að vestrinu. „Nú eru það ekki lengur Bandaríkin sem eru hið leiðandi afl heldur er það ESB með Berlín og París í broddi fylkinga þétt saman með Bretum sem eru þrátt fyrir allt í Evrópusambandinu,“ segir Eiríkur og vísar til Brexit ferlisins. Aðspurður hversu stór ákvörðun þetta sé í stærra samhengi, að vísa erindrekum úr land, segir Eiríkur hana enga risaákvörðun.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFPBaða sig í sviðsljósi HM „Þetta staðfestir bara að samskiptin eru við frostmark og menn eiga engin tæki eða tól til að tala saman lengur. Leiðtogar á borð við Vladímír Pútín, sem virðist hafa það að markmiði að endurreisa Rússland sem einhvers konar heimsveldi á pari við það sem Sovétríkin voru eina tíð, slær þá ekkert útaf laginu þótt einhverjir diplómatar séu reknir frá einhverjum löndum. Þetta hefur lítil áhrif á mann á þeirri vegferð.“ Innan við þrír mánuðir eru þar til flautað verður til leiks á HM í Rússlandi í knattspyrnu. Þar á Ísland fulltrúa í fyrsta skipti. Til tals hefur komið að ráðamenn sniðgangi leikana í mótmælaskyni. Eiríkur er ekki viss um að aðgerðir dagsins hafi meiriháttar áhrif á frekari mótvægisaðgerðir. „Það var auðvitað þannig að nokkrar þjóðir kusu að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum í Moskvu árið 1980, eftir innrás Sovétmanna í Afganistan,“ rifjar Eiríkur upp. Ekkert bendi til þess að svipað verði uppi á teningnum núna.Gianni Infantino, forseti FIFA og Vladímír Pútín, forseti Rússlands.Vísir/GettyBusiness as usual „Bretar brugðust við með mildasta móti með því að senda ekki einhver fyrirmenni. Það var táknræn aðgerð sem hefur engin áhrif á þá Kremverja,“ segir Eiríkur. Hann á von á því að menn reyni að halda fótboltanum fyrir utan deiluna. Eitthvað meira þurfi til. „Maður sér ekki að Pútín muni magna þessa deilu í aðdraganda mótsins. Hann vill gjarnan geta baðað sig í ljóma þess.“ Aðgerðir dagsins megi flokka sem „business as usual“ og vísar til svipaðra aðgerða í kringum innlimun Krímskaga í Rússland árið 2014. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að engin ákvörðun hafi verið tekin um aðgerðir Íslands í tengslum við tíðindi dagsins. Áfram sé fylgst með gangi mála. Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18 Engin ákvörðun tekin hér á landi varðandi Rússa Fjölmörgum rússneskum erindrekum hefur vísað úr landi víða um heim í dag. 26. mars 2018 14:58 Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. „Hann hrekur bara eitthvað lið út úr Rússlandi í staðinn,“ segir Eiríkur. Bandaríkin, Kanada og fjölmargar Evrópuþjóðir gripu til fyrrnefndra aðgerða í dag til að bregðast við meintri eiturefnaárás Rússa á Srgei Skripal í Englandi í byrjun mars. Rússar neita því að hafa nokkuð haft með árásina að gera. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir aðgerðir dagsins vera sögulegar og þær muni auka öryggi ríkjanna. Rússar geti ekki brotið alþjóðalög eins og þeim sýnist. Eiríkur Bergmann segir að stöðu mála megi réttilega lýsa sem köldu stríði.Vladimír Pútín Rússlandsforseti skálar líklega ekki fyrir ákvörðun leiðtogaráðs ESB um að framlengja refsiaðgerðirnar.Vísir/AFPJafngildir hernaðarárás „Hafi þetta hugtak kalt stríð einhverja merkingu í samskiptum ríkja þá er erfitt að lýsa samskiptum Rússa og vesturlandanna með einhverju öðru. Auðvitað er þetta kalt stríð.“ Eiríkur segir þó ýmislegt ólíkt með ástandinu nú og Kalda stríðinu svonefnda frá lokum seinni heimsstyrjalar til falls Berlínarmúrsins fyrir tæpum þrjátíu árum. „Þetta er annars konar kalt stríð og auðvitað er það brostið á. Sé það rétt, sem haldið er fram, að rússnesk stjórnvöld hafi gert eiturefnaárás í Bretlandi, jafnvel ekki aðeins eina heldur fleiri til, þá jafngildir það auðvitað hernaðaraðgerð. Þar sem hún er gerð í öðruríki þá jafngildir það hernaðarárás,“ segir Eiríkur. Öll brögð beri þess merki að fólk treysti ekki hvert öðru, deilan magnist, og kallist í fræðibókum kalt stríð. Um sömu leikendur sé að ræða og áður en leiðandi afl annað þegar komi að vestrinu. „Nú eru það ekki lengur Bandaríkin sem eru hið leiðandi afl heldur er það ESB með Berlín og París í broddi fylkinga þétt saman með Bretum sem eru þrátt fyrir allt í Evrópusambandinu,“ segir Eiríkur og vísar til Brexit ferlisins. Aðspurður hversu stór ákvörðun þetta sé í stærra samhengi, að vísa erindrekum úr land, segir Eiríkur hana enga risaákvörðun.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFPBaða sig í sviðsljósi HM „Þetta staðfestir bara að samskiptin eru við frostmark og menn eiga engin tæki eða tól til að tala saman lengur. Leiðtogar á borð við Vladímír Pútín, sem virðist hafa það að markmiði að endurreisa Rússland sem einhvers konar heimsveldi á pari við það sem Sovétríkin voru eina tíð, slær þá ekkert útaf laginu þótt einhverjir diplómatar séu reknir frá einhverjum löndum. Þetta hefur lítil áhrif á mann á þeirri vegferð.“ Innan við þrír mánuðir eru þar til flautað verður til leiks á HM í Rússlandi í knattspyrnu. Þar á Ísland fulltrúa í fyrsta skipti. Til tals hefur komið að ráðamenn sniðgangi leikana í mótmælaskyni. Eiríkur er ekki viss um að aðgerðir dagsins hafi meiriháttar áhrif á frekari mótvægisaðgerðir. „Það var auðvitað þannig að nokkrar þjóðir kusu að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum í Moskvu árið 1980, eftir innrás Sovétmanna í Afganistan,“ rifjar Eiríkur upp. Ekkert bendi til þess að svipað verði uppi á teningnum núna.Gianni Infantino, forseti FIFA og Vladímír Pútín, forseti Rússlands.Vísir/GettyBusiness as usual „Bretar brugðust við með mildasta móti með því að senda ekki einhver fyrirmenni. Það var táknræn aðgerð sem hefur engin áhrif á þá Kremverja,“ segir Eiríkur. Hann á von á því að menn reyni að halda fótboltanum fyrir utan deiluna. Eitthvað meira þurfi til. „Maður sér ekki að Pútín muni magna þessa deilu í aðdraganda mótsins. Hann vill gjarnan geta baðað sig í ljóma þess.“ Aðgerðir dagsins megi flokka sem „business as usual“ og vísar til svipaðra aðgerða í kringum innlimun Krímskaga í Rússland árið 2014. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að engin ákvörðun hafi verið tekin um aðgerðir Íslands í tengslum við tíðindi dagsins. Áfram sé fylgst með gangi mála.
Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18 Engin ákvörðun tekin hér á landi varðandi Rússa Fjölmörgum rússneskum erindrekum hefur vísað úr landi víða um heim í dag. 26. mars 2018 14:58 Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18
Engin ákvörðun tekin hér á landi varðandi Rússa Fjölmörgum rússneskum erindrekum hefur vísað úr landi víða um heim í dag. 26. mars 2018 14:58
Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03