Frey Frostasyni svarað vegna vistspors sjókvíaeldis Jónatan Þórðarson skrifar 22. mars 2018 16:30 Freyr Frostason arkitekt, formaður Icelandic Wildlife Fund skrifar um sjókvíaeldi í Fréttablaðið 14. mars sl. og finnur því flest til foráttu. Sjókvíaeldi á laxi er mikilvæg matvælaframleiðsla, og telur um 2,2 miljónir tonna á ári á heimsvísu, en þyrnir í augum þeirra sem telja hættu á að kynbættur stórlax úr eldi geti spillt íslenskum laxastofnum og mengað firði. Þessi umræða er oft og tíðum öfgakennd og lituð rangfærslum. Það skal fyrst áréttað að hinn norskættaði eldislax okkar er kynbættur en ekki erfðabreyttur, eins og Freyr heldur fram. Á þessu er reginmunur, sem öllum ætti að vera ljós, sem vilja vita. Svo virðist sem þeir sem andmæla sjókvíaeldi séu almennt fylgjandi eldi á landi. Því er ekki úr vegi að bera saman þessa tvo valkosti, en undirritaður rak stærstu landeldisstöð heims í 16 ár og er því afar vel kunnugur málavöxtum, en hefur varið undanförnum átta árum í að endurreisa sjókvíaeldi við strendur Íslands. Þegar horft er til vistspors laxaframleiðslu eða próteinframleiðslu almennt er gjarnan litið til fjögurra þátta.Hve mikillar orku krefst framleiðslan?Hvað verður um úrgang sem fellur til?Hver eru áhrif hugsanlegrar genablöndunar vegna stroks kynbætts eldisfisks?Hvað kostar fjárfestingin við framleiðslu á hvert kíló í vistspori og hve mikið er hægt að endurvinna af búnaðinum? Fyrirliggjandi staðreyndir eru eftirfarandi:Það kostar 7 kílóvattstundir af raforku að framleiða 1 kg af laxi í landeldi, þ.e.a.s. færa laxinum súrefni og fjarlægja úrgangsefni. Í sjókvíaeldi kostar þetta enga orku. Ísland á hreina orku, sem hægt er að nota til þessarar framleiðslu, en hún er takmörkuð auðlind og ekki mikið rafmagn til í kerfinu fyrir stórskala framleiðslu. Frekari virkjanaframkvæmdir eru umdeildar.Úrgangsefni, sem verða til við framleiðsluna í landeldi er hægt að fanga að miklu leyti og nýta sem áburð, en eigi að síður endar seyran inni í stóra nitur- og fosfathringnum á endanum. Úrgangur frá sjókvíaeldi fellur að einhverju leyti til botns en leysist allur upp að lokum og endar með sama hætti inni í stóra nitur- og fosfathringnum. Þannig er þessi þáttur með tilliti til vistspors afar umdeilanlegur.Strok verður æ minna með árunum og búnaðurinn betri og betri með hverju ári sem líður, með sama hætti og öll önnur tæki þróast með tímanum. Enginn framleiðandi vill að lax sleppi þannig að hvatinn er augljós. Klárlega má fullyrða að strok er minna úr strandstöðvum ef vandað er til verks. Um neikvæð eða jákvæð áhrif genablöndunar er erfitt að fullyrða og líffræðingar eru afar ósammála um þennan þátt umræðunnar. Það vegur hins vegar þungt að benda á rauntölur um afkomu norska laxastofnsins, sem afleiðu af auknu eldi. Hér er um sögulegar rauntölur að ræða en ekki framreiknaðar tölur byggðar á veikum faglegum grunni og lélegum rannsóknum. Þar er ekki hægt að merkja að aukið eldi hafi neikvæð áhrif á afkomu laxastofnsins í Noregi þar sem villilaxastofninn þar hefur vaxið hin síðari 15 ár og laxeldi á sama tíma vaxið tífalt.Erfitt er að fullyrða að allar byggingar sem byggðar eru í landeldi séu endurnýjanlegar. Afskriftartími sjókvía er 10 til 15 ár. Net, kaðlar og kvíar eru að fullu endurnýttar. Hér hefur sjókvíaeldi klárlega vinninginn.Höfundur er fiskeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Neitar að læra af reynslunni Ísland er statt á krossgötum. 14. mars 2018 07:00 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Freyr Frostason arkitekt, formaður Icelandic Wildlife Fund skrifar um sjókvíaeldi í Fréttablaðið 14. mars sl. og finnur því flest til foráttu. Sjókvíaeldi á laxi er mikilvæg matvælaframleiðsla, og telur um 2,2 miljónir tonna á ári á heimsvísu, en þyrnir í augum þeirra sem telja hættu á að kynbættur stórlax úr eldi geti spillt íslenskum laxastofnum og mengað firði. Þessi umræða er oft og tíðum öfgakennd og lituð rangfærslum. Það skal fyrst áréttað að hinn norskættaði eldislax okkar er kynbættur en ekki erfðabreyttur, eins og Freyr heldur fram. Á þessu er reginmunur, sem öllum ætti að vera ljós, sem vilja vita. Svo virðist sem þeir sem andmæla sjókvíaeldi séu almennt fylgjandi eldi á landi. Því er ekki úr vegi að bera saman þessa tvo valkosti, en undirritaður rak stærstu landeldisstöð heims í 16 ár og er því afar vel kunnugur málavöxtum, en hefur varið undanförnum átta árum í að endurreisa sjókvíaeldi við strendur Íslands. Þegar horft er til vistspors laxaframleiðslu eða próteinframleiðslu almennt er gjarnan litið til fjögurra þátta.Hve mikillar orku krefst framleiðslan?Hvað verður um úrgang sem fellur til?Hver eru áhrif hugsanlegrar genablöndunar vegna stroks kynbætts eldisfisks?Hvað kostar fjárfestingin við framleiðslu á hvert kíló í vistspori og hve mikið er hægt að endurvinna af búnaðinum? Fyrirliggjandi staðreyndir eru eftirfarandi:Það kostar 7 kílóvattstundir af raforku að framleiða 1 kg af laxi í landeldi, þ.e.a.s. færa laxinum súrefni og fjarlægja úrgangsefni. Í sjókvíaeldi kostar þetta enga orku. Ísland á hreina orku, sem hægt er að nota til þessarar framleiðslu, en hún er takmörkuð auðlind og ekki mikið rafmagn til í kerfinu fyrir stórskala framleiðslu. Frekari virkjanaframkvæmdir eru umdeildar.Úrgangsefni, sem verða til við framleiðsluna í landeldi er hægt að fanga að miklu leyti og nýta sem áburð, en eigi að síður endar seyran inni í stóra nitur- og fosfathringnum á endanum. Úrgangur frá sjókvíaeldi fellur að einhverju leyti til botns en leysist allur upp að lokum og endar með sama hætti inni í stóra nitur- og fosfathringnum. Þannig er þessi þáttur með tilliti til vistspors afar umdeilanlegur.Strok verður æ minna með árunum og búnaðurinn betri og betri með hverju ári sem líður, með sama hætti og öll önnur tæki þróast með tímanum. Enginn framleiðandi vill að lax sleppi þannig að hvatinn er augljós. Klárlega má fullyrða að strok er minna úr strandstöðvum ef vandað er til verks. Um neikvæð eða jákvæð áhrif genablöndunar er erfitt að fullyrða og líffræðingar eru afar ósammála um þennan þátt umræðunnar. Það vegur hins vegar þungt að benda á rauntölur um afkomu norska laxastofnsins, sem afleiðu af auknu eldi. Hér er um sögulegar rauntölur að ræða en ekki framreiknaðar tölur byggðar á veikum faglegum grunni og lélegum rannsóknum. Þar er ekki hægt að merkja að aukið eldi hafi neikvæð áhrif á afkomu laxastofnsins í Noregi þar sem villilaxastofninn þar hefur vaxið hin síðari 15 ár og laxeldi á sama tíma vaxið tífalt.Erfitt er að fullyrða að allar byggingar sem byggðar eru í landeldi séu endurnýjanlegar. Afskriftartími sjókvía er 10 til 15 ár. Net, kaðlar og kvíar eru að fullu endurnýttar. Hér hefur sjókvíaeldi klárlega vinninginn.Höfundur er fiskeldisfræðingur.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun