NBA: „Þetta var líklega stærsta skotið mitt á ferlinum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 07:30 Marcus Morris og félagar hans í Boston liðinu voru kátir í leikslok. Vísir/Getty Boston Celtics stöðvaði sigurgöngu Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir æsispennandi leik. Houston Rockets endaði líka aðra og mun lengri sigurgöngu Portland Trail Blazers.Marcus Morris tryggði Boston Celtics 100-99 sigur á Oklahoma City Thunder þegar hann skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti 1,2 sekúndurm fyrir leikslok. Með þessu endaði Boston liðið sex leikja sigurgöngu Oklahoma City. „Þetta er líklega stærsta skotið mitt á ferlinum. Ég hef náð að jafna nokkrum sinnum í lokin en þetta var í fyrsta sinn sem ég næ að skora sigurkörfuna,“ sagði Marcus Morris eftir leikinn.The Celtics trailed by 5 with 16.8 seconds to go and won. Entering today, teams were 0-884 this season when trailing by 5 or more points in the final 20 seconds of the game. pic.twitter.com/pgZ87K2gbv — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 21, 2018 OKC var 75-65 yfir í þriðja leikhlutanum, var með 98-92 forystu þegar tuttugu sekúndur voru eftir og var síðan með 99-97 forystu þegar Carmelo Anthony fór á vítalínuna 7,7 sekúndum fyrir leikslok. Anthony klikkaði hinsvegar á báðum vítunum sínum og Boston fékk síðustu sóknina með möguleika á því að vinna leikinn. „Þetta var erfitt skot. Við getum lifað með því að hann taki svona skot og hann fær hrós fyrir að setja það niður,“ sagði OKC maðurinn Paul George eftir leikinn. Jayson Tatum var með 23 stig og 11 fráköst fyrir Boston Celtics og Marcus Morris skoraði 21 stig. Russell Westbrook var með 27 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Thunder.James Harden var frábær þegar Houston Rockets endaði þrettán leikja sigurgöngu Portland Trail Blazers. Harden skoraði 42 stig í 115-111 sigri og var einnig með 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Chris Paul var með 22 stig fyrir Houston liðið sem vann sinn sjötta leik í röð og sinn 23. sigur í síðustu 24 leikjum. Saman hittu þeir Harden og Paul úr 10 af 17 þriggja stiga skotum sínum en Haden nýtti 5 af 7. Al-Farouq Aminu var með 22 stig fyrir Portland liðið og Jusuf Nurkic bætti við 21 stigi og 11 fráköstum.Dennis Schroder skoraði 41 stig, það mesta sem hann hefur skorað í leik á ferlinum, þegar hann hjálpaði liði sínu Atlanta Hawks að vinna 99-94 sigur á Utah Jazz. Þetta var óvæntur sigur enda Atlanta lélegasta liðið á Austurströndinni og Utah Jazz búið að vinna níu leiki í röð.Karl-Anthony Towns var með 30 stig og 10 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 123-109 heimasigur á Los Angeles Clippers en þetta var í sextugasta sinn sem Towns nær tvennu í vetur. Jeff Teague var síðan með 20 stig og 12 stoðsendingar. Anthony Davis skoraði 37 stig og hitti úr 15 af 21 skoti sínu þegar New Orleans Pelicans vann Dallas Mavericks 115-105 og það án Jrue Holiday. Rajon Rondo var með 19 stig og 14 stoðsendingar fyrir Pelíkanana. Dirk Nowitzki og Harrison Barnes skoruðu báðir 19 stig fyrir Dallas.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Houston Rockets 111-115 Phoenix Suns - Detroit Pistons 88-115 Utah Jazz - Atlanta Hawks 94-99 Boston Celtics - Oklahoma City Thunder 100-99 Minnesota Timberwolves - Los Angeles Clippers 123-109 New Orleans Pelicans - Dallas Mavericks 115-105 Orlando Magic - Toronto Raptors 86-93 NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
Boston Celtics stöðvaði sigurgöngu Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir æsispennandi leik. Houston Rockets endaði líka aðra og mun lengri sigurgöngu Portland Trail Blazers.Marcus Morris tryggði Boston Celtics 100-99 sigur á Oklahoma City Thunder þegar hann skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti 1,2 sekúndurm fyrir leikslok. Með þessu endaði Boston liðið sex leikja sigurgöngu Oklahoma City. „Þetta er líklega stærsta skotið mitt á ferlinum. Ég hef náð að jafna nokkrum sinnum í lokin en þetta var í fyrsta sinn sem ég næ að skora sigurkörfuna,“ sagði Marcus Morris eftir leikinn.The Celtics trailed by 5 with 16.8 seconds to go and won. Entering today, teams were 0-884 this season when trailing by 5 or more points in the final 20 seconds of the game. pic.twitter.com/pgZ87K2gbv — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 21, 2018 OKC var 75-65 yfir í þriðja leikhlutanum, var með 98-92 forystu þegar tuttugu sekúndur voru eftir og var síðan með 99-97 forystu þegar Carmelo Anthony fór á vítalínuna 7,7 sekúndum fyrir leikslok. Anthony klikkaði hinsvegar á báðum vítunum sínum og Boston fékk síðustu sóknina með möguleika á því að vinna leikinn. „Þetta var erfitt skot. Við getum lifað með því að hann taki svona skot og hann fær hrós fyrir að setja það niður,“ sagði OKC maðurinn Paul George eftir leikinn. Jayson Tatum var með 23 stig og 11 fráköst fyrir Boston Celtics og Marcus Morris skoraði 21 stig. Russell Westbrook var með 27 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Thunder.James Harden var frábær þegar Houston Rockets endaði þrettán leikja sigurgöngu Portland Trail Blazers. Harden skoraði 42 stig í 115-111 sigri og var einnig með 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Chris Paul var með 22 stig fyrir Houston liðið sem vann sinn sjötta leik í röð og sinn 23. sigur í síðustu 24 leikjum. Saman hittu þeir Harden og Paul úr 10 af 17 þriggja stiga skotum sínum en Haden nýtti 5 af 7. Al-Farouq Aminu var með 22 stig fyrir Portland liðið og Jusuf Nurkic bætti við 21 stigi og 11 fráköstum.Dennis Schroder skoraði 41 stig, það mesta sem hann hefur skorað í leik á ferlinum, þegar hann hjálpaði liði sínu Atlanta Hawks að vinna 99-94 sigur á Utah Jazz. Þetta var óvæntur sigur enda Atlanta lélegasta liðið á Austurströndinni og Utah Jazz búið að vinna níu leiki í röð.Karl-Anthony Towns var með 30 stig og 10 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 123-109 heimasigur á Los Angeles Clippers en þetta var í sextugasta sinn sem Towns nær tvennu í vetur. Jeff Teague var síðan með 20 stig og 12 stoðsendingar. Anthony Davis skoraði 37 stig og hitti úr 15 af 21 skoti sínu þegar New Orleans Pelicans vann Dallas Mavericks 115-105 og það án Jrue Holiday. Rajon Rondo var með 19 stig og 14 stoðsendingar fyrir Pelíkanana. Dirk Nowitzki og Harrison Barnes skoruðu báðir 19 stig fyrir Dallas.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Houston Rockets 111-115 Phoenix Suns - Detroit Pistons 88-115 Utah Jazz - Atlanta Hawks 94-99 Boston Celtics - Oklahoma City Thunder 100-99 Minnesota Timberwolves - Los Angeles Clippers 123-109 New Orleans Pelicans - Dallas Mavericks 115-105 Orlando Magic - Toronto Raptors 86-93
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira