Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2018 20:15 Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. Leiðsögumaður sem varð vitni að athæfi mannsins segir að ferðamaðurinn hafi með þessu sett sjálfan sig í stórhættu.Rúv greindi fyrst fráen í samtali við Vísi segir Páll Jónsson, leiðsögumaður sem var við Jökulsárlón í dag og tók myndskeið af athæfi mannsins, að maðurinn hafi verið kominn töluvert langt út lónið. Fjöldi ferðamanna varð vitni að atvikinu.„Já, það var fólk þarna skelfingu lostið, aðrir leiðsögumenn og Íslendingar. Svo var hann þarna með þessa flottu „selfie-stöng“ og myndavél,“ segir Páll og bætir við að ferðamennirnir hafi klappað fyrir honum og ekki gert sér grein fyrir hættunni sem skapaðist.Rann til en náði að rétta sig afÁ myndbandi sem Páll tók og sjá má hér að ofan og neðan sést hvernig hann stekkur á milli ísjaka til þess að komast aftur í land. Segir Páll að ferðamaðurinn hafi farið lengra út á lónið en sést í myndböndunu. Í myndbandinu hér að neðan sést hvernig honum skrikar fótur og litlu megi muna að hann detti í lónið. Segir Páll að hefði það gerst hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, enda Jökulsárlón jú jökulkalt, auk þess sem að ísinn var á töluverðri hreyfingu.„Þetta íshröngl þarna, þó að þetta séu engin ísbjörg, þá eru þetta flekar og sjórinn ýtir á þetta. Þetta kemur og þó að menn verði ekki að pönnuköku þá hefði hann getað beinbrotnað. Ef hann hefði dottið þarna niður á milli þá hefði það berið verið endirinn á þessu. Hann hefði ekki getað komið upp sjálfur. Það hefði enginn náð honum upp aftur.“ segir Páll.Sagðist vera „ís-sérfræðingur“ Þegar ferðamaðurinn komst í land labbaði hann fram hjá Páli sem ræddi stuttlega við hann og reyndi að útskýra fyrir honum hversu hættulegt athæfi hans hafi verið. Ferðamaðurinn afsakaði sig með því að segjast hafa mikla reynslu af ís frá Kanada. „Ég sagði við hann að hann væri heppnasti maðurinn í heiminum í dag. Hann skýrði það út fyrir mér að svo væri ekki þar sem hann væri frá Kanada. Hann væri vanur ís í Kanada. Ég sagði að það gæti vel verið að hann væri frá Kanada en að hann væri einnig mannlegur.“ Á svæðinu er viðvörunarskilti sem varar viðstadda við að fara út á ísilagt lónið. Reglulega koma þó upp atvik þar sem ferðamenn hunsa skiltið og fara út á ísinn. Eru dæmi þess að börn hafi farið eftirlitslaus út á ísinn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregla þurfti að reka ferðamenn af ísnum á Jökulsárlóni Fjöldi ferðamanna fór út á ísinn á Jökulsárlóni fyrr í dag. 26. nóvember 2017 18:34 Ferðamenn hættu sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni Telur lögreglan að það hefði geta reynst erfitt um vik með björgun ef einhver hefði farið ofan í lónið. 18. apríl 2016 11:22 Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Árlega færist það í vöxt að erlendir ferðamenn kjósi að gifta sig hér á landi. Þá er náttúran í forgrunni og athafnir ýmist úti eða í kirkjum á fallegum stað. Hjón geta gefið fé til kirkjunnar sem það giftir sig í. 8. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. Leiðsögumaður sem varð vitni að athæfi mannsins segir að ferðamaðurinn hafi með þessu sett sjálfan sig í stórhættu.Rúv greindi fyrst fráen í samtali við Vísi segir Páll Jónsson, leiðsögumaður sem var við Jökulsárlón í dag og tók myndskeið af athæfi mannsins, að maðurinn hafi verið kominn töluvert langt út lónið. Fjöldi ferðamanna varð vitni að atvikinu.„Já, það var fólk þarna skelfingu lostið, aðrir leiðsögumenn og Íslendingar. Svo var hann þarna með þessa flottu „selfie-stöng“ og myndavél,“ segir Páll og bætir við að ferðamennirnir hafi klappað fyrir honum og ekki gert sér grein fyrir hættunni sem skapaðist.Rann til en náði að rétta sig afÁ myndbandi sem Páll tók og sjá má hér að ofan og neðan sést hvernig hann stekkur á milli ísjaka til þess að komast aftur í land. Segir Páll að ferðamaðurinn hafi farið lengra út á lónið en sést í myndböndunu. Í myndbandinu hér að neðan sést hvernig honum skrikar fótur og litlu megi muna að hann detti í lónið. Segir Páll að hefði það gerst hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, enda Jökulsárlón jú jökulkalt, auk þess sem að ísinn var á töluverðri hreyfingu.„Þetta íshröngl þarna, þó að þetta séu engin ísbjörg, þá eru þetta flekar og sjórinn ýtir á þetta. Þetta kemur og þó að menn verði ekki að pönnuköku þá hefði hann getað beinbrotnað. Ef hann hefði dottið þarna niður á milli þá hefði það berið verið endirinn á þessu. Hann hefði ekki getað komið upp sjálfur. Það hefði enginn náð honum upp aftur.“ segir Páll.Sagðist vera „ís-sérfræðingur“ Þegar ferðamaðurinn komst í land labbaði hann fram hjá Páli sem ræddi stuttlega við hann og reyndi að útskýra fyrir honum hversu hættulegt athæfi hans hafi verið. Ferðamaðurinn afsakaði sig með því að segjast hafa mikla reynslu af ís frá Kanada. „Ég sagði við hann að hann væri heppnasti maðurinn í heiminum í dag. Hann skýrði það út fyrir mér að svo væri ekki þar sem hann væri frá Kanada. Hann væri vanur ís í Kanada. Ég sagði að það gæti vel verið að hann væri frá Kanada en að hann væri einnig mannlegur.“ Á svæðinu er viðvörunarskilti sem varar viðstadda við að fara út á ísilagt lónið. Reglulega koma þó upp atvik þar sem ferðamenn hunsa skiltið og fara út á ísinn. Eru dæmi þess að börn hafi farið eftirlitslaus út á ísinn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregla þurfti að reka ferðamenn af ísnum á Jökulsárlóni Fjöldi ferðamanna fór út á ísinn á Jökulsárlóni fyrr í dag. 26. nóvember 2017 18:34 Ferðamenn hættu sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni Telur lögreglan að það hefði geta reynst erfitt um vik með björgun ef einhver hefði farið ofan í lónið. 18. apríl 2016 11:22 Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Árlega færist það í vöxt að erlendir ferðamenn kjósi að gifta sig hér á landi. Þá er náttúran í forgrunni og athafnir ýmist úti eða í kirkjum á fallegum stað. Hjón geta gefið fé til kirkjunnar sem það giftir sig í. 8. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Lögregla þurfti að reka ferðamenn af ísnum á Jökulsárlóni Fjöldi ferðamanna fór út á ísinn á Jökulsárlóni fyrr í dag. 26. nóvember 2017 18:34
Ferðamenn hættu sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni Telur lögreglan að það hefði geta reynst erfitt um vik með björgun ef einhver hefði farið ofan í lónið. 18. apríl 2016 11:22
Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Árlega færist það í vöxt að erlendir ferðamenn kjósi að gifta sig hér á landi. Þá er náttúran í forgrunni og athafnir ýmist úti eða í kirkjum á fallegum stað. Hjón geta gefið fé til kirkjunnar sem það giftir sig í. 8. ágúst 2017 06:00