Fimm ára á þunglyndislyfjum Sif Sigmarsdóttir skrifar 7. apríl 2018 09:00 Árið 2004 komst kanadíska læknatímaritið Canadian Medical Association Journal óvænt yfir skjal frá lyfjaframleiðandanum GlaxoSmithKline sem merkt var „trúnaðarupplýsingar“. Um var að ræða minnisblað sem dreift hafði verið innan fyrirtækisins að loknum klínískum rannsóknum á einu þunglyndislyfja þess. Lyfið paroxetine heyrir undir flokk serótónín-geðdeyfðarlyfja. Notkun slíkra lyfja fór á flug á tíunda áratug síðustu aldar. Var þeim hampað sem einni stórkostlegustu viðbót við lyfjaskápinn frá því að sýklalyf voru uppgötvuð. GlaxoSmithKline gerði sér vonir um enn frekari útbreiðslu paroxetine er það hóf klínískar rannsóknir á áhrifum paroxetine á börn og unglinga. En niðurstöðurnar urðu lyfjarisanum vonbrigði. Af þremur rannsóknum sem fyrirtækið lét gera sýndi ein fram á að paroxetine hefði engin áhrif á börn og unglinga umfram lyfleysu, önnur sýndi fram á meiri virkni lyfleysu en paroxetine og í þeirri þriðju voru niðurstöðurnar „blandaðar“. GlaxoSmithKline fengi ekki leyfi frá bandaríska lyfjaeftirlitinu til að markaðssetja paroxetine fyrir börn. Læknum var þó heimilt að skrifa upp á lyfið og hélt fyrirtækið því blákalt fram að paroxetine „gæfi góða raun sem meðferð við þunglyndi hjá unglingum“. Í minnisblaði innan fyrirtækisins var starfsfólki sagt að „hemja útbreiðslu“ hinna raunverulegu niðurstaðna rannsóknanna „svo að þær hefðu ekki neikvæð viðskiptaleg áhrif“.Lífshættulegar aukaverkanir Eftir að kanadíska læknatímaritið birti leynilegt minnisblað GlaxoSmithKline á heimasíðu sinni höfðaði Eliot Spitzer, þáverandi saksóknari New York ríkis í Bandaríkjunum, mál gegn GlaxoSmithKline. Sakaði Spitzer fyrirtækið um að hafa skipulega leynt lækna upplýsingum um áhrif lyfsins á börn. Sættir náðust í málinu. Féllst lyfjafyrirtækið á að greiða 2,5 milljónir dollara í sekt. Einnig skuldbatt lyfjaframleiðandinn sig til að birta opinberlega allar rannsóknir á lyfjum sínum sem fyrirtækið fjármagnaði – líka þær rannsóknir sem sýndu niðurstöður óhagstæðar fyrirtækinu. Þegar fagfólk tók að skoða gögnin sem GlaxoSmithKline hafði reynt að leyna varð ljóst að stærsti glæpur fyrirtækisins var ekki sá að breiða yfir þá staðreynd að vara þess virkaði ekki á börn. Sannleikurinn var hryllilegri en svo. Í ljós kom að aukaverkanir sem lyfið hafði á börn og unglinga voru gífurlegar, jafnvel lífshættulegar. Börnum og unglingum sem tóku paroxetine var hætt við sjálfsmorðstengdri hegðun, sjálfsmorðshugsunum og sjálfsmorðstilraunum. Rannsóknir sýna ítrekað fram á gagnsleysi þunglyndislyfja þegar kemur að börnum og unglingum. Í nýlegri úttekt breska læknatímaritsins The Lancet voru fjórtán mismunandi tegundir þunglyndislyfja skoðaðar. Aðeins ein var talin virka betur en lyfleysa. Eftirfarandi fyrirsögn sem birtist í vikunni á mbl.is sætir því furðu: „Börn frá 5 ára á þunglyndislyfjum“. Í viðtali við útvarpsstöðina K100 sagði Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, mikla aukningu hafa orðið á notkun þunglyndislyfja meðal barna á aldrinum 0-14 ára hér á landi. Hann sagði jafnframt slíka notkun vart þekkjast annars staðar á Norðurlöndunum. Ólafur hafði áhyggjur af þróuninni og benti á að ekki væri búið að sýna fram á skaðleysi neyslu barna á þunglyndislyfjum í langtímarannsóknum. „Við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé góð læknisfræði að vera að meðhöndla börn á aldrinum 5-10 ára með þunglyndislyfjum.“Börnin eiga skilið svör Árið 2004 kom í ljós að neysla Prozacs, eins vinsælasta geðdeyfðarlyfs heims, er orðin svo útbreidd að lyfið finnst í drykkjarvatni í Bretlandi. Þunglyndislyf eru flaumur sem æðir stjórnlaus yfir samtímann. En þegar kemur að börnum getum við ekki yppt öxlum og látið eins og lyfin streymi úr krana sem ekki er hægt að skrúfa fyrir. Hvers vegna er verið að skrifa upp á þunglyndislyf fyrir börn í auknum mæli? Eru önnur úrræði reynd fyrst? Standa önnur úrræði yfirleitt til boða? Hversu mikið eftirlit er haft með börnum sem taka lyf við þunglyndi? Telji landlæknir að um „vafasama læknisfræði“ sé að ræða hlýtur að þurfa að skoða málið frekar. Börn landsins eiga skilið svör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2004 komst kanadíska læknatímaritið Canadian Medical Association Journal óvænt yfir skjal frá lyfjaframleiðandanum GlaxoSmithKline sem merkt var „trúnaðarupplýsingar“. Um var að ræða minnisblað sem dreift hafði verið innan fyrirtækisins að loknum klínískum rannsóknum á einu þunglyndislyfja þess. Lyfið paroxetine heyrir undir flokk serótónín-geðdeyfðarlyfja. Notkun slíkra lyfja fór á flug á tíunda áratug síðustu aldar. Var þeim hampað sem einni stórkostlegustu viðbót við lyfjaskápinn frá því að sýklalyf voru uppgötvuð. GlaxoSmithKline gerði sér vonir um enn frekari útbreiðslu paroxetine er það hóf klínískar rannsóknir á áhrifum paroxetine á börn og unglinga. En niðurstöðurnar urðu lyfjarisanum vonbrigði. Af þremur rannsóknum sem fyrirtækið lét gera sýndi ein fram á að paroxetine hefði engin áhrif á börn og unglinga umfram lyfleysu, önnur sýndi fram á meiri virkni lyfleysu en paroxetine og í þeirri þriðju voru niðurstöðurnar „blandaðar“. GlaxoSmithKline fengi ekki leyfi frá bandaríska lyfjaeftirlitinu til að markaðssetja paroxetine fyrir börn. Læknum var þó heimilt að skrifa upp á lyfið og hélt fyrirtækið því blákalt fram að paroxetine „gæfi góða raun sem meðferð við þunglyndi hjá unglingum“. Í minnisblaði innan fyrirtækisins var starfsfólki sagt að „hemja útbreiðslu“ hinna raunverulegu niðurstaðna rannsóknanna „svo að þær hefðu ekki neikvæð viðskiptaleg áhrif“.Lífshættulegar aukaverkanir Eftir að kanadíska læknatímaritið birti leynilegt minnisblað GlaxoSmithKline á heimasíðu sinni höfðaði Eliot Spitzer, þáverandi saksóknari New York ríkis í Bandaríkjunum, mál gegn GlaxoSmithKline. Sakaði Spitzer fyrirtækið um að hafa skipulega leynt lækna upplýsingum um áhrif lyfsins á börn. Sættir náðust í málinu. Féllst lyfjafyrirtækið á að greiða 2,5 milljónir dollara í sekt. Einnig skuldbatt lyfjaframleiðandinn sig til að birta opinberlega allar rannsóknir á lyfjum sínum sem fyrirtækið fjármagnaði – líka þær rannsóknir sem sýndu niðurstöður óhagstæðar fyrirtækinu. Þegar fagfólk tók að skoða gögnin sem GlaxoSmithKline hafði reynt að leyna varð ljóst að stærsti glæpur fyrirtækisins var ekki sá að breiða yfir þá staðreynd að vara þess virkaði ekki á börn. Sannleikurinn var hryllilegri en svo. Í ljós kom að aukaverkanir sem lyfið hafði á börn og unglinga voru gífurlegar, jafnvel lífshættulegar. Börnum og unglingum sem tóku paroxetine var hætt við sjálfsmorðstengdri hegðun, sjálfsmorðshugsunum og sjálfsmorðstilraunum. Rannsóknir sýna ítrekað fram á gagnsleysi þunglyndislyfja þegar kemur að börnum og unglingum. Í nýlegri úttekt breska læknatímaritsins The Lancet voru fjórtán mismunandi tegundir þunglyndislyfja skoðaðar. Aðeins ein var talin virka betur en lyfleysa. Eftirfarandi fyrirsögn sem birtist í vikunni á mbl.is sætir því furðu: „Börn frá 5 ára á þunglyndislyfjum“. Í viðtali við útvarpsstöðina K100 sagði Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, mikla aukningu hafa orðið á notkun þunglyndislyfja meðal barna á aldrinum 0-14 ára hér á landi. Hann sagði jafnframt slíka notkun vart þekkjast annars staðar á Norðurlöndunum. Ólafur hafði áhyggjur af þróuninni og benti á að ekki væri búið að sýna fram á skaðleysi neyslu barna á þunglyndislyfjum í langtímarannsóknum. „Við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé góð læknisfræði að vera að meðhöndla börn á aldrinum 5-10 ára með þunglyndislyfjum.“Börnin eiga skilið svör Árið 2004 kom í ljós að neysla Prozacs, eins vinsælasta geðdeyfðarlyfs heims, er orðin svo útbreidd að lyfið finnst í drykkjarvatni í Bretlandi. Þunglyndislyf eru flaumur sem æðir stjórnlaus yfir samtímann. En þegar kemur að börnum getum við ekki yppt öxlum og látið eins og lyfin streymi úr krana sem ekki er hægt að skrúfa fyrir. Hvers vegna er verið að skrifa upp á þunglyndislyf fyrir börn í auknum mæli? Eru önnur úrræði reynd fyrst? Standa önnur úrræði yfirleitt til boða? Hversu mikið eftirlit er haft með börnum sem taka lyf við þunglyndi? Telji landlæknir að um „vafasama læknisfræði“ sé að ræða hlýtur að þurfa að skoða málið frekar. Börn landsins eiga skilið svör.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar