Bandaríkjastjórn ætlar að setja rússneska ólígarka í straff Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2018 14:39 Alexei Miller, forstjóri orkurisans Gazprom, (t.v.) er á lista Bandaríkjastjórnar yfir rússneska ólígarka. Hann gæti orðið einn af þeim sem fá að kenna á refsiaðgerðunum. Vísir/AFP Búist er við því að Bandaríkjastjórn tilkynni um refsiaðgerðir gegn rússneskum auðjöfrum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum árið 2016 í þessari viku. Refsiaðgerðirnar eiga að verða þær hörðustu gegn ólígörkunum svonefndu fram að þessu.Reuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar komi til með að hafa áhrif á suma nána bandamenn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Refsiaðgerðirnar hvíla á grunni laga sem bandarískir þingmenn samþykktu nær einróma sem áttu að refsa Rússum fyrir afskipti af kosningunum, innlimun Krímskaga árið 2014 og aðild þeirra að borgarastríðinu í Sýrlandi. Áður hafði Bandaríkjastjórn gripið til refsiaðgerða gegn nítján einstaklingum og fimm stofnunum í mars vegna tölvuárása Rússa undanfarin tvö ár. Þær aðgerðir voru gagnrýndar fyrir að ná ekki til ólígarkanna og embættismanna í rússnesku ríkisstjórninni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ragur við að gagnrýna Pútín eða Rússa opinberlega, jafnvel þó að ríkisstjórn hans hafi gripið til aðgerða sem þessara. Hann hefur talað um mikilvægi þess að bæta samskiptin við Rússa.Saksóknarar hafa yfirheyrt ólígarka í tengslum við Rússarannsóknina Sakamálarannsókn stendur nú yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld árið 2016. Rússar hafa neitað því að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar og Trump hefur margendurtekið kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu hefur undanfarið stöðvað að minnsta kosti tvo rússneska auðjöfra sem hafa komið til Bandaríkjanna og yfirheyrt þá. Á meðal þess sem Mueller er sagður kanna er hvort að fé hafi verið veitt í gegnum ólígarkana eða bandaríska milliliði til framboðs Trump. Bandarísk stjórnmálaframboð mega ekki taka við styrkjum frá erlendum aðilum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18 Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07 Enn rífst Trump og skammast á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 18. mars 2018 21:30 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Sjá meira
Búist er við því að Bandaríkjastjórn tilkynni um refsiaðgerðir gegn rússneskum auðjöfrum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum árið 2016 í þessari viku. Refsiaðgerðirnar eiga að verða þær hörðustu gegn ólígörkunum svonefndu fram að þessu.Reuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar komi til með að hafa áhrif á suma nána bandamenn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Refsiaðgerðirnar hvíla á grunni laga sem bandarískir þingmenn samþykktu nær einróma sem áttu að refsa Rússum fyrir afskipti af kosningunum, innlimun Krímskaga árið 2014 og aðild þeirra að borgarastríðinu í Sýrlandi. Áður hafði Bandaríkjastjórn gripið til refsiaðgerða gegn nítján einstaklingum og fimm stofnunum í mars vegna tölvuárása Rússa undanfarin tvö ár. Þær aðgerðir voru gagnrýndar fyrir að ná ekki til ólígarkanna og embættismanna í rússnesku ríkisstjórninni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ragur við að gagnrýna Pútín eða Rússa opinberlega, jafnvel þó að ríkisstjórn hans hafi gripið til aðgerða sem þessara. Hann hefur talað um mikilvægi þess að bæta samskiptin við Rússa.Saksóknarar hafa yfirheyrt ólígarka í tengslum við Rússarannsóknina Sakamálarannsókn stendur nú yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld árið 2016. Rússar hafa neitað því að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar og Trump hefur margendurtekið kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu hefur undanfarið stöðvað að minnsta kosti tvo rússneska auðjöfra sem hafa komið til Bandaríkjanna og yfirheyrt þá. Á meðal þess sem Mueller er sagður kanna er hvort að fé hafi verið veitt í gegnum ólígarkana eða bandaríska milliliði til framboðs Trump. Bandarísk stjórnmálaframboð mega ekki taka við styrkjum frá erlendum aðilum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18 Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07 Enn rífst Trump og skammast á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 18. mars 2018 21:30 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Sjá meira
Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18
Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07
Enn rífst Trump og skammast á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 18. mars 2018 21:30
Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48