Til varnar viðskiptahalla Kristrún Frostadóttir skrifar 4. apríl 2018 07:00 Viðskiptaafgangur síðustu ára hefur verið okkur haldreipi í endurreisn efnahagslífsins. Slíkur afgangur bendir ekki bara til þess að við flytjum meira út en inn heldur líka að við spörum meira en við fjárfestum. Stóra spurningin er hvort sparnaðurinn dugi næstu árin til að mæta nauðsynlegri uppbyggingu. Ungir einstaklingar fjárfesta umfram sparnað, t.a.m. í húsnæði. Fyrirtæki í uppbyggingarfasa fjárfesta fyrir meira en sem nemur hagnaði. Og ungar þjóðir sem standa í uppbyggingu á nýjum atvinnugreinum og eru með lága framleiðni ráðast gjarnan í fjárfestingar umfram þjóðarsparnað til að auka framleiðslugetu sína. Íslenski afgangurinn fer nú minnkandi, og ekki útilokað að hann hverfi eða snúist í halla eftir nokkur ár, en viðskiptahalli er ekki slæmur ef hann skapast vegna aukinnar fjárfestingar í arðbærum verkefnum. Norðmenn voru með mikinn halla á viðskiptum við útlönd þegar þeir byrjuðu að bora í Norðursjó á áttunda áratugnum. Olíufjárfestingin var að mestu leyti fjármögnuð með erlendri skuldsetningu, og sló fjármagnshallinn í 15% af landsframleiðslu þegar hæst lét. Þetta var mjög skynsamlegur viðskipta- og fjármagnshalli. Hagfræðilega séð er lítill munur á fjárfestingum í olíugeiranum og annars slags fjárfestingu sem stuðlar að aukinni framleiðni og því ekkert athugavert við að hagkerfi sé með viðskiptahalla, eða lítinn afgang, í uppbyggingarfasa. Viðskiptahalla fylgir fjármagnshalli – þ.e. hagkerfi „flytur inn“ meira fjármagn en það „flytur út“. Þannig eru tilkomin ferskustu hugrenningatengsl Íslendinga milli viðskiptahalla og mikillar skuldasöfnunar, enda viðskiptahallinn rúmlega 10% af landsframleiðslu árin fyrir hrun. Það er þó ekki stærð fjármagnsinnflæðisins, og þar með hallans eða afgangsins, sem skiptir öllu máli heldur nýting fjármagnsins eins og norska dæmið sýnir. Vandamál Íslands í aðdraganda fjármálakreppunnar, sem og einnig Grikklands, Írlands og Spánar, var ekki hallinn sem slíkur heldur að svigrúmið sem skapaðist í efnahagslífinu með fjármagnsinnflæðinu var að miklu leyti nýtt í neyslu og áhættusamar og misskynsamlegar skuldsettar fjárfestingar (ekki síst erlendis). Ein leið til að tryggja skynsamlegri og áhættuminni fjárfestingar er að stýra erlendu fjármagnsflæði í beina fjárfestingu eða eigið fé fyrirtækja, frekar en í skuldapappíra (sér í lagi erlend bankalán). Slíkt fjármagn er síður kvikt og auðveldara er að skrifa niður þær skuldbindingar ef illa fer. Ágætt dæmi í þessu samhengi er ólík reynsla Grikklands og Búlgaríu í alþjóðlegu fjármálakreppunni. Bæði lönd voru með mikinn viðskiptahalla í aðdraganda kreppunnar og mjög neikvæða erlenda stöðu. Búlgaría náði sér þó fljótt eftir harða en stutta niðursveiflu, ólíkt Grikklandi. Hér skipti sköpum að erlendar kröfur voru mestmegnis í formi beinnar fjárfestingar, en ekki ríkisskulda sem krefjast fastra vaxta- og höfuðstólsgreiðslna sama hvað á gengur. Samstaða virðist nú ríkja um mikla uppsafnaða fjárfestingarþörf í íslenska hagkerfinu. Því mun fylgja aukinn innflutningur og aukið erlent innflæði fjármagns ef uppbyggingu er sinnt sem skyldi. Ungar þjóðir með ungar atvinnugreinar í uppbyggingarfasa eiga að nýta sér þá hagkvæmni og þekkingu sem felst í innfluttum framleiðslutækjum (fjármagn, vörur og vinnuafl). Áhættusemi fjárfestinga þarf alltaf að meta, en eðli fjármögnunarinnar skiptir sérstaklega máli fyrir hagkerfið í heild sinni í tilviki erlends fjármagns. Norðmenn juku skuldir sínar í uppbyggingu, enda höfðu þeir mikla hagsmuni af því að halda eignarhaldi á olíuinnviðunum. Á móti kom að há arðsemi verkefnisins lá fyrir langt fram í tímann. Í tilvikum þar sem meiri óvissa er um langtíma arðsemi gæti borgað sig að bjóða erlendum aðilum frekar eignarhluti í undirliggjandi verkefni, og minnka þannig áhættuna. Norðmenn hafa sýnt og sannað að til er skynsamlegur viðskiptahalli og að erlend aðstoð við uppbyggingu á útflutningsgreinum getur margborgað sig. Undir réttum kringumstæðum er minnkandi viðskiptaafgangur því styrkleikamerki, fremur en áhyggjuefni. Við spöruðum okkur út úr síðustu kreppu, en sparnaður umfram fjárfestingu getur líka verið áhyggjuefni ef slíkt ástand festist í sessi sem markmið í sjálfu sér, óháð fjárfestingarþörf hagkerfisins. Höfundur er aðalhagfræðingur Kviku banka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Viðskiptaafgangur síðustu ára hefur verið okkur haldreipi í endurreisn efnahagslífsins. Slíkur afgangur bendir ekki bara til þess að við flytjum meira út en inn heldur líka að við spörum meira en við fjárfestum. Stóra spurningin er hvort sparnaðurinn dugi næstu árin til að mæta nauðsynlegri uppbyggingu. Ungir einstaklingar fjárfesta umfram sparnað, t.a.m. í húsnæði. Fyrirtæki í uppbyggingarfasa fjárfesta fyrir meira en sem nemur hagnaði. Og ungar þjóðir sem standa í uppbyggingu á nýjum atvinnugreinum og eru með lága framleiðni ráðast gjarnan í fjárfestingar umfram þjóðarsparnað til að auka framleiðslugetu sína. Íslenski afgangurinn fer nú minnkandi, og ekki útilokað að hann hverfi eða snúist í halla eftir nokkur ár, en viðskiptahalli er ekki slæmur ef hann skapast vegna aukinnar fjárfestingar í arðbærum verkefnum. Norðmenn voru með mikinn halla á viðskiptum við útlönd þegar þeir byrjuðu að bora í Norðursjó á áttunda áratugnum. Olíufjárfestingin var að mestu leyti fjármögnuð með erlendri skuldsetningu, og sló fjármagnshallinn í 15% af landsframleiðslu þegar hæst lét. Þetta var mjög skynsamlegur viðskipta- og fjármagnshalli. Hagfræðilega séð er lítill munur á fjárfestingum í olíugeiranum og annars slags fjárfestingu sem stuðlar að aukinni framleiðni og því ekkert athugavert við að hagkerfi sé með viðskiptahalla, eða lítinn afgang, í uppbyggingarfasa. Viðskiptahalla fylgir fjármagnshalli – þ.e. hagkerfi „flytur inn“ meira fjármagn en það „flytur út“. Þannig eru tilkomin ferskustu hugrenningatengsl Íslendinga milli viðskiptahalla og mikillar skuldasöfnunar, enda viðskiptahallinn rúmlega 10% af landsframleiðslu árin fyrir hrun. Það er þó ekki stærð fjármagnsinnflæðisins, og þar með hallans eða afgangsins, sem skiptir öllu máli heldur nýting fjármagnsins eins og norska dæmið sýnir. Vandamál Íslands í aðdraganda fjármálakreppunnar, sem og einnig Grikklands, Írlands og Spánar, var ekki hallinn sem slíkur heldur að svigrúmið sem skapaðist í efnahagslífinu með fjármagnsinnflæðinu var að miklu leyti nýtt í neyslu og áhættusamar og misskynsamlegar skuldsettar fjárfestingar (ekki síst erlendis). Ein leið til að tryggja skynsamlegri og áhættuminni fjárfestingar er að stýra erlendu fjármagnsflæði í beina fjárfestingu eða eigið fé fyrirtækja, frekar en í skuldapappíra (sér í lagi erlend bankalán). Slíkt fjármagn er síður kvikt og auðveldara er að skrifa niður þær skuldbindingar ef illa fer. Ágætt dæmi í þessu samhengi er ólík reynsla Grikklands og Búlgaríu í alþjóðlegu fjármálakreppunni. Bæði lönd voru með mikinn viðskiptahalla í aðdraganda kreppunnar og mjög neikvæða erlenda stöðu. Búlgaría náði sér þó fljótt eftir harða en stutta niðursveiflu, ólíkt Grikklandi. Hér skipti sköpum að erlendar kröfur voru mestmegnis í formi beinnar fjárfestingar, en ekki ríkisskulda sem krefjast fastra vaxta- og höfuðstólsgreiðslna sama hvað á gengur. Samstaða virðist nú ríkja um mikla uppsafnaða fjárfestingarþörf í íslenska hagkerfinu. Því mun fylgja aukinn innflutningur og aukið erlent innflæði fjármagns ef uppbyggingu er sinnt sem skyldi. Ungar þjóðir með ungar atvinnugreinar í uppbyggingarfasa eiga að nýta sér þá hagkvæmni og þekkingu sem felst í innfluttum framleiðslutækjum (fjármagn, vörur og vinnuafl). Áhættusemi fjárfestinga þarf alltaf að meta, en eðli fjármögnunarinnar skiptir sérstaklega máli fyrir hagkerfið í heild sinni í tilviki erlends fjármagns. Norðmenn juku skuldir sínar í uppbyggingu, enda höfðu þeir mikla hagsmuni af því að halda eignarhaldi á olíuinnviðunum. Á móti kom að há arðsemi verkefnisins lá fyrir langt fram í tímann. Í tilvikum þar sem meiri óvissa er um langtíma arðsemi gæti borgað sig að bjóða erlendum aðilum frekar eignarhluti í undirliggjandi verkefni, og minnka þannig áhættuna. Norðmenn hafa sýnt og sannað að til er skynsamlegur viðskiptahalli og að erlend aðstoð við uppbyggingu á útflutningsgreinum getur margborgað sig. Undir réttum kringumstæðum er minnkandi viðskiptaafgangur því styrkleikamerki, fremur en áhyggjuefni. Við spöruðum okkur út úr síðustu kreppu, en sparnaður umfram fjárfestingu getur líka verið áhyggjuefni ef slíkt ástand festist í sessi sem markmið í sjálfu sér, óháð fjárfestingarþörf hagkerfisins. Höfundur er aðalhagfræðingur Kviku banka
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun