Algengt að fararstjórar hafi ekki þekkingu á staðarháttum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2018 13:19 Sífellt algengara er að ferðaskrifstofur sendi erlenda fararstjóra, sem hafa enga þekkingu á staðarháttum, til Íslands með hópa af ferðamönnum. Formaður félags leiðsögumanna telur að skylda ætti seljendur hópferða til þess að bjóða upp á faglega leiðsögn. Ferðamenn stefni sér reglulega í voða vegna vanþekkingar. Ítrekað berast fréttir af ferðamönnum sem hafa stefnt sér í voða á ferð um Ísland. Um helgina náðust myndir af ferðamanni sem hoppaði um á ísnum á Jökulsárlóni með selfie-stöng og myndavél á lofti. Þá hætti hópur ferðamanna sér út á ís sem safnast hafði saman í Langá á Mýrum en rútu hafði verið lagt skammt frá ánni. Indriði H. Þorláksson, formaður félags leiðsögumanna, segir atburði sem þessa allt of algenga. „Það fer held ég ekki fram hjá neinum leiðsögumanni sem fer um þessa staði að ferðamenn gæti ekki að sér, hvorki varðandi slysahættu og eins varðandi náttúruvernd. Það er að segja að viðkvæm landsvæði bíði ekki skaða.“Telur nauðsynlegt að bæta merkingar Algengt er að fólk án sérstakrar þekkingar stýri hópferðum um Ísland. „Sérstaklega er áberandi vöxtur í því að erlendar ferðaskrifstofur komi með sína eigin fararstjóra eða hópstjóra sem oft á tíðum hafa enga þekkingu eða engar forsendur til að stýra ferð hér á landi.“ Indriði telur nauðsynlegt bæta merkingar á ýmsum fjölsóttum stöðum fyrir þá sem ferðast á eigin vegum. Þá telur hann að skylda ætti seljendur hópferða til þess að bjóða upp á faglega leiðsögn. „Þar teljum við að það skorti mikið á það séu reglur eða fyrirkomulag hjá þeim sem selja ferðir að það sé tryggt að slíkar ferðir séu ætið undir leiðsögn lærðra leiðsögumanna eða annarra sem hafa þá kunnáttu og undirbúning sem þarf til að gæta alls öryggis.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15 Ferðamenn í hættu við Reynisfjöru vegna grjótfoks Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. 28. mars 2018 19:15 Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. 27. mars 2018 11:40 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Sífellt algengara er að ferðaskrifstofur sendi erlenda fararstjóra, sem hafa enga þekkingu á staðarháttum, til Íslands með hópa af ferðamönnum. Formaður félags leiðsögumanna telur að skylda ætti seljendur hópferða til þess að bjóða upp á faglega leiðsögn. Ferðamenn stefni sér reglulega í voða vegna vanþekkingar. Ítrekað berast fréttir af ferðamönnum sem hafa stefnt sér í voða á ferð um Ísland. Um helgina náðust myndir af ferðamanni sem hoppaði um á ísnum á Jökulsárlóni með selfie-stöng og myndavél á lofti. Þá hætti hópur ferðamanna sér út á ís sem safnast hafði saman í Langá á Mýrum en rútu hafði verið lagt skammt frá ánni. Indriði H. Þorláksson, formaður félags leiðsögumanna, segir atburði sem þessa allt of algenga. „Það fer held ég ekki fram hjá neinum leiðsögumanni sem fer um þessa staði að ferðamenn gæti ekki að sér, hvorki varðandi slysahættu og eins varðandi náttúruvernd. Það er að segja að viðkvæm landsvæði bíði ekki skaða.“Telur nauðsynlegt að bæta merkingar Algengt er að fólk án sérstakrar þekkingar stýri hópferðum um Ísland. „Sérstaklega er áberandi vöxtur í því að erlendar ferðaskrifstofur komi með sína eigin fararstjóra eða hópstjóra sem oft á tíðum hafa enga þekkingu eða engar forsendur til að stýra ferð hér á landi.“ Indriði telur nauðsynlegt bæta merkingar á ýmsum fjölsóttum stöðum fyrir þá sem ferðast á eigin vegum. Þá telur hann að skylda ætti seljendur hópferða til þess að bjóða upp á faglega leiðsögn. „Þar teljum við að það skorti mikið á það séu reglur eða fyrirkomulag hjá þeim sem selja ferðir að það sé tryggt að slíkar ferðir séu ætið undir leiðsögn lærðra leiðsögumanna eða annarra sem hafa þá kunnáttu og undirbúning sem þarf til að gæta alls öryggis.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15 Ferðamenn í hættu við Reynisfjöru vegna grjótfoks Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. 28. mars 2018 19:15 Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. 27. mars 2018 11:40 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15
Ferðamenn í hættu við Reynisfjöru vegna grjótfoks Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. 28. mars 2018 19:15
Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. 27. mars 2018 11:40