Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. apríl 2018 06:00 Ferðaþjónustan veltir milljörðum, jafnt opinberlega sem og í svarta hagkerfinu. Vísir/Anton Það færist í aukana hér á landi að fyrirtæki í ferðaþjónustu komi sér undan greiðslu virðisaukaskatts með því að notast við erlendar bókunarsíður, fái greiðslur fyrir gistingu og aðra þjónustu greiddar inn á erlendra reikninga og komi þeim þannig hjá tekjuskráningu hérlendis. „Já, við höfum auðvitað séð þetta,“ segir Guðrún Jenný Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Ríkisskattstjóra. Hún segir engan vafa leika á skattskyldunni. Sé varan eða þjónustan nýtt hér á landi, þá er hún virðisaukaskattskyld. „Fólk er að nota erlendar bókunarsíður, það er að taka við greiðslum inn á Paypal-reikninga og inn á erlenda bankareikninga,“ segir Guðrún. Hún segir þetta ekki eingöngu tengjast bókunarsíðum heldur séu einnig dæmi um að fyrirtæki hér noti posa frá erlendum fyrirtækjum og greiðslur fari þá í gegnum erlenda færsluhirða og inn á erlenda bankareikninga. Aðspurð segir Guðrún að málum af þessum toga hafi verið vísað til Skattrannsóknarstjóra.Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri„Við höfum vísað málum af þessum toga til þeirra sem við teljum að séu þess eðlis að þau eigi að sæta skattrannsókn og mögulega fara í refsimeðferð og gerum það með hliðsjón af þeim fjárhæðum sem við teljum að hafi verið skotið undan með þessum hætti.“ Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri staðfestir að mál af þessum toga hafi komið á hennar borð. Hún segist þó ekki treysta sér til að segja til um hversu útbreitt þetta sé en vissulega geri það skattayfirvöldum í mörgum tilvikum erfiðara fyrir þegar jafnvel hvorki skráningin né tekjurnar komi nokkurn tímann til landsins. Guðrún segir að undanfarin tvö ár hafi eftirlit Ríkisskattstjóra einkum beinst að því að skoða þá sem keypt hafi posa sem bjóða upp á þetta og nálgast fjármunina eftir öðrum leiðum en með greiðslukorti, til dæmis með millifærslum af erlendum reikningum yfir á íslenska reikninga. Hún segir eftirlitið erfiðara í þeim tilvikum sem erlend greiðslukort eru notuð því þá þurfi haldbetri upplýsingar um viðkomandi. „En við notum öll þau tæki sem við höfum,“ segir Guðrún og nefnir tvísköttunarsamninga og upplýsingaskiptasamninga við skattayfirvöld í öðrum ríkjum Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20 Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira
Það færist í aukana hér á landi að fyrirtæki í ferðaþjónustu komi sér undan greiðslu virðisaukaskatts með því að notast við erlendar bókunarsíður, fái greiðslur fyrir gistingu og aðra þjónustu greiddar inn á erlendra reikninga og komi þeim þannig hjá tekjuskráningu hérlendis. „Já, við höfum auðvitað séð þetta,“ segir Guðrún Jenný Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Ríkisskattstjóra. Hún segir engan vafa leika á skattskyldunni. Sé varan eða þjónustan nýtt hér á landi, þá er hún virðisaukaskattskyld. „Fólk er að nota erlendar bókunarsíður, það er að taka við greiðslum inn á Paypal-reikninga og inn á erlenda bankareikninga,“ segir Guðrún. Hún segir þetta ekki eingöngu tengjast bókunarsíðum heldur séu einnig dæmi um að fyrirtæki hér noti posa frá erlendum fyrirtækjum og greiðslur fari þá í gegnum erlenda færsluhirða og inn á erlenda bankareikninga. Aðspurð segir Guðrún að málum af þessum toga hafi verið vísað til Skattrannsóknarstjóra.Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri„Við höfum vísað málum af þessum toga til þeirra sem við teljum að séu þess eðlis að þau eigi að sæta skattrannsókn og mögulega fara í refsimeðferð og gerum það með hliðsjón af þeim fjárhæðum sem við teljum að hafi verið skotið undan með þessum hætti.“ Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri staðfestir að mál af þessum toga hafi komið á hennar borð. Hún segist þó ekki treysta sér til að segja til um hversu útbreitt þetta sé en vissulega geri það skattayfirvöldum í mörgum tilvikum erfiðara fyrir þegar jafnvel hvorki skráningin né tekjurnar komi nokkurn tímann til landsins. Guðrún segir að undanfarin tvö ár hafi eftirlit Ríkisskattstjóra einkum beinst að því að skoða þá sem keypt hafi posa sem bjóða upp á þetta og nálgast fjármunina eftir öðrum leiðum en með greiðslukorti, til dæmis með millifærslum af erlendum reikningum yfir á íslenska reikninga. Hún segir eftirlitið erfiðara í þeim tilvikum sem erlend greiðslukort eru notuð því þá þurfi haldbetri upplýsingar um viðkomandi. „En við notum öll þau tæki sem við höfum,“ segir Guðrún og nefnir tvísköttunarsamninga og upplýsingaskiptasamninga við skattayfirvöld í öðrum ríkjum
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20 Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira
Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09
Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20
Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45