Ferðalangarnir þakklátir eftir hrakfarirnar í Botnsfjalli Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2018 07:03 Dayne Stone og Michael Hughes komust í hann krappan á Íslandi um helgina. Facebook Ferðalangarnir tveir, sem bjargað var úr hlíðum Botnsfjalls á sunnudag, eru gríðarlega þakklátir björgunarsveitarmönnum og þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar sem komu þeim til aðstoðar. Þeir segjast vera vanir fjallgöngumenn en að aðstæðurnar hafi breyst svo snögglega að þeir hafi neyðst til að kalla eftir björgun. Mennirnir tveir, hinn tvítugi Michael Hughes og hinn 23 ára gamli Dayne Stone, eru velskir og í samtali við þarlenda miðla lýsa þeir hrakförum sínum á Íslandi. Hér að neðan má jafnframt sjá myndband sem þeir birtu á Facebook eftir björgunina.Sjá einnig: Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Er þeir óku um Snæfellsnes um helgina ákváðu Hughes og Stone að ganga upp á Botnsfjall, sem er í grennd við Arnarstapa. Aðstæður voru nokkuð erfiðar að þeirra sögn, mjög hált var í brekkunum og eftir því sem þær fikruðu sig ofar varð alltaf brattara og brattara. Að endingu komust þeir upp á fjallið - en þá var engin fýsileg leið niður. Eina undankomuleiðin var að klifra niður ísilagðan foss sem liðast niður eina hlíðina. Þeir áttuðu sig hins vegar fljótt á því að það myndi reynast þeim ómögulegt, þar sem þeir höfðu ekki með sér búnað sem bauð upp á slíkt ísklifur.Þetta myndband tók Stone um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar aðfaranótt mánudags Ekki bætti úr skák að jökulkalt var uppi á toppi Botnsfjalls og að það var byrjað að dimma þegar þeir reyndu að fikra sig niður. Eftir að hafa reynt í nokkrar klukkustundir gáfust þeir að lokum upp og hringdu, að þeirra sögn, í Landhelgisgæsluna. Fyrst komu lögreglu- og björgunarsveitarmenn á vettvang en þeir mátu aðstæður svo að mjög langan tíma tæki að bjarga þeim með 30 manna gönguhópnum sem kallaður var út. Var því ákveðið að óska eftir aðstoð þyrlu sem bjargaði þeim af fjallinu um klukkan 3 um nóttina og ekkert amaði að þeim. Þrátt fyrir ógnvekjandi aðstæður segjast Hughes og Stone hafa haldið ró sinni. Þeir hafi áður lent í sambærilegum aðstæðum og náðu þá að bjarga sér sjálfir úr þeim. Þeir séu hins vegar ekki vanir íslenska jarðveginum og því hafi þeir ekki viljað taka óþarfa áhættu þegar upp var komið. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Dayne Stone birti á Facebook á mánudagsmorgun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Tveimur erlendum ferðamönnum var bjargað úr sjálfheldu í hlíðum Botnfjalls. 16. apríl 2018 08:15 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Ferðalangarnir tveir, sem bjargað var úr hlíðum Botnsfjalls á sunnudag, eru gríðarlega þakklátir björgunarsveitarmönnum og þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar sem komu þeim til aðstoðar. Þeir segjast vera vanir fjallgöngumenn en að aðstæðurnar hafi breyst svo snögglega að þeir hafi neyðst til að kalla eftir björgun. Mennirnir tveir, hinn tvítugi Michael Hughes og hinn 23 ára gamli Dayne Stone, eru velskir og í samtali við þarlenda miðla lýsa þeir hrakförum sínum á Íslandi. Hér að neðan má jafnframt sjá myndband sem þeir birtu á Facebook eftir björgunina.Sjá einnig: Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Er þeir óku um Snæfellsnes um helgina ákváðu Hughes og Stone að ganga upp á Botnsfjall, sem er í grennd við Arnarstapa. Aðstæður voru nokkuð erfiðar að þeirra sögn, mjög hált var í brekkunum og eftir því sem þær fikruðu sig ofar varð alltaf brattara og brattara. Að endingu komust þeir upp á fjallið - en þá var engin fýsileg leið niður. Eina undankomuleiðin var að klifra niður ísilagðan foss sem liðast niður eina hlíðina. Þeir áttuðu sig hins vegar fljótt á því að það myndi reynast þeim ómögulegt, þar sem þeir höfðu ekki með sér búnað sem bauð upp á slíkt ísklifur.Þetta myndband tók Stone um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar aðfaranótt mánudags Ekki bætti úr skák að jökulkalt var uppi á toppi Botnsfjalls og að það var byrjað að dimma þegar þeir reyndu að fikra sig niður. Eftir að hafa reynt í nokkrar klukkustundir gáfust þeir að lokum upp og hringdu, að þeirra sögn, í Landhelgisgæsluna. Fyrst komu lögreglu- og björgunarsveitarmenn á vettvang en þeir mátu aðstæður svo að mjög langan tíma tæki að bjarga þeim með 30 manna gönguhópnum sem kallaður var út. Var því ákveðið að óska eftir aðstoð þyrlu sem bjargaði þeim af fjallinu um klukkan 3 um nóttina og ekkert amaði að þeim. Þrátt fyrir ógnvekjandi aðstæður segjast Hughes og Stone hafa haldið ró sinni. Þeir hafi áður lent í sambærilegum aðstæðum og náðu þá að bjarga sér sjálfir úr þeim. Þeir séu hins vegar ekki vanir íslenska jarðveginum og því hafi þeir ekki viljað taka óþarfa áhættu þegar upp var komið. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Dayne Stone birti á Facebook á mánudagsmorgun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Tveimur erlendum ferðamönnum var bjargað úr sjálfheldu í hlíðum Botnfjalls. 16. apríl 2018 08:15 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Tveimur erlendum ferðamönnum var bjargað úr sjálfheldu í hlíðum Botnfjalls. 16. apríl 2018 08:15