Bréf bandarísku þingmannanna „argasti yfirgangur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2018 14:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm „Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður umskurðarfrumvarpsins svokallaða, um bréf sem bandarískir þingmenn sendu til sendiráðs Íslands í Washington. Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkismálanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins sendu bréfið þar sem umskurðarfrumvarpið er harðlega gagnrýnt. Fjallað var um bréfið á Vísi fyrr í dag. Frumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi Alþingi felur í sér að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið kveður einnig á um að lagt verði bann við umskurði á kynfærum drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Hefur frumvarpið vakið mikla athygli víða um heim.Sjá einnig: Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Í færslu á Facebook tjáir Silja Dögg sig um fréttir af bréfinu. Segir hún að íslenskir þingmenn hafi fullt frelsi til þess að leggja fram þau mál sem þeim þyki nauðsynlegt að ræða á Alþingi. Gerir hún athugasemd við það að þingmenn annarra ríkja skipti sér af starfi þingmanna á Íslandi. „Ég veit ekki til þess að fordæmi sé fyrir því að þingmenn annarra ríkja sendi formlegt bréf til sendiráðs Íslands til að tjá sig um þingmál sem eru til umræðu hverju sinni. Það væri áhugavert að vita hvort slík fordæmi séu til og hvort íslenskir þingmenn hafi sent sendiráðum erlendra ríkja sambærileg skilaboð vegna tiltekinna mála. Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur,“ skrifar Silja. Segir Silja að málið sé til skoðunar hjá Alþingi þar sem meðal annars sé verið að fara yfir allar þær umsagnir sem borist hafa málsins. Fjöldi þeirra hefur borist og margar þeirra erlendis frá. Segir Silja að mörgum spurningum sé ósvarað en lýðræðislegum ferlum sé fylgt í hvívetna. „Nú þarf Alþingi rými til að vinna sína vinnu. Allar hótanir og þrýstingur eru vinsamlegast afþakkaður.“ Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. 22. mars 2018 08:00 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður umskurðarfrumvarpsins svokallaða, um bréf sem bandarískir þingmenn sendu til sendiráðs Íslands í Washington. Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkismálanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins sendu bréfið þar sem umskurðarfrumvarpið er harðlega gagnrýnt. Fjallað var um bréfið á Vísi fyrr í dag. Frumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi Alþingi felur í sér að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið kveður einnig á um að lagt verði bann við umskurði á kynfærum drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Hefur frumvarpið vakið mikla athygli víða um heim.Sjá einnig: Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Í færslu á Facebook tjáir Silja Dögg sig um fréttir af bréfinu. Segir hún að íslenskir þingmenn hafi fullt frelsi til þess að leggja fram þau mál sem þeim þyki nauðsynlegt að ræða á Alþingi. Gerir hún athugasemd við það að þingmenn annarra ríkja skipti sér af starfi þingmanna á Íslandi. „Ég veit ekki til þess að fordæmi sé fyrir því að þingmenn annarra ríkja sendi formlegt bréf til sendiráðs Íslands til að tjá sig um þingmál sem eru til umræðu hverju sinni. Það væri áhugavert að vita hvort slík fordæmi séu til og hvort íslenskir þingmenn hafi sent sendiráðum erlendra ríkja sambærileg skilaboð vegna tiltekinna mála. Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur,“ skrifar Silja. Segir Silja að málið sé til skoðunar hjá Alþingi þar sem meðal annars sé verið að fara yfir allar þær umsagnir sem borist hafa málsins. Fjöldi þeirra hefur borist og margar þeirra erlendis frá. Segir Silja að mörgum spurningum sé ósvarað en lýðræðislegum ferlum sé fylgt í hvívetna. „Nú þarf Alþingi rými til að vinna sína vinnu. Allar hótanir og þrýstingur eru vinsamlegast afþakkaður.“
Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. 22. mars 2018 08:00 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47
ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. 22. mars 2018 08:00
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29