Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2018 12:30 Comey virðist hafa stillt sig um að ljóstra upp um upplýsingar sem tengjast rannsókninni á Trump-framboðinu en hefur hins vegar ófagra sögu að segja af Trump sjálfum. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti fær slæma útreið í væntanlegri bók James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Í henni sakar Comey forsetann um að vera „siðlausan“ og „óbundinn af sannleikanum“. Litlar nýjar upplýsingar um samskipti mannanna tveggja eru þó sagðar að finna í bókinni. Bókin „Æðri hollusta: Lygar, sannleikur og forysta“ kemur út á þriðjudag en hennar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Það var ákvörðun Trump að reka Comey í maí í fyrra sem varð til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins til að sjá um rannsóknina á meintu samráði forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Gagnrýnandi New York Times segir hins vegar að lítið sé um nýjar fréttnæmar upplýsingar um Rússarannsóknina í bókinni enda er hún enn í fullum gangi. Þess í stað er bókin markverðust fyrir óvægna gagnrýni Comey á forsetann og furðulegar sögur af honum. „Þessi forseti er ósiðlegur og óbundinn sannleikanum og stofnanalegum gildum. Forysta hans byggist á viðskiptalegum grunni, á sjálfsáliti og persónulegri hollustu,“ skrifar Comey í bókinni og líkir forsetatíð Trump við „skógareld“.Minnti á mafíósana í gamla daga Þá segir Comey í bókinni að ríkisstjórn Trump hafi minnst hann á þegar hann sótti mafíuna til saka fyrr á ferli sínum hjá alríkislögreglunni. „Þögull hringur samþykkis. Stjórinn með fulla stjórn. Hollustueiðarnir. Heimssýnin um okkur gegn þeim. Lygarnar um allt, stór og smátt, í þágu hollustu sem setti samtökin ofar siðferði og sannleikanum,“ skrifar Comey. Varar fyrrverandi alríkislögreglumaðurinn við áhrifum Trump á bandarísk stjórnmál. Núverandi ástand sé ekki eðilegt og hefur Comey áhyggjur af skaðanum á venjum og hefðum sem hafa stýrt forsetaembættinu og þjóðlífi Bandaríkjanna í áratugi. „Það er líka rangt að standa hjá eða, það sem verra er, að þegja þegar þú veist betur á meðan forsetinn reynir á kræfinn hátt að grafa undan trausti almennings á löggæslustofnunum sem voru stofnaðar til þess að setja leiðtogum okkar takmörk,“ skrifar Comey og virðist skjóta á forystu Repúblikanaflokksins sem hann tilheyrði lengi vel. Hann gengur ekki svo langt að leggja mat á hvort að Trump hafi gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar þegar hann var rekinn. Til þess hafi hann ekki öll sönnunargögn í málinu. Trump sagði sjálfur á sínum tíma að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar. Samkvæmt bandarískum lögum þarf Trump að hafa haft spilltan tilgang með brottrekstrinum til að hann teljist hindrun á framgangi réttvísinnar.Comey ber Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, heldur ekki vel söguna. Hann segir starfið hafa þyrmt yfir Sessions og verið honum ofviða.Vísir/AFPMeð áráttu fyrir að afsanna tilvist „pissumyndbandsins“ Safaríkasti hluti bókarinnar sem þegar hafa verið birtir útdrættir úr er þó vafalaust um alræmt myndband sem orðrómur hefur verið um að sé til af Trump á hótelherbergi með vændiskonum í Moskvu. Í skýrslu bresks fyrrverandi leyniþjónustumanns kom fram að vísbendingar væru um samráð Trump við Rússa. Í henni var einnig að finna áskökun um að Rússar ættu myndband af Trump að biðja vændiskonurnar um að pissa á rúm á hótelherbergi sem Obama-hjónin höfðu áður gist í. Trump á að hafa verið með myndbandið á heilanum eftir að Comey og fleiri leyniþjónustumenn greindu honum frá því fyrir valdatöku forsetans í janúar í fyrra. Í frásögn Comey neitaði Trump ásökununum harðlega og spurði hvort hann liti út fyrir að vera maður sem nýtti sér þjónustu vændiskvenna. „Hann byrjaði þá að ræða mál þar sem konur höfðu sakað hann um kynferðislega árás, umræðuefni sem ég hafði ekki borið upp. Hann minntist á fjölda kvenna og virtist hafa lagt ásakanir þeirra á minnið,“ segir Comey. Áður en samtalið fór úr böndunum segir Comey að honum hafi tekist að róa verðandi forsetann með því að segja honum að hann væri ekki til rannsóknar. Alls segir Comey að Trump hafi borið „pissumyndbandið“ upp í fjórgang á meðan hann stýrði enn alríkislögreglunni. Trump vildi meðal annars að Comey léti FBI rannsaka ásakanirnar til að leiða fram að þær væru ekki sannar. Forsetinn nefndi meðal annars nokkrar ástæður fyrir að þær gætu ekki verið það. „Ég er sýklafælinn,“ segir Comey að Trump hafi sagt sér í símtali í janúar í fyrra. „Það er ekki nokkur leið að ég myndi leyfa fólki að pissa hvert á annað nærri mér. Engin leið,“ á Trump að hafa sagt. Vísaði hann meðal annars til þess hversu sársaukafullt málið væri fyrir Melaniu, eiginkonu hans. Í viðtali við CNN segist Comey hreinilega ekki vita hvort að Trump hafi látið vændiskonur pissa hver á aðra. „Ég trúði því sannast sagna aldrei að þessi orð ættu eftir að koma út úr mér en ég veit ekki hvort að núverandi forseti Bandaríkjanna hafi verið með vændiskonum sem voru að pissa hver á aðra í Moskvu árið 2013. Það er mögulegt en ég veit það ekki,“ segir Comey.Ex-FBI Director James Comey: “I honestly never thought these words would come out of my mouth, but I don't know whether the current President of the United States was with prostitutes peeing on each other in Moscow in 2013. It's possible, but I don't know” https://t.co/x2m2Uar0yR pic.twitter.com/RzbnP17dSG— CNN (@CNN) April 13, 2018 Comey kemur fram í fjölda viðtala í tengslum við útgáfu bókarinnar á næstu dögum. Repúblikanar eru sagðir hafa lagt drög að viðbrögðum til að vefengja trúverðugleika Comey. Þeir hafa meðal annars opnað vefsíðu þar sem forstjórinn fyrrverandi er uppnefndur „Lyga-Comey“. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fær slæma útreið í væntanlegri bók James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Í henni sakar Comey forsetann um að vera „siðlausan“ og „óbundinn af sannleikanum“. Litlar nýjar upplýsingar um samskipti mannanna tveggja eru þó sagðar að finna í bókinni. Bókin „Æðri hollusta: Lygar, sannleikur og forysta“ kemur út á þriðjudag en hennar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Það var ákvörðun Trump að reka Comey í maí í fyrra sem varð til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins til að sjá um rannsóknina á meintu samráði forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Gagnrýnandi New York Times segir hins vegar að lítið sé um nýjar fréttnæmar upplýsingar um Rússarannsóknina í bókinni enda er hún enn í fullum gangi. Þess í stað er bókin markverðust fyrir óvægna gagnrýni Comey á forsetann og furðulegar sögur af honum. „Þessi forseti er ósiðlegur og óbundinn sannleikanum og stofnanalegum gildum. Forysta hans byggist á viðskiptalegum grunni, á sjálfsáliti og persónulegri hollustu,“ skrifar Comey í bókinni og líkir forsetatíð Trump við „skógareld“.Minnti á mafíósana í gamla daga Þá segir Comey í bókinni að ríkisstjórn Trump hafi minnst hann á þegar hann sótti mafíuna til saka fyrr á ferli sínum hjá alríkislögreglunni. „Þögull hringur samþykkis. Stjórinn með fulla stjórn. Hollustueiðarnir. Heimssýnin um okkur gegn þeim. Lygarnar um allt, stór og smátt, í þágu hollustu sem setti samtökin ofar siðferði og sannleikanum,“ skrifar Comey. Varar fyrrverandi alríkislögreglumaðurinn við áhrifum Trump á bandarísk stjórnmál. Núverandi ástand sé ekki eðilegt og hefur Comey áhyggjur af skaðanum á venjum og hefðum sem hafa stýrt forsetaembættinu og þjóðlífi Bandaríkjanna í áratugi. „Það er líka rangt að standa hjá eða, það sem verra er, að þegja þegar þú veist betur á meðan forsetinn reynir á kræfinn hátt að grafa undan trausti almennings á löggæslustofnunum sem voru stofnaðar til þess að setja leiðtogum okkar takmörk,“ skrifar Comey og virðist skjóta á forystu Repúblikanaflokksins sem hann tilheyrði lengi vel. Hann gengur ekki svo langt að leggja mat á hvort að Trump hafi gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar þegar hann var rekinn. Til þess hafi hann ekki öll sönnunargögn í málinu. Trump sagði sjálfur á sínum tíma að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar. Samkvæmt bandarískum lögum þarf Trump að hafa haft spilltan tilgang með brottrekstrinum til að hann teljist hindrun á framgangi réttvísinnar.Comey ber Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, heldur ekki vel söguna. Hann segir starfið hafa þyrmt yfir Sessions og verið honum ofviða.Vísir/AFPMeð áráttu fyrir að afsanna tilvist „pissumyndbandsins“ Safaríkasti hluti bókarinnar sem þegar hafa verið birtir útdrættir úr er þó vafalaust um alræmt myndband sem orðrómur hefur verið um að sé til af Trump á hótelherbergi með vændiskonum í Moskvu. Í skýrslu bresks fyrrverandi leyniþjónustumanns kom fram að vísbendingar væru um samráð Trump við Rússa. Í henni var einnig að finna áskökun um að Rússar ættu myndband af Trump að biðja vændiskonurnar um að pissa á rúm á hótelherbergi sem Obama-hjónin höfðu áður gist í. Trump á að hafa verið með myndbandið á heilanum eftir að Comey og fleiri leyniþjónustumenn greindu honum frá því fyrir valdatöku forsetans í janúar í fyrra. Í frásögn Comey neitaði Trump ásökununum harðlega og spurði hvort hann liti út fyrir að vera maður sem nýtti sér þjónustu vændiskvenna. „Hann byrjaði þá að ræða mál þar sem konur höfðu sakað hann um kynferðislega árás, umræðuefni sem ég hafði ekki borið upp. Hann minntist á fjölda kvenna og virtist hafa lagt ásakanir þeirra á minnið,“ segir Comey. Áður en samtalið fór úr böndunum segir Comey að honum hafi tekist að róa verðandi forsetann með því að segja honum að hann væri ekki til rannsóknar. Alls segir Comey að Trump hafi borið „pissumyndbandið“ upp í fjórgang á meðan hann stýrði enn alríkislögreglunni. Trump vildi meðal annars að Comey léti FBI rannsaka ásakanirnar til að leiða fram að þær væru ekki sannar. Forsetinn nefndi meðal annars nokkrar ástæður fyrir að þær gætu ekki verið það. „Ég er sýklafælinn,“ segir Comey að Trump hafi sagt sér í símtali í janúar í fyrra. „Það er ekki nokkur leið að ég myndi leyfa fólki að pissa hvert á annað nærri mér. Engin leið,“ á Trump að hafa sagt. Vísaði hann meðal annars til þess hversu sársaukafullt málið væri fyrir Melaniu, eiginkonu hans. Í viðtali við CNN segist Comey hreinilega ekki vita hvort að Trump hafi látið vændiskonur pissa hver á aðra. „Ég trúði því sannast sagna aldrei að þessi orð ættu eftir að koma út úr mér en ég veit ekki hvort að núverandi forseti Bandaríkjanna hafi verið með vændiskonum sem voru að pissa hver á aðra í Moskvu árið 2013. Það er mögulegt en ég veit það ekki,“ segir Comey.Ex-FBI Director James Comey: “I honestly never thought these words would come out of my mouth, but I don't know whether the current President of the United States was with prostitutes peeing on each other in Moscow in 2013. It's possible, but I don't know” https://t.co/x2m2Uar0yR pic.twitter.com/RzbnP17dSG— CNN (@CNN) April 13, 2018 Comey kemur fram í fjölda viðtala í tengslum við útgáfu bókarinnar á næstu dögum. Repúblikanar eru sagðir hafa lagt drög að viðbrögðum til að vefengja trúverðugleika Comey. Þeir hafa meðal annars opnað vefsíðu þar sem forstjórinn fyrrverandi er uppnefndur „Lyga-Comey“.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35