Faraldur Magnús Guðmundsson skrifar 25. apríl 2018 10:00 Ef ein af hverjum þremur íslenskum konum þyrfti að þola sama kvalafulla sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni, margar ítrekað með ófyrirsjáanlegum og jafnvel banvænum afleiðingum, væri samfélagið fyrir löngu búið að taka höndum saman um að uppræta þennan sjúkdóm. Taka höndum saman og leggja allt í sölurnar óháð kostnaði og vandkvæðum þar til óvætturinn væri upprættur með öllu. Eða er það ekki? Svarið er því miður nei. Í vikunni steig fram hópur kvenna á Facebook, undir merkjum #metoo-byltingarinnar, sem á það sameiginlegt að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu einhvers nákomins. Í tilkynningu frá hópnum kemur fram að ein af hverjum þremur konum verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þannig er ein af hverjum þremur konum ekki fórnarlamb sama sjúkdómsins heldur eins og sama sjúkleikans í fjölda karlmanna. Afleiðingarnar eru stórfelld skerðing á heilsu, lífsgæðum og jafnvel lífi og limum fjölmargra kvenna og barna þeirra. Þessu verður að linna. Allt frá síðastliðnu sumri höfum við fylgst með róttækri femínískri byltingu undir myllumerkjunum #höfumhátt og #metoo. Byltingu sem hverri sómakærri manneskju ber að fagna og kynda undir vegna þess að hún er til góðs fyrir okkur öll. Markmið hennar er ekki og hefur aldrei verið að skipta um ríkisstjórnir eða hlutast til um stjórnmál heldur breyta innviðum samfélagsins til betri vegar. En það breytir því ekki að til þess að svo megi verða þá þurfa ríkjandi stjórnvöld hverju sinni að grípa til róttækra aðgerða. Úttektir, stýrihópar og langtímaaðgerðaáætlanir eru einfaldlega ekki nóg. Það þarf að grípa til aðgerða innan réttargæslukerfisins alls, koma hverju einasta fórnarlambi og aðstandendum til stuðnings og margfalda fræðslu innan hvers einasta skóla og vinnustaðar. Markmiðið með þessum orðum er ekki að gera lítið úr því sem þegar er gert eða stendur til að gera, heldur einfaldlega að benda á þá staðreynd að það er ekki nóg. Ofbeldi karlmanna á hendur konum er sjúkleiki sem fer eins og faraldur um samfélagið með skelfilegum afleiðingum fyrir stóran hluta þjóðarinnar og við verðum að gera þá kröfu til ráðamanna að viðbrögðin séu í samræmi við það. Að ekkert sé til sparað til þess að uppræta þessa óáran með öllum ráðum og í þeim aðgerðum þurfum við að hafa í huga að þetta er alvarlegur heilbrigðisvandi sem er framkallaður af gerendum. Af karlmönnum sem beita konur ofbeldi. Karlmenn sem beita konur ofbeldi eru ömurleg lítilmenni og rót vandans. Þeir eru vírusinn sem þarf að uppræta og það verður ekki gert með þeim vettlingatökum sem löngum hafa einkennt málaflokkinn. Til þess hljótum við að þurfa að horfa til hertra refsiheimilda og ekki síður lögbundinnar fræðslu fyrir þessa einstaklinga með það að markmiði að þeir geri sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og snúi lífi sínu til betri vegar. Slíkar aðgerðir þola enga bið því hér geisar faraldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ef ein af hverjum þremur íslenskum konum þyrfti að þola sama kvalafulla sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni, margar ítrekað með ófyrirsjáanlegum og jafnvel banvænum afleiðingum, væri samfélagið fyrir löngu búið að taka höndum saman um að uppræta þennan sjúkdóm. Taka höndum saman og leggja allt í sölurnar óháð kostnaði og vandkvæðum þar til óvætturinn væri upprættur með öllu. Eða er það ekki? Svarið er því miður nei. Í vikunni steig fram hópur kvenna á Facebook, undir merkjum #metoo-byltingarinnar, sem á það sameiginlegt að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu einhvers nákomins. Í tilkynningu frá hópnum kemur fram að ein af hverjum þremur konum verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þannig er ein af hverjum þremur konum ekki fórnarlamb sama sjúkdómsins heldur eins og sama sjúkleikans í fjölda karlmanna. Afleiðingarnar eru stórfelld skerðing á heilsu, lífsgæðum og jafnvel lífi og limum fjölmargra kvenna og barna þeirra. Þessu verður að linna. Allt frá síðastliðnu sumri höfum við fylgst með róttækri femínískri byltingu undir myllumerkjunum #höfumhátt og #metoo. Byltingu sem hverri sómakærri manneskju ber að fagna og kynda undir vegna þess að hún er til góðs fyrir okkur öll. Markmið hennar er ekki og hefur aldrei verið að skipta um ríkisstjórnir eða hlutast til um stjórnmál heldur breyta innviðum samfélagsins til betri vegar. En það breytir því ekki að til þess að svo megi verða þá þurfa ríkjandi stjórnvöld hverju sinni að grípa til róttækra aðgerða. Úttektir, stýrihópar og langtímaaðgerðaáætlanir eru einfaldlega ekki nóg. Það þarf að grípa til aðgerða innan réttargæslukerfisins alls, koma hverju einasta fórnarlambi og aðstandendum til stuðnings og margfalda fræðslu innan hvers einasta skóla og vinnustaðar. Markmiðið með þessum orðum er ekki að gera lítið úr því sem þegar er gert eða stendur til að gera, heldur einfaldlega að benda á þá staðreynd að það er ekki nóg. Ofbeldi karlmanna á hendur konum er sjúkleiki sem fer eins og faraldur um samfélagið með skelfilegum afleiðingum fyrir stóran hluta þjóðarinnar og við verðum að gera þá kröfu til ráðamanna að viðbrögðin séu í samræmi við það. Að ekkert sé til sparað til þess að uppræta þessa óáran með öllum ráðum og í þeim aðgerðum þurfum við að hafa í huga að þetta er alvarlegur heilbrigðisvandi sem er framkallaður af gerendum. Af karlmönnum sem beita konur ofbeldi. Karlmenn sem beita konur ofbeldi eru ömurleg lítilmenni og rót vandans. Þeir eru vírusinn sem þarf að uppræta og það verður ekki gert með þeim vettlingatökum sem löngum hafa einkennt málaflokkinn. Til þess hljótum við að þurfa að horfa til hertra refsiheimilda og ekki síður lögbundinnar fræðslu fyrir þessa einstaklinga með það að markmiði að þeir geri sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og snúi lífi sínu til betri vegar. Slíkar aðgerðir þola enga bið því hér geisar faraldur.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun