Kreddur Hörður Ægisson skrifar 20. apríl 2018 10:00 Rekstrarskilyrði í íslensku atvinnulífi hafa versnað til muna á síðustu árum. Mörg fyrirtæki, einkum þau sem eru í samkeppni á erlendum mörkuðum, sjá fram á tímabil hagræðingar og uppsagna. Launa- kostnaður hefur aukist um tugi prósenta og raungengið er í hæstu hæðum. Þótt síðustu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi ekki hleypt verðbólgunni af stað, eins og margir óttuðust réttilega, þá reyndust þeir dýrkeyptir. Afleiðingin er brothætt samkeppnisstaða gagnvart okkar nágrannaríkjum. Þetta er sú mynd sem við blasir, núna þegar styttist í gerð næstu kjarasamninga. Niðurstaða þeirra mun ráða miklu um framvindu efnahagsmála. Ætlum við að læra af reynslu Norðurlandanna? Fáir munu þora að veðja á það. Þar ríkir sameiginlegur skilningur á því hjá aðilum á vinnumarkaði, að minnsta kosti meiri en þekkist hérlendis, að laun verði ekki ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Þau hljóta þannig ávallt að taka mið af stöðu útflutningsgreina landsins. Ljóst má vera að atvinnulífið stendur ekki undir enn meiri launakostnaði við núverandi efnahagsaðstæður. Þetta á auðvitað ekki að þarfnast útskýringa. Laun hafa hækkað, mælt í sömu mynt, um fjörutíu prósent meira en í helstu samkeppnisríkjum Íslands. Hlutfall launa af landsframleiðslu er það hæsta á Norðurlöndum. Í ræðu sinni á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í vikunni rakti Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, það hvernig frændþjóðir okkar hafa staðið að gerð kjarasamninga á undanförnum árum. Þar er fátt sem hægt er að heimfæra upp á Íslandi. Þannig hafa launahækkanir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku að jafnaði verið á bilinu um 2 til 3 prósent á ári. Í stað þess að semja um miklar nafnlaunahækkanir, eins og hefur jafnan tíðkast á Íslandi, er markmiðið þar fremur að kaupmáttur aukist jafnt og þétt, ár frá ári, á grundvelli lítillar verðbólgu, lágra vaxta og stöðugs gengis. Þeir sem kalla eftir meiri efnahagsstöðugleika hljóta því að vilja feta í fótspor Norðurlandanna í þessum efnum. Sá breiði hugmyndafræðilegi samhljómur sem einkennir önnur ríki á Norðurlöndum hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi. Þetta á ekki aðeins við í málefnum vinnumarkaðarins. Engin samstaða virðist meðal annars vera um hvernig eigi að fjármagna brýna uppbyggingu í innviðum fyrir hundruð milljarða enda þótt allir séu sammála um nauðsyn þess að ráðast í slíkar fjárfestingar. Ólíkt því sem þekkist í nágrannaríkjum okkar eru nánast allir innviðir landsins í eigu ríkisins eða sveitarfélaga. Þetta þarf að breytast. Ríkið hefur ekki bolmagn, frekar en á mörgum öðrum sviðum, til að sinna allri fjárfestingaþörfinni. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra fjárfesta, innlendra sem erlendra, er í senn nauðsynleg og æskileg. Vandinn er hins vegar pólitískar kreddur og sú andstaða sem birtist í opinberri umræðu gagnvart einkaframtakinu. Það er sótt að markaðshagkerfinu um þessar mundir og til lengri tíma litið eru það kannski alvarlegustu afleiðingar fjármálahrunsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Rekstrarskilyrði í íslensku atvinnulífi hafa versnað til muna á síðustu árum. Mörg fyrirtæki, einkum þau sem eru í samkeppni á erlendum mörkuðum, sjá fram á tímabil hagræðingar og uppsagna. Launa- kostnaður hefur aukist um tugi prósenta og raungengið er í hæstu hæðum. Þótt síðustu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi ekki hleypt verðbólgunni af stað, eins og margir óttuðust réttilega, þá reyndust þeir dýrkeyptir. Afleiðingin er brothætt samkeppnisstaða gagnvart okkar nágrannaríkjum. Þetta er sú mynd sem við blasir, núna þegar styttist í gerð næstu kjarasamninga. Niðurstaða þeirra mun ráða miklu um framvindu efnahagsmála. Ætlum við að læra af reynslu Norðurlandanna? Fáir munu þora að veðja á það. Þar ríkir sameiginlegur skilningur á því hjá aðilum á vinnumarkaði, að minnsta kosti meiri en þekkist hérlendis, að laun verði ekki ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Þau hljóta þannig ávallt að taka mið af stöðu útflutningsgreina landsins. Ljóst má vera að atvinnulífið stendur ekki undir enn meiri launakostnaði við núverandi efnahagsaðstæður. Þetta á auðvitað ekki að þarfnast útskýringa. Laun hafa hækkað, mælt í sömu mynt, um fjörutíu prósent meira en í helstu samkeppnisríkjum Íslands. Hlutfall launa af landsframleiðslu er það hæsta á Norðurlöndum. Í ræðu sinni á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í vikunni rakti Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, það hvernig frændþjóðir okkar hafa staðið að gerð kjarasamninga á undanförnum árum. Þar er fátt sem hægt er að heimfæra upp á Íslandi. Þannig hafa launahækkanir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku að jafnaði verið á bilinu um 2 til 3 prósent á ári. Í stað þess að semja um miklar nafnlaunahækkanir, eins og hefur jafnan tíðkast á Íslandi, er markmiðið þar fremur að kaupmáttur aukist jafnt og þétt, ár frá ári, á grundvelli lítillar verðbólgu, lágra vaxta og stöðugs gengis. Þeir sem kalla eftir meiri efnahagsstöðugleika hljóta því að vilja feta í fótspor Norðurlandanna í þessum efnum. Sá breiði hugmyndafræðilegi samhljómur sem einkennir önnur ríki á Norðurlöndum hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi. Þetta á ekki aðeins við í málefnum vinnumarkaðarins. Engin samstaða virðist meðal annars vera um hvernig eigi að fjármagna brýna uppbyggingu í innviðum fyrir hundruð milljarða enda þótt allir séu sammála um nauðsyn þess að ráðast í slíkar fjárfestingar. Ólíkt því sem þekkist í nágrannaríkjum okkar eru nánast allir innviðir landsins í eigu ríkisins eða sveitarfélaga. Þetta þarf að breytast. Ríkið hefur ekki bolmagn, frekar en á mörgum öðrum sviðum, til að sinna allri fjárfestingaþörfinni. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra fjárfesta, innlendra sem erlendra, er í senn nauðsynleg og æskileg. Vandinn er hins vegar pólitískar kreddur og sú andstaða sem birtist í opinberri umræðu gagnvart einkaframtakinu. Það er sótt að markaðshagkerfinu um þessar mundir og til lengri tíma litið eru það kannski alvarlegustu afleiðingar fjármálahrunsins.
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar
Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun