Dani sá fyrsti sem er dæmdur fyrir falsfréttir í Malasíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2018 08:41 Sulaiman sakaði lögreglu um að vera óeðlilega lengi á staðinn þegar Faid al-Batsh, palestínskur fyrirlesari, var skotinn til bana í Kúala Lúmpúr 21. apríl. Vísir/AFP Dómstóll í Malasíu sakfelldi mann í fyrsta skipti á grundvelli nýrra laga gegn svonefndum falsfréttum í dag. Danskur maður sem birti myndband á samfélagsmiðli með því sem var sagt ónákvæmri gagnrýni á lögreglu var dæmdur í mánaðarfangelsi. Salah Salem Saleh Sulaiman, Dani af jemenskum uppruna á fimmtugsaldri, birti myndband á Youtube þar sem hann fullyrti að það hefði tekið lögreglu fimmtíu mínútur að koma á staðinn þegar palestínskur fyrirlesari var skotinn til bana um þarsíðustu helgi. Lögreglan sagðist hins vegar aðeins hafa verið átta mínútur á leiðinni. Sulaiman, sem er 46 ára gamall, var því ákærður fyrir að hafa „birt falsfréttir með myndbandi á Youtube með illum ásetningi“. Sulaiman lýsti sig sekan en hann hafði engan verjanda við réttarhöldin í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann segist hafa birt myndbandið í bræði og hann hafi ekki ætlað sér að valda neinum skaða. Baðst hann afsökunar á framferði sínu.Allt að sex ára fangelsi liggur við dreifingu falsfrétta Samkvæmt nýju lögunum er hægt að dæma fólk í allt að sex ára fangelsi fyrir að bera út falsfréttir. Malasískt fjölmiðlafyrirtæki hefur höfðað mál og fullyrðir að lögin stangist á við stjórnarskrá. Fleiri ríki í Suðaustur-Asíu eins og Singapúr og Filippseyjar íhuga nú að taka upp sambærilega löggjöf. Sulaiman var dæmdur til að greiða sekt en hann kaus hins vegar frekar að afplána mánaðarfangelsisvist þar sem hann gat ekki greitt sektina. Falsfréttir hafa verið til mikillar umfjöllunar undanfarið, ekki síst eftir miklar áróðursherferðir sem voru háðar í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar árið 2016 og Brexit-þjóðaratkvæðisgreiðsluna í Bretlandi. Þá báru fjöldi vafasamra vefsíðna og svonefndra botta út lygar og hálfsannleik í stórum stíl. Síðan hefur hugtakið orðið að nokkurs konar formælingu á neikvæðum fréttum í meðförum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Valdboðssinnar í fleiri ríkjum hafa í auknum mæli tekið upp orðræðu forsetans gegn fjölmiðlum og gagnrýninni umfjöllun þeirra. Danmörk Filippseyjar Malasía Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Dómstóll í Malasíu sakfelldi mann í fyrsta skipti á grundvelli nýrra laga gegn svonefndum falsfréttum í dag. Danskur maður sem birti myndband á samfélagsmiðli með því sem var sagt ónákvæmri gagnrýni á lögreglu var dæmdur í mánaðarfangelsi. Salah Salem Saleh Sulaiman, Dani af jemenskum uppruna á fimmtugsaldri, birti myndband á Youtube þar sem hann fullyrti að það hefði tekið lögreglu fimmtíu mínútur að koma á staðinn þegar palestínskur fyrirlesari var skotinn til bana um þarsíðustu helgi. Lögreglan sagðist hins vegar aðeins hafa verið átta mínútur á leiðinni. Sulaiman, sem er 46 ára gamall, var því ákærður fyrir að hafa „birt falsfréttir með myndbandi á Youtube með illum ásetningi“. Sulaiman lýsti sig sekan en hann hafði engan verjanda við réttarhöldin í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann segist hafa birt myndbandið í bræði og hann hafi ekki ætlað sér að valda neinum skaða. Baðst hann afsökunar á framferði sínu.Allt að sex ára fangelsi liggur við dreifingu falsfrétta Samkvæmt nýju lögunum er hægt að dæma fólk í allt að sex ára fangelsi fyrir að bera út falsfréttir. Malasískt fjölmiðlafyrirtæki hefur höfðað mál og fullyrðir að lögin stangist á við stjórnarskrá. Fleiri ríki í Suðaustur-Asíu eins og Singapúr og Filippseyjar íhuga nú að taka upp sambærilega löggjöf. Sulaiman var dæmdur til að greiða sekt en hann kaus hins vegar frekar að afplána mánaðarfangelsisvist þar sem hann gat ekki greitt sektina. Falsfréttir hafa verið til mikillar umfjöllunar undanfarið, ekki síst eftir miklar áróðursherferðir sem voru háðar í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar árið 2016 og Brexit-þjóðaratkvæðisgreiðsluna í Bretlandi. Þá báru fjöldi vafasamra vefsíðna og svonefndra botta út lygar og hálfsannleik í stórum stíl. Síðan hefur hugtakið orðið að nokkurs konar formælingu á neikvæðum fréttum í meðförum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Valdboðssinnar í fleiri ríkjum hafa í auknum mæli tekið upp orðræðu forsetans gegn fjölmiðlum og gagnrýninni umfjöllun þeirra.
Danmörk Filippseyjar Malasía Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira