Dani sá fyrsti sem er dæmdur fyrir falsfréttir í Malasíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2018 08:41 Sulaiman sakaði lögreglu um að vera óeðlilega lengi á staðinn þegar Faid al-Batsh, palestínskur fyrirlesari, var skotinn til bana í Kúala Lúmpúr 21. apríl. Vísir/AFP Dómstóll í Malasíu sakfelldi mann í fyrsta skipti á grundvelli nýrra laga gegn svonefndum falsfréttum í dag. Danskur maður sem birti myndband á samfélagsmiðli með því sem var sagt ónákvæmri gagnrýni á lögreglu var dæmdur í mánaðarfangelsi. Salah Salem Saleh Sulaiman, Dani af jemenskum uppruna á fimmtugsaldri, birti myndband á Youtube þar sem hann fullyrti að það hefði tekið lögreglu fimmtíu mínútur að koma á staðinn þegar palestínskur fyrirlesari var skotinn til bana um þarsíðustu helgi. Lögreglan sagðist hins vegar aðeins hafa verið átta mínútur á leiðinni. Sulaiman, sem er 46 ára gamall, var því ákærður fyrir að hafa „birt falsfréttir með myndbandi á Youtube með illum ásetningi“. Sulaiman lýsti sig sekan en hann hafði engan verjanda við réttarhöldin í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann segist hafa birt myndbandið í bræði og hann hafi ekki ætlað sér að valda neinum skaða. Baðst hann afsökunar á framferði sínu.Allt að sex ára fangelsi liggur við dreifingu falsfrétta Samkvæmt nýju lögunum er hægt að dæma fólk í allt að sex ára fangelsi fyrir að bera út falsfréttir. Malasískt fjölmiðlafyrirtæki hefur höfðað mál og fullyrðir að lögin stangist á við stjórnarskrá. Fleiri ríki í Suðaustur-Asíu eins og Singapúr og Filippseyjar íhuga nú að taka upp sambærilega löggjöf. Sulaiman var dæmdur til að greiða sekt en hann kaus hins vegar frekar að afplána mánaðarfangelsisvist þar sem hann gat ekki greitt sektina. Falsfréttir hafa verið til mikillar umfjöllunar undanfarið, ekki síst eftir miklar áróðursherferðir sem voru háðar í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar árið 2016 og Brexit-þjóðaratkvæðisgreiðsluna í Bretlandi. Þá báru fjöldi vafasamra vefsíðna og svonefndra botta út lygar og hálfsannleik í stórum stíl. Síðan hefur hugtakið orðið að nokkurs konar formælingu á neikvæðum fréttum í meðförum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Valdboðssinnar í fleiri ríkjum hafa í auknum mæli tekið upp orðræðu forsetans gegn fjölmiðlum og gagnrýninni umfjöllun þeirra. Danmörk Filippseyjar Malasía Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Sjá meira
Dómstóll í Malasíu sakfelldi mann í fyrsta skipti á grundvelli nýrra laga gegn svonefndum falsfréttum í dag. Danskur maður sem birti myndband á samfélagsmiðli með því sem var sagt ónákvæmri gagnrýni á lögreglu var dæmdur í mánaðarfangelsi. Salah Salem Saleh Sulaiman, Dani af jemenskum uppruna á fimmtugsaldri, birti myndband á Youtube þar sem hann fullyrti að það hefði tekið lögreglu fimmtíu mínútur að koma á staðinn þegar palestínskur fyrirlesari var skotinn til bana um þarsíðustu helgi. Lögreglan sagðist hins vegar aðeins hafa verið átta mínútur á leiðinni. Sulaiman, sem er 46 ára gamall, var því ákærður fyrir að hafa „birt falsfréttir með myndbandi á Youtube með illum ásetningi“. Sulaiman lýsti sig sekan en hann hafði engan verjanda við réttarhöldin í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann segist hafa birt myndbandið í bræði og hann hafi ekki ætlað sér að valda neinum skaða. Baðst hann afsökunar á framferði sínu.Allt að sex ára fangelsi liggur við dreifingu falsfrétta Samkvæmt nýju lögunum er hægt að dæma fólk í allt að sex ára fangelsi fyrir að bera út falsfréttir. Malasískt fjölmiðlafyrirtæki hefur höfðað mál og fullyrðir að lögin stangist á við stjórnarskrá. Fleiri ríki í Suðaustur-Asíu eins og Singapúr og Filippseyjar íhuga nú að taka upp sambærilega löggjöf. Sulaiman var dæmdur til að greiða sekt en hann kaus hins vegar frekar að afplána mánaðarfangelsisvist þar sem hann gat ekki greitt sektina. Falsfréttir hafa verið til mikillar umfjöllunar undanfarið, ekki síst eftir miklar áróðursherferðir sem voru háðar í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar árið 2016 og Brexit-þjóðaratkvæðisgreiðsluna í Bretlandi. Þá báru fjöldi vafasamra vefsíðna og svonefndra botta út lygar og hálfsannleik í stórum stíl. Síðan hefur hugtakið orðið að nokkurs konar formælingu á neikvæðum fréttum í meðförum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Valdboðssinnar í fleiri ríkjum hafa í auknum mæli tekið upp orðræðu forsetans gegn fjölmiðlum og gagnrýninni umfjöllun þeirra.
Danmörk Filippseyjar Malasía Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Sjá meira