Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 15:42 Tilraunir Macron til að tala um fyrir Trump um kjarnorkusamninginn báru engan árangur. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Írani í morgun. New York Times greinir frá þessu. Ákvörðun Trump er í andstöðu við vilja helstu bandamanna Bandaríkjanna. Til stendur að Trump tilkynnti formlega um ákvörðun sína varðandi samkomulagið kl. 14:00 að staðartíma í Washington, kl. 18 að íslenskum tíma. Forsetinn hefur lengi hatast við samkomulagið sem hann hefur lýst sem „geðveiku“. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Bandaríkjastjórn er nú sögð undirbúa að leggja refsiaðgerðirnar sem hún féll frá með samkomulaginu aftur á og bæta nýjum við, samkvæmt heimildarmanni bandaríska dagblaðsins.Reuters-fréttastofan hefur aftur á móti eftir skrifstofu Macron hafi ekkert gefið uppi um framtíð samkomulagsins í símtali þeirra í dag.Sakar Trump um að einangra Bandaríkin Evrópuþjóðirnar hafa heitið því að halda sig við samkomulagið og er talið að ákvörðun Trump nú muni einangra Bandaríkjastjórn á alþjóðavettvangi og setja samskiptin við þessar helstu bandalagsþjóðir í uppnám. Þá er ákvörðunin talin líkleg til að reyna enn á stirð samskipti við Kínverja og Rússa. Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í tíð Baracks Obama, gagnrýnir Trump harðlega fyrir ákvörðunina á Twitter. „Trump hefur rústað trúverðugleika Bandaríkjanna og greitt götuna að því að Íranir hefji aftur kjarnorkuvopnaáætlun sína. Trump hefur gert það sem er óhugsandi: einangrað Bandaríkin og fylkt heiminum að baki Írönum,“ tísti Power. Hún varar jafnframt við því að kostnaðurinn við hernaðaðgerðir gegn Íran hafi aðeins aukist frá því áður en samkomulagið tók gildi.Trump has demolished America's credibility & paved the way for Iran to re-start its nuclear program. Trump has done the unthinkable: isolated the US & rallied the world around Iran. The costs of using military force have only increased. (2/2)— Samantha Power (@SamanthaJPower) May 8, 2018 Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Bretar hvetja Trump til að standa við gerða samninga við Íran Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur Trump Bandaríkjaforseta til að standa við alþjóðlega samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans. 7. maí 2018 06:45 Reiknað með því að Trump laski Íranssamninginn í dag Þrátt fyrir óskir bandamanna Bandaríkjanna sem eiga aðild að kjarnorkusamningnum virðist Bandaríkjaforseti ætla að setja hann í hættu með því að endurvekja refsiaðgerðir gegn Íran. 8. maí 2018 13:18 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Írani í morgun. New York Times greinir frá þessu. Ákvörðun Trump er í andstöðu við vilja helstu bandamanna Bandaríkjanna. Til stendur að Trump tilkynnti formlega um ákvörðun sína varðandi samkomulagið kl. 14:00 að staðartíma í Washington, kl. 18 að íslenskum tíma. Forsetinn hefur lengi hatast við samkomulagið sem hann hefur lýst sem „geðveiku“. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Bandaríkjastjórn er nú sögð undirbúa að leggja refsiaðgerðirnar sem hún féll frá með samkomulaginu aftur á og bæta nýjum við, samkvæmt heimildarmanni bandaríska dagblaðsins.Reuters-fréttastofan hefur aftur á móti eftir skrifstofu Macron hafi ekkert gefið uppi um framtíð samkomulagsins í símtali þeirra í dag.Sakar Trump um að einangra Bandaríkin Evrópuþjóðirnar hafa heitið því að halda sig við samkomulagið og er talið að ákvörðun Trump nú muni einangra Bandaríkjastjórn á alþjóðavettvangi og setja samskiptin við þessar helstu bandalagsþjóðir í uppnám. Þá er ákvörðunin talin líkleg til að reyna enn á stirð samskipti við Kínverja og Rússa. Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í tíð Baracks Obama, gagnrýnir Trump harðlega fyrir ákvörðunina á Twitter. „Trump hefur rústað trúverðugleika Bandaríkjanna og greitt götuna að því að Íranir hefji aftur kjarnorkuvopnaáætlun sína. Trump hefur gert það sem er óhugsandi: einangrað Bandaríkin og fylkt heiminum að baki Írönum,“ tísti Power. Hún varar jafnframt við því að kostnaðurinn við hernaðaðgerðir gegn Íran hafi aðeins aukist frá því áður en samkomulagið tók gildi.Trump has demolished America's credibility & paved the way for Iran to re-start its nuclear program. Trump has done the unthinkable: isolated the US & rallied the world around Iran. The costs of using military force have only increased. (2/2)— Samantha Power (@SamanthaJPower) May 8, 2018
Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Bretar hvetja Trump til að standa við gerða samninga við Íran Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur Trump Bandaríkjaforseta til að standa við alþjóðlega samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans. 7. maí 2018 06:45 Reiknað með því að Trump laski Íranssamninginn í dag Þrátt fyrir óskir bandamanna Bandaríkjanna sem eiga aðild að kjarnorkusamningnum virðist Bandaríkjaforseti ætla að setja hann í hættu með því að endurvekja refsiaðgerðir gegn Íran. 8. maí 2018 13:18 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira
Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51
Bretar hvetja Trump til að standa við gerða samninga við Íran Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur Trump Bandaríkjaforseta til að standa við alþjóðlega samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans. 7. maí 2018 06:45
Reiknað með því að Trump laski Íranssamninginn í dag Þrátt fyrir óskir bandamanna Bandaríkjanna sem eiga aðild að kjarnorkusamningnum virðist Bandaríkjaforseti ætla að setja hann í hættu með því að endurvekja refsiaðgerðir gegn Íran. 8. maí 2018 13:18