Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. maí 2018 10:00 Rudy Giuliani fór um víðan völl í viðtalinu við Sean Hannity. Skjáskot Bandaríkin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þurfti í gær að svara fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs meðlims lögfræðiteymis forsetans og fyrrverandi borgarstjóra New York. Giuliani hefur farið mikinn í viðtölum í vikunni. Á miðvikudag sagði hann til að mynda frá því að Trump hefði endurgreitt Michael Cohen, lögmanni sínum, eftir að Cohen sá um gerð samkomulags við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels. Samkomulagið var gert fáeinum dögum fyrir forsetakosningarnar 2016 og gekk út á að Daniels myndi þegja um að hún hefði sofið hjá Trump árið 2006, sem Trump hefur reyndar sagt upplognar ásakanir. Sagði Giuliani að Trump hefði endurgreitt Cohen 130.000 dali, andvirði rúmra þrettán milljóna króna. Ummælin hafa reynst Trump-liðum erfið af tveimur ástæðum. Annars vegar eru þau í beinni þversögn við það sem Trump sagði í apríl, að hann hefði ekki vitað af gerð samkomulagsins. Hins vegar komu upp spurningar um hvort greiðslan hefði komið úr framboðssjóðum Trumps. Ef það er satt er um brot á alríkislögum að ræða. Á fimmtudag sagði Trump að fjármagnið hefði ekki komið úr framboðssjóðum. Þá sagði Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi forsetans, að Trump hefði ekki vitað af samkomulaginu þegar það var gert, hún hefði frétt af því seinna. The New York Times greindi frá því á fimmtudag að Trump gæti hafa gerst brotlegur jafnvel þótt greiðslan hefði ekki komið úr framboðssjóðum. „Ef ekki er greint frá slíkum greiðslum gæti það verið brot á lögum um siðareglur. Opinberir starfsmenn, meðal annars Trump, þurfa að greina frá skuldum, hærri en tíu þúsund dalir, er söfnuðust á undanförnu ári. Í síðustu skýrslu Trumps, sem skilað var í júní, var ekki minnst á neina skuld við Cohen,“ sagði í fréttinni. Trump sagði svo í gær að þótt Giuliani væri „frábær gaur“ væri hann bara nýbyrjaður í starfi. „Rudy, við elskum Rudy, einstakur gaur. Hann skilur að þetta eru nornaveiðar. Hann veit það jafnvel betur en nokkur annar. En þegar hann fullyrti ákveðna hluti?… Hann byrjaði bara í gær. Þannig er það nú,“ sagði Trump svo síðar um daginn. Trump verður tíðrætt um meintar nornaveiðar. Það sem af er ári hefur hann tíst að minnsta kosti nítján sinnum um meintar nornaveiðar, oftast í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af kosningunum 2016 og meintu samráði framboðs Trumps við rússnesk yfirvöld. Greinilegt er að Trump telur rannsóknina samsæri gegn sér. Ummæli Giulianis hafa ekki eingöngu valdið Trump hugarangri, að því er CNN greinir frá. Heimildir miðilsins herma, samkvæmt frétt frá því í gær, að lögfræðiteymið undrist ummæli borgarstjórans fyrrverandi. Telji hann ekki hafa verið undirbúinn fyrir viðtölin. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Bandaríkin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þurfti í gær að svara fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs meðlims lögfræðiteymis forsetans og fyrrverandi borgarstjóra New York. Giuliani hefur farið mikinn í viðtölum í vikunni. Á miðvikudag sagði hann til að mynda frá því að Trump hefði endurgreitt Michael Cohen, lögmanni sínum, eftir að Cohen sá um gerð samkomulags við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels. Samkomulagið var gert fáeinum dögum fyrir forsetakosningarnar 2016 og gekk út á að Daniels myndi þegja um að hún hefði sofið hjá Trump árið 2006, sem Trump hefur reyndar sagt upplognar ásakanir. Sagði Giuliani að Trump hefði endurgreitt Cohen 130.000 dali, andvirði rúmra þrettán milljóna króna. Ummælin hafa reynst Trump-liðum erfið af tveimur ástæðum. Annars vegar eru þau í beinni þversögn við það sem Trump sagði í apríl, að hann hefði ekki vitað af gerð samkomulagsins. Hins vegar komu upp spurningar um hvort greiðslan hefði komið úr framboðssjóðum Trumps. Ef það er satt er um brot á alríkislögum að ræða. Á fimmtudag sagði Trump að fjármagnið hefði ekki komið úr framboðssjóðum. Þá sagði Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi forsetans, að Trump hefði ekki vitað af samkomulaginu þegar það var gert, hún hefði frétt af því seinna. The New York Times greindi frá því á fimmtudag að Trump gæti hafa gerst brotlegur jafnvel þótt greiðslan hefði ekki komið úr framboðssjóðum. „Ef ekki er greint frá slíkum greiðslum gæti það verið brot á lögum um siðareglur. Opinberir starfsmenn, meðal annars Trump, þurfa að greina frá skuldum, hærri en tíu þúsund dalir, er söfnuðust á undanförnu ári. Í síðustu skýrslu Trumps, sem skilað var í júní, var ekki minnst á neina skuld við Cohen,“ sagði í fréttinni. Trump sagði svo í gær að þótt Giuliani væri „frábær gaur“ væri hann bara nýbyrjaður í starfi. „Rudy, við elskum Rudy, einstakur gaur. Hann skilur að þetta eru nornaveiðar. Hann veit það jafnvel betur en nokkur annar. En þegar hann fullyrti ákveðna hluti?… Hann byrjaði bara í gær. Þannig er það nú,“ sagði Trump svo síðar um daginn. Trump verður tíðrætt um meintar nornaveiðar. Það sem af er ári hefur hann tíst að minnsta kosti nítján sinnum um meintar nornaveiðar, oftast í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af kosningunum 2016 og meintu samráði framboðs Trumps við rússnesk yfirvöld. Greinilegt er að Trump telur rannsóknina samsæri gegn sér. Ummæli Giulianis hafa ekki eingöngu valdið Trump hugarangri, að því er CNN greinir frá. Heimildir miðilsins herma, samkvæmt frétt frá því í gær, að lögfræðiteymið undrist ummæli borgarstjórans fyrrverandi. Telji hann ekki hafa verið undirbúinn fyrir viðtölin.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira