Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. maí 2018 10:00 Rudy Giuliani fór um víðan völl í viðtalinu við Sean Hannity. Skjáskot Bandaríkin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þurfti í gær að svara fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs meðlims lögfræðiteymis forsetans og fyrrverandi borgarstjóra New York. Giuliani hefur farið mikinn í viðtölum í vikunni. Á miðvikudag sagði hann til að mynda frá því að Trump hefði endurgreitt Michael Cohen, lögmanni sínum, eftir að Cohen sá um gerð samkomulags við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels. Samkomulagið var gert fáeinum dögum fyrir forsetakosningarnar 2016 og gekk út á að Daniels myndi þegja um að hún hefði sofið hjá Trump árið 2006, sem Trump hefur reyndar sagt upplognar ásakanir. Sagði Giuliani að Trump hefði endurgreitt Cohen 130.000 dali, andvirði rúmra þrettán milljóna króna. Ummælin hafa reynst Trump-liðum erfið af tveimur ástæðum. Annars vegar eru þau í beinni þversögn við það sem Trump sagði í apríl, að hann hefði ekki vitað af gerð samkomulagsins. Hins vegar komu upp spurningar um hvort greiðslan hefði komið úr framboðssjóðum Trumps. Ef það er satt er um brot á alríkislögum að ræða. Á fimmtudag sagði Trump að fjármagnið hefði ekki komið úr framboðssjóðum. Þá sagði Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi forsetans, að Trump hefði ekki vitað af samkomulaginu þegar það var gert, hún hefði frétt af því seinna. The New York Times greindi frá því á fimmtudag að Trump gæti hafa gerst brotlegur jafnvel þótt greiðslan hefði ekki komið úr framboðssjóðum. „Ef ekki er greint frá slíkum greiðslum gæti það verið brot á lögum um siðareglur. Opinberir starfsmenn, meðal annars Trump, þurfa að greina frá skuldum, hærri en tíu þúsund dalir, er söfnuðust á undanförnu ári. Í síðustu skýrslu Trumps, sem skilað var í júní, var ekki minnst á neina skuld við Cohen,“ sagði í fréttinni. Trump sagði svo í gær að þótt Giuliani væri „frábær gaur“ væri hann bara nýbyrjaður í starfi. „Rudy, við elskum Rudy, einstakur gaur. Hann skilur að þetta eru nornaveiðar. Hann veit það jafnvel betur en nokkur annar. En þegar hann fullyrti ákveðna hluti?… Hann byrjaði bara í gær. Þannig er það nú,“ sagði Trump svo síðar um daginn. Trump verður tíðrætt um meintar nornaveiðar. Það sem af er ári hefur hann tíst að minnsta kosti nítján sinnum um meintar nornaveiðar, oftast í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af kosningunum 2016 og meintu samráði framboðs Trumps við rússnesk yfirvöld. Greinilegt er að Trump telur rannsóknina samsæri gegn sér. Ummæli Giulianis hafa ekki eingöngu valdið Trump hugarangri, að því er CNN greinir frá. Heimildir miðilsins herma, samkvæmt frétt frá því í gær, að lögfræðiteymið undrist ummæli borgarstjórans fyrrverandi. Telji hann ekki hafa verið undirbúinn fyrir viðtölin. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Bandaríkin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þurfti í gær að svara fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs meðlims lögfræðiteymis forsetans og fyrrverandi borgarstjóra New York. Giuliani hefur farið mikinn í viðtölum í vikunni. Á miðvikudag sagði hann til að mynda frá því að Trump hefði endurgreitt Michael Cohen, lögmanni sínum, eftir að Cohen sá um gerð samkomulags við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels. Samkomulagið var gert fáeinum dögum fyrir forsetakosningarnar 2016 og gekk út á að Daniels myndi þegja um að hún hefði sofið hjá Trump árið 2006, sem Trump hefur reyndar sagt upplognar ásakanir. Sagði Giuliani að Trump hefði endurgreitt Cohen 130.000 dali, andvirði rúmra þrettán milljóna króna. Ummælin hafa reynst Trump-liðum erfið af tveimur ástæðum. Annars vegar eru þau í beinni þversögn við það sem Trump sagði í apríl, að hann hefði ekki vitað af gerð samkomulagsins. Hins vegar komu upp spurningar um hvort greiðslan hefði komið úr framboðssjóðum Trumps. Ef það er satt er um brot á alríkislögum að ræða. Á fimmtudag sagði Trump að fjármagnið hefði ekki komið úr framboðssjóðum. Þá sagði Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi forsetans, að Trump hefði ekki vitað af samkomulaginu þegar það var gert, hún hefði frétt af því seinna. The New York Times greindi frá því á fimmtudag að Trump gæti hafa gerst brotlegur jafnvel þótt greiðslan hefði ekki komið úr framboðssjóðum. „Ef ekki er greint frá slíkum greiðslum gæti það verið brot á lögum um siðareglur. Opinberir starfsmenn, meðal annars Trump, þurfa að greina frá skuldum, hærri en tíu þúsund dalir, er söfnuðust á undanförnu ári. Í síðustu skýrslu Trumps, sem skilað var í júní, var ekki minnst á neina skuld við Cohen,“ sagði í fréttinni. Trump sagði svo í gær að þótt Giuliani væri „frábær gaur“ væri hann bara nýbyrjaður í starfi. „Rudy, við elskum Rudy, einstakur gaur. Hann skilur að þetta eru nornaveiðar. Hann veit það jafnvel betur en nokkur annar. En þegar hann fullyrti ákveðna hluti?… Hann byrjaði bara í gær. Þannig er það nú,“ sagði Trump svo síðar um daginn. Trump verður tíðrætt um meintar nornaveiðar. Það sem af er ári hefur hann tíst að minnsta kosti nítján sinnum um meintar nornaveiðar, oftast í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af kosningunum 2016 og meintu samráði framboðs Trumps við rússnesk yfirvöld. Greinilegt er að Trump telur rannsóknina samsæri gegn sér. Ummæli Giulianis hafa ekki eingöngu valdið Trump hugarangri, að því er CNN greinir frá. Heimildir miðilsins herma, samkvæmt frétt frá því í gær, að lögfræðiteymið undrist ummæli borgarstjórans fyrrverandi. Telji hann ekki hafa verið undirbúinn fyrir viðtölin.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira