Höfum opið Orri Hauksson skrifar 17. maí 2018 07:00 Við viljum geta tengst netinu hvenær og hvar sem er. Ef okkur dettur í hug að koma myndefni til vina – eða verða okkur úti um sjónvarpsefni, upplýsingar eða tónlist – viljum að geta treyst á að komast samstundis í traust samband. Aðgangstækin okkar eru síminn, tölvan, sjónvarpið, úrið og alls konar búnaður. Á næstu árum munum við tala íslensku við tækin okkar. Þau munu auk þess sjálf eiga samskipti innbyrðis. Við erum þannig hreint ekki komin á neina endastöð þróunar, en erum þegar góðu vön. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er Ísland nú með bestu tækniinnviði landa heims. Opinberir aðilar eiga hluta þeirra innviða sem lagðir eru í jörðu. Síðastliðna tvo áratugi hefur Reykjavíkurborg gegnum dótturfélög sín varið um 30 milljörðum á núvirði til að leggja ljósleiðara inn í hús á suðvesturhorninu. Nú eru að koma kosningar. Áhugavert er að vita skoðun frambjóðenda á því hvort megi opna þessar fjarskiptalagnir almennings. Það er skoðun undirritaðs að þessir innviðir ættu að vera opnir fyrir allar útgáfur af þjónustufyrirtækjum sem vilja keppa um hylli fólks fyrir stafrænar lausnir. Nú er staðan sú að þegar borgarfyrirtækið er beðið að opna á og leigja út þann óvirka aðgang að innviðum sem önnur sveitarfélaganet á Íslandi og í Evrópu veita, er komið að lokuðum dyrum. Einungis er veitt ein leið inn í kaplana, um þeirra eigin miðlægu heildaruppsetningu og endabúnað. Allt eða ekkert. Þessir afarkostir eru óvenjulegir og óhagkvæmir. Tvíverknaður, umhverfisrask og sóun eru meðal afleiðinganna. Lokunin heldur aftur af þróunarmöguleikum, sem opið fyrirkomulag leysir úr læðingi. Síminn á ekki kost á nýta þessa tugmilljarða fjárfestingu almennings á meðan þetta lokaða fyrirkomulag er við lýði. Í mörgum hverfum og bæjarfélögum kemur þetta ekki að sök, þar sem mun fleiri en Orkuveitan leggja fjarskiptanet og ljósleiðara á Íslandi. Hins vegar væri grátlegt að grafa aftur upp garða og götur þar sem þegar er búið að leggja. Það er vel hægt að nýta betur þær eignir, sem við eigum öll saman. Árið er 2018 – höfum opið.Höfundur er forstjóri Símans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Við viljum geta tengst netinu hvenær og hvar sem er. Ef okkur dettur í hug að koma myndefni til vina – eða verða okkur úti um sjónvarpsefni, upplýsingar eða tónlist – viljum að geta treyst á að komast samstundis í traust samband. Aðgangstækin okkar eru síminn, tölvan, sjónvarpið, úrið og alls konar búnaður. Á næstu árum munum við tala íslensku við tækin okkar. Þau munu auk þess sjálf eiga samskipti innbyrðis. Við erum þannig hreint ekki komin á neina endastöð þróunar, en erum þegar góðu vön. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er Ísland nú með bestu tækniinnviði landa heims. Opinberir aðilar eiga hluta þeirra innviða sem lagðir eru í jörðu. Síðastliðna tvo áratugi hefur Reykjavíkurborg gegnum dótturfélög sín varið um 30 milljörðum á núvirði til að leggja ljósleiðara inn í hús á suðvesturhorninu. Nú eru að koma kosningar. Áhugavert er að vita skoðun frambjóðenda á því hvort megi opna þessar fjarskiptalagnir almennings. Það er skoðun undirritaðs að þessir innviðir ættu að vera opnir fyrir allar útgáfur af þjónustufyrirtækjum sem vilja keppa um hylli fólks fyrir stafrænar lausnir. Nú er staðan sú að þegar borgarfyrirtækið er beðið að opna á og leigja út þann óvirka aðgang að innviðum sem önnur sveitarfélaganet á Íslandi og í Evrópu veita, er komið að lokuðum dyrum. Einungis er veitt ein leið inn í kaplana, um þeirra eigin miðlægu heildaruppsetningu og endabúnað. Allt eða ekkert. Þessir afarkostir eru óvenjulegir og óhagkvæmir. Tvíverknaður, umhverfisrask og sóun eru meðal afleiðinganna. Lokunin heldur aftur af þróunarmöguleikum, sem opið fyrirkomulag leysir úr læðingi. Síminn á ekki kost á nýta þessa tugmilljarða fjárfestingu almennings á meðan þetta lokaða fyrirkomulag er við lýði. Í mörgum hverfum og bæjarfélögum kemur þetta ekki að sök, þar sem mun fleiri en Orkuveitan leggja fjarskiptanet og ljósleiðara á Íslandi. Hins vegar væri grátlegt að grafa aftur upp garða og götur þar sem þegar er búið að leggja. Það er vel hægt að nýta betur þær eignir, sem við eigum öll saman. Árið er 2018 – höfum opið.Höfundur er forstjóri Símans
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar