Séra Bjarni Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 16. maí 2018 07:00 Þegar ég ólst upp voru nokkrir meistarar hafðir í hávegum á heimili mínu. Þar var Andrés Björnsson útvarpsstjóri. Þegar hann flutti sína áramótaræðu ríkti dauðaþögn í stofunni. Þá var Kristján Eldjárn forseti sem þjónaði af hógværð og þekkingu. Einnig Sigurbjörn Einarsson biskup, sá orðsins og andans maður. Eins séra Friðrik Friðriksson sem enn í dag er mér stór fyrirmynd í starfi og ég hef hugsað hve stórkostlegt hefði verið að fá að hitta hann. Og svo var það Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur sem var svo mikill sálusorgari og óborganlegur húmoristi að enn lifa af honum sögurnar. Ung heyrði ég hvernig hann hefði sinnt sínum skyldum í Reykjavík í spænsku veikinni. Á þremur vikum hafði hann jarðsungið 115 manns og talað persónulega yfir hverri kistu, en heim til hans og frú Áslaugar lá sífelldur straumur syrgjandi fólks. Ég naut þess fyrir nokkru að heyra röddina hans í gömlu útvarpsviðtali, svo hrjúfa og sterka og litríkur persónuleikinn skein í gegn. Mér leið eins og unglingsstúlku að hlusta á „Bíberinn“. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig þessir höfðingjar hefðu mætt ágangi fjölmiðla, kommentakerfa og Facebook-statusa og í ljósi þess fundist þeir hafa lifað gósentíð í samanburði við sálusorgara dagsins í dag. Þess vegna var það dálítið hollt fyrir mig að rekast á orð séra Bjarna þegar hann segir: „Kirkjan hverfur ekki vegna þess að hún byggir á Guði. Hvernig var það í fornöld? Hvernig leit út fyrir kirkjunni í stjórnarbyltingunni frönsku þegar kristindómurinn var opinberlega afnuminn? Eða 1905 þegar kirkja og ríki voru aðskilin í Frakklandi og einn stjórnandinn sagði: „Nú höfum við slökkt ljósin á himninum.“ Þau ljós loga enn. Og þau skulu varpa skærum ljóma, einnig hér á landi.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég ólst upp voru nokkrir meistarar hafðir í hávegum á heimili mínu. Þar var Andrés Björnsson útvarpsstjóri. Þegar hann flutti sína áramótaræðu ríkti dauðaþögn í stofunni. Þá var Kristján Eldjárn forseti sem þjónaði af hógværð og þekkingu. Einnig Sigurbjörn Einarsson biskup, sá orðsins og andans maður. Eins séra Friðrik Friðriksson sem enn í dag er mér stór fyrirmynd í starfi og ég hef hugsað hve stórkostlegt hefði verið að fá að hitta hann. Og svo var það Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur sem var svo mikill sálusorgari og óborganlegur húmoristi að enn lifa af honum sögurnar. Ung heyrði ég hvernig hann hefði sinnt sínum skyldum í Reykjavík í spænsku veikinni. Á þremur vikum hafði hann jarðsungið 115 manns og talað persónulega yfir hverri kistu, en heim til hans og frú Áslaugar lá sífelldur straumur syrgjandi fólks. Ég naut þess fyrir nokkru að heyra röddina hans í gömlu útvarpsviðtali, svo hrjúfa og sterka og litríkur persónuleikinn skein í gegn. Mér leið eins og unglingsstúlku að hlusta á „Bíberinn“. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig þessir höfðingjar hefðu mætt ágangi fjölmiðla, kommentakerfa og Facebook-statusa og í ljósi þess fundist þeir hafa lifað gósentíð í samanburði við sálusorgara dagsins í dag. Þess vegna var það dálítið hollt fyrir mig að rekast á orð séra Bjarna þegar hann segir: „Kirkjan hverfur ekki vegna þess að hún byggir á Guði. Hvernig var það í fornöld? Hvernig leit út fyrir kirkjunni í stjórnarbyltingunni frönsku þegar kristindómurinn var opinberlega afnuminn? Eða 1905 þegar kirkja og ríki voru aðskilin í Frakklandi og einn stjórnandinn sagði: „Nú höfum við slökkt ljósin á himninum.“ Þau ljós loga enn. Og þau skulu varpa skærum ljóma, einnig hér á landi.“
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun