Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2018 19:41 Stuðningsmenn repúblikana hafa aðlagað skoðanir sínar að stefnu Trump í mörgum málum. Vísir/AFP Nær látlausar árásir Donald Trump Bandaríkjaforseta og stuðningsmanna hans á trúverðugleika alríkislögreglunnar FBI undanfarna mánuði virðast hafa borið árangur. Rúmur meirihluti repúblikana segist nú telja að FBI reyni að koma sök á forsetann. Gríðarlegir flokkadrættir sem hafa einkennt bandarísk stjórnmál síðustu árin kom skýrt fram í nýrri skoðanakönnun Economist og YouGov þar sem meðal annars var spurt út í afstöðu stuðningsmanna flokkanna til rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á mögulegu samráði framboðs Trump við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Aðeins þrettán prósent repúblikana telja að rannsókn Mueller sé „lögmæt“ á móti þremur af hverjum fjórum demókrötum. Niðurstöðurnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að Repúblikanaflokkurinn hefur lengi titlað sjálfan sig sem flokk laga og reglu. Mueller sjálfur, núverandi og fyrrverandi forstjóri FBI og aðstoðardómsmálaráðherrann sem hefur umsjón með Rússarannsókninni eru allir repúblikanar eða hafa verið það.Fleiri vilja ekki að Trump reki Mueller Trump hefur ítrekað kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og ýjað að því að hópur spilltra yfirmanna FBI og dómsmálaráðuneytisins hafi lagt á ráðin um að ofsækja hann. Rudy Guiliani, nýr lögmaður Trump, uppnefndi alríkislögreglumenn sem gerðu húsleit hjá Michael Cohen, persónulegum lögmanni Trump, í síðasta mánuði „stormsveitarmenn“ í síðustu viku. Vísaði hann þar til sérsveitarmanna þýskra nasista. Málflutningur forsetans virðist hljóta hljómgrunn hjá flokkssystkinum hans. Í könnuninni segist 61% repúblikana telja að FBI reyni að koma rangri sök á Trump. Aðeins sautján prósent þeirra eru andstæðrar skoðunar og fimmtungur segist ekki viss í sinni sök. Til samanburðar telur fjórðungur óháðra kjósenda að FBI reyni að koma sök á Trump en 39% að svo sé ekki. Nærri því 80% demókrata telur FBI ekki reyna að fella Trump með röngum sökum. Þrátt fyrir þetta telur aðeins rúmur þriðjungur repúblikana að Trump ætti að reka Mueller. Sama hlutfall telur að forsetinn ætti ekki að gera það. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Repúblikanar skamma leyniþjónustuna í skýrslu um afskipti Rússa Framboð Trump fær skammir fyrir að lofa og eiga í samskiptum við uppljóstranavefinn Wikileaks í skýrslu leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 27. apríl 2018 15:30 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Nær látlausar árásir Donald Trump Bandaríkjaforseta og stuðningsmanna hans á trúverðugleika alríkislögreglunnar FBI undanfarna mánuði virðast hafa borið árangur. Rúmur meirihluti repúblikana segist nú telja að FBI reyni að koma sök á forsetann. Gríðarlegir flokkadrættir sem hafa einkennt bandarísk stjórnmál síðustu árin kom skýrt fram í nýrri skoðanakönnun Economist og YouGov þar sem meðal annars var spurt út í afstöðu stuðningsmanna flokkanna til rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á mögulegu samráði framboðs Trump við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Aðeins þrettán prósent repúblikana telja að rannsókn Mueller sé „lögmæt“ á móti þremur af hverjum fjórum demókrötum. Niðurstöðurnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að Repúblikanaflokkurinn hefur lengi titlað sjálfan sig sem flokk laga og reglu. Mueller sjálfur, núverandi og fyrrverandi forstjóri FBI og aðstoðardómsmálaráðherrann sem hefur umsjón með Rússarannsókninni eru allir repúblikanar eða hafa verið það.Fleiri vilja ekki að Trump reki Mueller Trump hefur ítrekað kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og ýjað að því að hópur spilltra yfirmanna FBI og dómsmálaráðuneytisins hafi lagt á ráðin um að ofsækja hann. Rudy Guiliani, nýr lögmaður Trump, uppnefndi alríkislögreglumenn sem gerðu húsleit hjá Michael Cohen, persónulegum lögmanni Trump, í síðasta mánuði „stormsveitarmenn“ í síðustu viku. Vísaði hann þar til sérsveitarmanna þýskra nasista. Málflutningur forsetans virðist hljóta hljómgrunn hjá flokkssystkinum hans. Í könnuninni segist 61% repúblikana telja að FBI reyni að koma rangri sök á Trump. Aðeins sautján prósent þeirra eru andstæðrar skoðunar og fimmtungur segist ekki viss í sinni sök. Til samanburðar telur fjórðungur óháðra kjósenda að FBI reyni að koma sök á Trump en 39% að svo sé ekki. Nærri því 80% demókrata telur FBI ekki reyna að fella Trump með röngum sökum. Þrátt fyrir þetta telur aðeins rúmur þriðjungur repúblikana að Trump ætti að reka Mueller. Sama hlutfall telur að forsetinn ætti ekki að gera það.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Repúblikanar skamma leyniþjónustuna í skýrslu um afskipti Rússa Framboð Trump fær skammir fyrir að lofa og eiga í samskiptum við uppljóstranavefinn Wikileaks í skýrslu leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 27. apríl 2018 15:30 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15
Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40
Repúblikanar skamma leyniþjónustuna í skýrslu um afskipti Rússa Framboð Trump fær skammir fyrir að lofa og eiga í samskiptum við uppljóstranavefinn Wikileaks í skýrslu leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 27. apríl 2018 15:30
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45