Gordon tryggði Houston sigurinn og forystuna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:15 Gordon í baráttunni við Curry í nótt vísir/getty Houston Rockets komst í forystu gegn Golden State Warriors í úrslitum vesturdeildar NBA deildarinnar í nót. Houston getur slegið ríkjandi meistara úr keppni með sigri í Oakland aðfaranótt sunnudags. Eric Gordon kom af bekknum í nótt og setti samtals 24 stig en mikilvægast af öllu var að hann stal boltanum af Warriors í lokasókn þeirra og tryggði Houston 98-94 sigur. 20 stiga maðurinn og leiðtoginn Chris Paul meiddist aftan í læri á síðustu mínutu leiksins og gæti misst af sjötta leik liðanna sem gæti reynst Houston dýrt. Ef Rockets nær í sigur um helgina slá þeir ekki aðeins út ríkjandi meistara heldur verður það einnig í fyrsta skipti síðan árið 1995 sem Houston kemst í sjálft úrslitaeinvígið.Chris Paul (20 PTS, 6 AST) & Steph Curry (22 PTS, 6 AST) put on a Game 5 point guard duel in Houston! #Rockets#DubNation#NBAPlayoffspic.twitter.com/hsJXJofGfk — NBA (@NBA) May 25, 2018 Kevin Durant setti 29 stig fyrir meistarana og Stephen Curry skoraði 22. „Við höfum ekki verið í þessari stöðu áður, svo þetta er kafli sem við þurfum að átta okkur á til þess að klára söguna,“ sagði Curry en síðustu þrjú ár hefur Golden State farið í úrslitin. Meistararnir byrjuðu leikinn ekki vel og voru undir allan fyrsta fjórðunginn. Það var ekki fyrr en á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks að Draymond Green jafnaði metin fyrir Golden State af vítalínunni, staðan 45-45 í hálfleik. Þeir komust yfir í upphafi þriðja leikhluta en það entist ekki lengi. Liðin skiptust á forystunni út leikhlutann og var leikurinn mjög spennandi allan seinni hálfleikinn. Green átti þriggja stiga körfu þegar rúm mínúta var eftir á klukkunni sem minnkaði muninn í eitt stig. James Harden hitti ekki úr þriggja stiga skoti sínu hinu megin, en hann hitti ekki einn þrist úr 12 tilraunum í nótt. Green missti stjórn á boltanum og Gordon náði að stela loka sókninni, setti niður tvö vítaskot og tryggði fjögurra stiga sigur Houston.James Harden kicked it out to Eric Gordon for the clutch late triple in tonight's #AssistOfTheNight! #Rocketspic.twitter.com/k3ehiUsf2k — NBA (@NBA) May 25, 2018 NBA Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Houston Rockets komst í forystu gegn Golden State Warriors í úrslitum vesturdeildar NBA deildarinnar í nót. Houston getur slegið ríkjandi meistara úr keppni með sigri í Oakland aðfaranótt sunnudags. Eric Gordon kom af bekknum í nótt og setti samtals 24 stig en mikilvægast af öllu var að hann stal boltanum af Warriors í lokasókn þeirra og tryggði Houston 98-94 sigur. 20 stiga maðurinn og leiðtoginn Chris Paul meiddist aftan í læri á síðustu mínutu leiksins og gæti misst af sjötta leik liðanna sem gæti reynst Houston dýrt. Ef Rockets nær í sigur um helgina slá þeir ekki aðeins út ríkjandi meistara heldur verður það einnig í fyrsta skipti síðan árið 1995 sem Houston kemst í sjálft úrslitaeinvígið.Chris Paul (20 PTS, 6 AST) & Steph Curry (22 PTS, 6 AST) put on a Game 5 point guard duel in Houston! #Rockets#DubNation#NBAPlayoffspic.twitter.com/hsJXJofGfk — NBA (@NBA) May 25, 2018 Kevin Durant setti 29 stig fyrir meistarana og Stephen Curry skoraði 22. „Við höfum ekki verið í þessari stöðu áður, svo þetta er kafli sem við þurfum að átta okkur á til þess að klára söguna,“ sagði Curry en síðustu þrjú ár hefur Golden State farið í úrslitin. Meistararnir byrjuðu leikinn ekki vel og voru undir allan fyrsta fjórðunginn. Það var ekki fyrr en á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks að Draymond Green jafnaði metin fyrir Golden State af vítalínunni, staðan 45-45 í hálfleik. Þeir komust yfir í upphafi þriðja leikhluta en það entist ekki lengi. Liðin skiptust á forystunni út leikhlutann og var leikurinn mjög spennandi allan seinni hálfleikinn. Green átti þriggja stiga körfu þegar rúm mínúta var eftir á klukkunni sem minnkaði muninn í eitt stig. James Harden hitti ekki úr þriggja stiga skoti sínu hinu megin, en hann hitti ekki einn þrist úr 12 tilraunum í nótt. Green missti stjórn á boltanum og Gordon náði að stela loka sókninni, setti niður tvö vítaskot og tryggði fjögurra stiga sigur Houston.James Harden kicked it out to Eric Gordon for the clutch late triple in tonight's #AssistOfTheNight! #Rocketspic.twitter.com/k3ehiUsf2k — NBA (@NBA) May 25, 2018
NBA Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti