Menntamál – ekki bara á tyllidögum Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 24. maí 2018 07:00 Í áratugi hefur umræða um mikilvægi menntunar verið fyrirferðarmikil í hátíðarræðum stjórnmálamanna. Þegar niður úr pontu er stigið eru orðin gleymd og efndir litlar. Þetta er gömul saga og ný sem skólafólk þekkir. Í kjölfar efnahagshrunsins fyrir nær tíu árum var víðast hvar skorið niður fé til skóla. Í Kópavogi var skorið niður um tugi milljóna og á það bentum við hjá Vinstri grænum fyrir kosningarnar árið 2014. Þrátt fyrir betri efnahagsstöðu síðustu misserin hefur þeim fjármunum ekki verið skilað til baka. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs er búinn að núllstilla og gleyma. Börn líða fyrir að fá ekki þá þjónustu sem þau eiga rétt á og þarfnast til að byggja upp sterka sjálfsmynd og menntast á eigin forsendum. Kennurum eru sífellt falin aukin verkefni og álagið eykst. Ef áfram heldur sem horfir munu brátt vera fáir menntaðir kennarar í leikskólum bæjarins og grunnskólar gætu farið að standa frammi fyrir kennaraskorti.Loforðasamkeppni Nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar keppast frambjóðendur við að yfirbjóða hver annan og málefni leik- og grunnskóla eru fyrirferðarmikil í loforðaflauminum. Í þessu sambandi vil ég minna á að þetta eru gjarnan sömu framboðin og hafa verið við völd í sveitarfélögunum, jafnvel í áratugi, án þess að forgangsraða í þágu barna og menntunar þeirra. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins sem birtist í málgagni hans Vogum, flokka þeir fyrsta skólastigið, leikskólann, til umönnunar en ekki menntunar og tala um dagMÆÐUR en ekki dagforeldra. Sjálfstæðisflokkurinn situr eftir í fortíðinni og virðist ekki vita að leikskólar eru menntastofnanir og leikskólinn er fyrsta skólastigið. Fulltrúi annars framboðs í Kópavogi hefur komið með tillögu um aukið eftirlit með fjarvistum kennara í grunnskólum. Traustinu til stéttarinnar, virðingu og þekkingu á málefninu er ekki fyrir að fara hjá þessum aðilum. Ég starfaði sem grunnskólakennari í Kópavogi í meira en 20 ár og hef unnið náið með leikskólakennurum undanfarin ár. Starfsfólk þessara stofnana vinnur mikilvægustu störf sveitarfélaganna, en býr við bág kjör, mikið álag og slæmar vinnuaðstæður. Þetta starfsfólk er undirstaða velferðar hvers sveitarfélags og menntunar barnanna okkar. Alla daga, ekki bara tyllidaga. Vinstri græn í Kópavogi ætla að forgangsraða í þágu barna og fjölskyldna þeirra og okkur er alvara. Við viljum samvinnu við kennara og annað starfsfólk leik- og grunnskóla, því þeir eru sérfræðingarnir. Gera þarf stórátak í að fjölga starfsfólki leikskóla, ekki síst leikskólakennurum og styrkja grunnskólann með auknum stuðningi við kennara og nemendur. Bæta þarf starfsaðstæður og launakjör, bæði í leik- og grunnskólum. Þetta þolir enga bið. Við hjá Vinstri grænum vitum að samfélag sem býr vel að börnum og forgangsraðar í þágu menntunar er gott samfélag. Við vitum líka að skólakerfið er hornsteinn menntunar og félagslegra framfara.Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar 1. sæti á lista Vinstri grænna í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Skóla - og menntamál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í áratugi hefur umræða um mikilvægi menntunar verið fyrirferðarmikil í hátíðarræðum stjórnmálamanna. Þegar niður úr pontu er stigið eru orðin gleymd og efndir litlar. Þetta er gömul saga og ný sem skólafólk þekkir. Í kjölfar efnahagshrunsins fyrir nær tíu árum var víðast hvar skorið niður fé til skóla. Í Kópavogi var skorið niður um tugi milljóna og á það bentum við hjá Vinstri grænum fyrir kosningarnar árið 2014. Þrátt fyrir betri efnahagsstöðu síðustu misserin hefur þeim fjármunum ekki verið skilað til baka. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs er búinn að núllstilla og gleyma. Börn líða fyrir að fá ekki þá þjónustu sem þau eiga rétt á og þarfnast til að byggja upp sterka sjálfsmynd og menntast á eigin forsendum. Kennurum eru sífellt falin aukin verkefni og álagið eykst. Ef áfram heldur sem horfir munu brátt vera fáir menntaðir kennarar í leikskólum bæjarins og grunnskólar gætu farið að standa frammi fyrir kennaraskorti.Loforðasamkeppni Nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar keppast frambjóðendur við að yfirbjóða hver annan og málefni leik- og grunnskóla eru fyrirferðarmikil í loforðaflauminum. Í þessu sambandi vil ég minna á að þetta eru gjarnan sömu framboðin og hafa verið við völd í sveitarfélögunum, jafnvel í áratugi, án þess að forgangsraða í þágu barna og menntunar þeirra. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins sem birtist í málgagni hans Vogum, flokka þeir fyrsta skólastigið, leikskólann, til umönnunar en ekki menntunar og tala um dagMÆÐUR en ekki dagforeldra. Sjálfstæðisflokkurinn situr eftir í fortíðinni og virðist ekki vita að leikskólar eru menntastofnanir og leikskólinn er fyrsta skólastigið. Fulltrúi annars framboðs í Kópavogi hefur komið með tillögu um aukið eftirlit með fjarvistum kennara í grunnskólum. Traustinu til stéttarinnar, virðingu og þekkingu á málefninu er ekki fyrir að fara hjá þessum aðilum. Ég starfaði sem grunnskólakennari í Kópavogi í meira en 20 ár og hef unnið náið með leikskólakennurum undanfarin ár. Starfsfólk þessara stofnana vinnur mikilvægustu störf sveitarfélaganna, en býr við bág kjör, mikið álag og slæmar vinnuaðstæður. Þetta starfsfólk er undirstaða velferðar hvers sveitarfélags og menntunar barnanna okkar. Alla daga, ekki bara tyllidaga. Vinstri græn í Kópavogi ætla að forgangsraða í þágu barna og fjölskyldna þeirra og okkur er alvara. Við viljum samvinnu við kennara og annað starfsfólk leik- og grunnskóla, því þeir eru sérfræðingarnir. Gera þarf stórátak í að fjölga starfsfólki leikskóla, ekki síst leikskólakennurum og styrkja grunnskólann með auknum stuðningi við kennara og nemendur. Bæta þarf starfsaðstæður og launakjör, bæði í leik- og grunnskólum. Þetta þolir enga bið. Við hjá Vinstri grænum vitum að samfélag sem býr vel að börnum og forgangsraðar í þágu menntunar er gott samfélag. Við vitum líka að skólakerfið er hornsteinn menntunar og félagslegra framfara.Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar 1. sæti á lista Vinstri grænna í Kópavogi
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun