Pólitík er forgangsröðun! Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 23. maí 2018 07:00 Garðabær er fjölskylduvænt og samheldið samfélag þar sem gott er að búa. Það er engin tilviljun að um 90% bæjarbúa eru ánægðir með þjónustu í leik- og grunnskólum bæjarins. Slíkur árangur og ánægja íbúa verður til af því að við forgangsröðum og leggjum m.a. áherslu á góða skóla og öflugt íþrótta- og tómstundastarf.Val og vilji bæjarbúa Í Garðabæ höfum við unnið að því að íbúar hafi val um fjölbreytta og ólíka valkosti er varða þjónustu sveitarfélagsins. Við hlustum á hvað íbúar vilja, tökum þjónustukannanir alvarlega og fylgjum því eftir hvað íbúar vilja að gert sé. Garðabær er fyrsta sveitarfélagið sem setur sér stefnu í íbúalýðræði og á þessu kjörtímabili hafa verið haldnir 39 opnir íbúa-, samráðs- og kynningarfundir eða fundur á sex vikna fresti að meðaltali. Uppbygging og sterk fjárhagsstaða Loforð og samráð eru til lítils ef fjárhagsstaðan er ekki í lagi. Góð þjónusta og uppbygging byggist á grunni sterkrar fjárhagsstöðu. Góð afkoma bæjarsjóðs og lækkandi skuldir gera okkur kleift að lækka álögur enn frekar. Í Garðabæ er uppbygging mikil, verið er að reisa búsetukjarna fyrir eldri borgara og fatlaða einstaklinga ásamt því að búið er að skipuleggja hverfi fyrir ungt fólk. Garðabær er eftirsóttur ekki aðeins vegna góðrar þjónustu heldur einnig vegna einstakrar náttúru og við höfum nú þegar friðlýst 40% af bæjarlandinu. Lífsgæði Sveitarfélögin bera ábyrgð á mörgum af mikilvægustu hagsmunamálum landsmanna og hafa því veruleg áhrif á lífsgæði okkar allra. Í Garðabæ höfum við lagt góðan og sterkan grunn þannig að hér geti áfram vaxið öflugt, metnaðarfullt og samheldið samfélag. Samfélag þar sem allir fá að njóta sín. Stjórnmál snúast um forgangsröðun og traust. Það að vera samkvæmur sjálfum sér og standa við gefin fyrirheit. Það höfum við gert - og ætlum gera áfram.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Garðabær er fjölskylduvænt og samheldið samfélag þar sem gott er að búa. Það er engin tilviljun að um 90% bæjarbúa eru ánægðir með þjónustu í leik- og grunnskólum bæjarins. Slíkur árangur og ánægja íbúa verður til af því að við forgangsröðum og leggjum m.a. áherslu á góða skóla og öflugt íþrótta- og tómstundastarf.Val og vilji bæjarbúa Í Garðabæ höfum við unnið að því að íbúar hafi val um fjölbreytta og ólíka valkosti er varða þjónustu sveitarfélagsins. Við hlustum á hvað íbúar vilja, tökum þjónustukannanir alvarlega og fylgjum því eftir hvað íbúar vilja að gert sé. Garðabær er fyrsta sveitarfélagið sem setur sér stefnu í íbúalýðræði og á þessu kjörtímabili hafa verið haldnir 39 opnir íbúa-, samráðs- og kynningarfundir eða fundur á sex vikna fresti að meðaltali. Uppbygging og sterk fjárhagsstaða Loforð og samráð eru til lítils ef fjárhagsstaðan er ekki í lagi. Góð þjónusta og uppbygging byggist á grunni sterkrar fjárhagsstöðu. Góð afkoma bæjarsjóðs og lækkandi skuldir gera okkur kleift að lækka álögur enn frekar. Í Garðabæ er uppbygging mikil, verið er að reisa búsetukjarna fyrir eldri borgara og fatlaða einstaklinga ásamt því að búið er að skipuleggja hverfi fyrir ungt fólk. Garðabær er eftirsóttur ekki aðeins vegna góðrar þjónustu heldur einnig vegna einstakrar náttúru og við höfum nú þegar friðlýst 40% af bæjarlandinu. Lífsgæði Sveitarfélögin bera ábyrgð á mörgum af mikilvægustu hagsmunamálum landsmanna og hafa því veruleg áhrif á lífsgæði okkar allra. Í Garðabæ höfum við lagt góðan og sterkan grunn þannig að hér geti áfram vaxið öflugt, metnaðarfullt og samheldið samfélag. Samfélag þar sem allir fá að njóta sín. Stjórnmál snúast um forgangsröðun og traust. Það að vera samkvæmur sjálfum sér og standa við gefin fyrirheit. Það höfum við gert - og ætlum gera áfram.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar