Nokkrir bílaframleiðendur hafa þegar lýst því yfir að þeir muni alfarið hætta framleiðslu á dísilbílum, meðal annars Volvo og Fiat Chrysler Automobiles. Volvo hefur sagt að frekari þróun dísilvéla sé þegar hætt og að þeir bílar sem þeir enn bjóða með dísilvélum muni renna sitt skeið með tilkomu síðustu kynslóða þeirra. Fiat Chrysler ætlar alfarið að hætta að selja dísilbíla árið 2022, eða eftir aðeins fjögur ár.
Ýtir dísilvélinni út í kuldann
Aðrir bílaframleiðendur eins og Mercedes Benz og Jaguar Land Rover hafa réttlætt tilvist dísilvélarinnar vegna þess að þær eyða svo litlu, en öll löggjöf sem unnið er að í löndum Evrópu er á þá lund að erfitt getur reynst bílaframleiðendum að halda áfram sölu dísilbíla og kröfur um stórminnkandi hættulega mengun verða sífellt strangari.Elzbieta segir að með því sé bílaframleiðendum ýtt að framleiðslu tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla og þar hefur bílaframleiðandi eins og Volkswagen Group sannarlega brugðist hratt við og brátt munu allar bílgerðir fyrirtækisins brátt verða þannig útbúnar. Enn fremur hræðast bílaframleiðendur þau bönn sem annaðhvort nú þegar hafa verið sett eða verða sett á dísilbíla, en þeir verða bannaðir í mörgum borgum og jafnvel heilu löndunum, eins og Hollandi, eftir nokkur ár. Með því muni kaupendur hræðast dísilbíla og bílaframleiðendum nauðugur einn kostur að hætta framleiðslu á þeim.