Já, Borgarlínan borgar sig Ásgeir Berg Matthíasson skrifar 30. maí 2018 13:00 Í nýlegum pistli í Fréttablaðinu veltir Haukur Örn Birgisson upp þeirri spurningu hvort Borgarlínan sé ekki alltof dýr og illa ígrunduð til að það borgi sig að leggja hana. Um þetta hafa auðvitað verið skrifaðar margar skýrslur og áætlanir og fer Gísli Marteinn Baldursson ágætlega yfir rangfærslur Hauks í svari á heimasíðu sinni. Maður gæti þess vegna haldið að málið ætti að vera útrætt, en mig langar að velta upp öðrum fleti á málinu sem mér hefur ekki fundist fá næga athygli—fjármálum borgarbúa sjálfra. Samkvæmt tölum Hagstofunnnar voru 134.511 skráðir fólksbílar á höfuðborgarsvæðinu árið 2006. Það er óhætt að gera reikna með að bílum hafi fjölgað töluvert á götunum síðan þá en fyrst Hagstofan geymir ekki nýrri tölur eftir skráðu heimilisfangi en það, þá ætla ég bara að gera ráð fyrir að það sé fjöldinn—svona til bráðabirgða.Félag íslenskra bifreiðaeigenda gerir svo ráð fyrir að rekstrarkostnaður bíls sé á bilinu 1.137.834 – 2.297.101 krónur á ári. Aftur, þá veit ég ekki hvað er satt í þeim efnum, svo ég geri ráð fyrir að lægri talan sé sú sem endurspegli raunveruleika sem flestra sem best. Ef við margföldum þessar tvær tölur saman, þá fáum við út að rekstrarkostnaður allra bíla á Höfuðborgarsvæðinu sé að minnsta kosti 150 milljarðar á ári, svona um það bil. Í sínum pistli gerir Haukur ráð fyrir því að Borgarlínan kosti 70 milljarða—sem er sú tala sem oftast er í umræðunni. Ef það er rétt, þá er kostnaður við Borgarlínuna um helmingur af rekstrarkostnaði allra fólksbíla á Höfuðborgarsvæðinu á ári. Það þýðir að ef einungis 10% bifreiðaeiganda í borginni (eða nágrannasveitarfélögunum) myndu kjósa að leggja bílnum sínum (eða einum þeirra, í sumum tilfellum), þá þýddi það að Borgarlínan myndi borga sig á fimm árum—eða því sem samsvarar rúmlega einu kjörtímabili! Nú gæti einhver sagt að þetta sé nú varla rétt. Þó að FÍB geri ráð fyrir svona háum rekstrarkostnaði, þá sé nú engu að síður mun ódýrara að reka bíl en þetta, nú eða að það sé nú varla raunhæft að bílum muni fækka um 10% vegna Borgarlínunnar: að bílar séu hvort tveggja ódýrari og að fólk muni nú varla leggja þeim í svona miklum mæli. Loks ættum við ekki að gera ráð fyrir að Borgarlínan verði svo ódýr á endanum. Það má vel vera. En í fyrsta lagi, þá er fjöldi bíla í borginni án efa mun hærri en tölurnar sem ég gaf mér gefa til kynna, svo kostnaðurinn er í raun hærri, jafnvel þó að við gæfum okkur lægri rekstrarkostnað á móti. Í öðru lagi, jafnvel þó að við gæfum okkur að bílum myndi fækka (eða hægja á fjölgun) svo samsvaraði einungis 2,5% af fjölda bíla og rekstrarkostnaður sé helmingur af því sem FÍB gefur upp, þá myndi Borgarlínan borga sig á 40 árum—og það er án þess að taka til greina nokkuð af þeim kostnaði sem Gísli rekur í sinni grein, auk ýmis annars tilfallandi kostnaðar, t.d. kostnaðar við bílastæði og þá óhagkvæmni sem bílamiðað skipulag borgarinnar hefur í för með sér. Það er nú varla langur tími í fjárlagagerð borgar til lengri tíma litið. Sama gildir ef Borgarlínan yrði dýrari. Það sem skiptir máli er að bílar og rekstur þeirra kostar borgarbúana sjálfa alveg gífurlegar upphæðir sem sjaldan er minnst á og að sá kostnaður leggst hlutfallslega þyngst á þá sem minnst hafa á milli handanna. Kostnaðurinn við Borgarlínuna bliknar í samanburði, nánast sama hvernig við fiktum við tölurnar. Miðað við hversu gífurlega háar upphæðir er um að ræða getum við gert ráð fyrir því að hver íbúi höfuðborgarsvæðisins sé um það bil einn til tvo klukkutíma á dag að vinna fyrir kostnaðinum við bílinn sinn, eftir tekjum þeirra og kostnaði bílsins. Höfum við virkilega ekkert betra við tímann og peningana að gera? Höfundur er doktorsnemi í heimspeki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Borgar línan sig? Af nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum er það einna helst að frétta að núverandi meirihluti er fallinn. 29. maí 2018 07:00 Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Í nýlegum pistli í Fréttablaðinu veltir Haukur Örn Birgisson upp þeirri spurningu hvort Borgarlínan sé ekki alltof dýr og illa ígrunduð til að það borgi sig að leggja hana. Um þetta hafa auðvitað verið skrifaðar margar skýrslur og áætlanir og fer Gísli Marteinn Baldursson ágætlega yfir rangfærslur Hauks í svari á heimasíðu sinni. Maður gæti þess vegna haldið að málið ætti að vera útrætt, en mig langar að velta upp öðrum fleti á málinu sem mér hefur ekki fundist fá næga athygli—fjármálum borgarbúa sjálfra. Samkvæmt tölum Hagstofunnnar voru 134.511 skráðir fólksbílar á höfuðborgarsvæðinu árið 2006. Það er óhætt að gera reikna með að bílum hafi fjölgað töluvert á götunum síðan þá en fyrst Hagstofan geymir ekki nýrri tölur eftir skráðu heimilisfangi en það, þá ætla ég bara að gera ráð fyrir að það sé fjöldinn—svona til bráðabirgða.Félag íslenskra bifreiðaeigenda gerir svo ráð fyrir að rekstrarkostnaður bíls sé á bilinu 1.137.834 – 2.297.101 krónur á ári. Aftur, þá veit ég ekki hvað er satt í þeim efnum, svo ég geri ráð fyrir að lægri talan sé sú sem endurspegli raunveruleika sem flestra sem best. Ef við margföldum þessar tvær tölur saman, þá fáum við út að rekstrarkostnaður allra bíla á Höfuðborgarsvæðinu sé að minnsta kosti 150 milljarðar á ári, svona um það bil. Í sínum pistli gerir Haukur ráð fyrir því að Borgarlínan kosti 70 milljarða—sem er sú tala sem oftast er í umræðunni. Ef það er rétt, þá er kostnaður við Borgarlínuna um helmingur af rekstrarkostnaði allra fólksbíla á Höfuðborgarsvæðinu á ári. Það þýðir að ef einungis 10% bifreiðaeiganda í borginni (eða nágrannasveitarfélögunum) myndu kjósa að leggja bílnum sínum (eða einum þeirra, í sumum tilfellum), þá þýddi það að Borgarlínan myndi borga sig á fimm árum—eða því sem samsvarar rúmlega einu kjörtímabili! Nú gæti einhver sagt að þetta sé nú varla rétt. Þó að FÍB geri ráð fyrir svona háum rekstrarkostnaði, þá sé nú engu að síður mun ódýrara að reka bíl en þetta, nú eða að það sé nú varla raunhæft að bílum muni fækka um 10% vegna Borgarlínunnar: að bílar séu hvort tveggja ódýrari og að fólk muni nú varla leggja þeim í svona miklum mæli. Loks ættum við ekki að gera ráð fyrir að Borgarlínan verði svo ódýr á endanum. Það má vel vera. En í fyrsta lagi, þá er fjöldi bíla í borginni án efa mun hærri en tölurnar sem ég gaf mér gefa til kynna, svo kostnaðurinn er í raun hærri, jafnvel þó að við gæfum okkur lægri rekstrarkostnað á móti. Í öðru lagi, jafnvel þó að við gæfum okkur að bílum myndi fækka (eða hægja á fjölgun) svo samsvaraði einungis 2,5% af fjölda bíla og rekstrarkostnaður sé helmingur af því sem FÍB gefur upp, þá myndi Borgarlínan borga sig á 40 árum—og það er án þess að taka til greina nokkuð af þeim kostnaði sem Gísli rekur í sinni grein, auk ýmis annars tilfallandi kostnaðar, t.d. kostnaðar við bílastæði og þá óhagkvæmni sem bílamiðað skipulag borgarinnar hefur í för með sér. Það er nú varla langur tími í fjárlagagerð borgar til lengri tíma litið. Sama gildir ef Borgarlínan yrði dýrari. Það sem skiptir máli er að bílar og rekstur þeirra kostar borgarbúana sjálfa alveg gífurlegar upphæðir sem sjaldan er minnst á og að sá kostnaður leggst hlutfallslega þyngst á þá sem minnst hafa á milli handanna. Kostnaðurinn við Borgarlínuna bliknar í samanburði, nánast sama hvernig við fiktum við tölurnar. Miðað við hversu gífurlega háar upphæðir er um að ræða getum við gert ráð fyrir því að hver íbúi höfuðborgarsvæðisins sé um það bil einn til tvo klukkutíma á dag að vinna fyrir kostnaðinum við bílinn sinn, eftir tekjum þeirra og kostnaði bílsins. Höfum við virkilega ekkert betra við tímann og peningana að gera? Höfundur er doktorsnemi í heimspeki
Borgar línan sig? Af nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum er það einna helst að frétta að núverandi meirihluti er fallinn. 29. maí 2018 07:00
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun