

Leikreglur
Þegar rætt er um ólíkar stefnur í peninga- og gjaldmiðlamálum vill iðulega gleymast að valið snýst í raun öðrum þræði um mismunandi slæma valkosti. Það eru engar töfralausnir í boði heldur skiptir mestu máli, eins og starfshópurinn leggur áherslu á í skýrslunni, að farið sé eftir þeim leikreglum sem hvert fyrirkomulag krefst á hverjum tíma. Þar hafa Íslendingar hins vegar jafnan verið eftirbátar ríkja á hinum Norðurlöndunum. Lausatök í ríkisfjármálum og óstöðugleiki á vinnumarkaði, þar sem jafnan er samið um launahækkanir langt umfram verðmætasköpun, hefur valdið því að Íslendingar hafa búið við þrálátar sveiflur í peningamálum. Niðurstaðan af því að virða að vettugi þessi lögmál hagfræðinnar hefur verið meiri verðbólga og hærri vextir en þekkist í okkar nágrannaríkjum.
Tillögur starfshópsins, meðal annars að vægi fjármálastöðugleika verði aukið í starfsemi Seðlabankans samhliða því að hlutverk FME er minnkað og að húsnæðisverð sé undanskilið þeirri vísitölu sem lögð er til grundvallar verðbólgumarkmiði, eru flestar skynsamlegar. Þá er útskýrt réttilega í skýrslunni að það myndi fela í sér óásættanlega áhættu fyrir fjármálastöðugleika ef farin yrði sú leið að framfylgja fastgengisstefnu í gegnum myntráð. Hagsaga Íslands gefur ekki tilefni til að ætla að stjórnvöld og atvinnulífið hafi þann aga sem til þarf til að framfylgja trúverðugri fastgengisstefnu. Slíkir augljósir veikleikar í efnahagsmálum þjóðarinnar hverfa ekki við það eitt að breytt sé um gjaldmiðilsstefnu. Undir myntráði væru íslenskar fjármálastofnanir án lánveitanda til þrautavara sem aftur myndi auka stórlega líkur á áhlaupi á bankakerfið og gjaldmiðilinn um leið og fastgengið hættir að endurspegla undirliggjandi efnahagsstærðir.
Forsætisráðherra hefur sagt að næsta skref sé að skipa nefnd sem eigi að útbúa frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann á grundvelli þeirra tillagna sem núna hafa birst. Þeirri stefnumörkun ber að fagna enda er ekki eftir neinu að bíða. Slík frumvörp hljóta að birtast ekki síðar en næsta þingvetur. Mikilvægt er hins vegar að eftirláta þá vinnu ekki aðeins embættismönnum Seðlabankans, fjármálaráðuneytisins og FME. Lærdómur síðustu ára hefur sýnt að pólitískt eignarhald, þar sem fyrir liggur skýr sýn ríkisstjórnarinnar um hvert eigi að stefna, er forsenda árangurs í slíku verkefni. Að öðrum kosti mun þá vegferð skorta umboð og árangurinn verður í samræmi við það.
Skoðun

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sérfræðingarnir
Sölvi Tryggvason skrifar

Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu
Arnþór Sigurðsson skrifar

Venjuleg kona úr Hveragerði
Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar

Hljóð og mynd fara ekki saman
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ertu að grínast með þinn lífsstíl?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Guðrún Hafsteins er leiðtogi
Eiður Welding skrifar

Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf
Hópur iðnaðarmanna skrifar

Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur
Kristín María Thoroddsen skrifar

Herleysið er okkar vörn
Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar

Raddir, kyn og kassar
Linda Björk Markúsardóttir skrifar

Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun
Helga Gísladóttir skrifar

Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Rödd friðar á móti sterkum her
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Leiðtogi nýrra tíma
Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar

Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair?
Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir
Erna Bjarnadóttir skrifar

Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza
Kristján Þór Sigurðsson skrifar