Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2018 10:43 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við að þurfa að fara á leiðtogafund G7 ríkjanna í Kanada um helgina. Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. Innan Hvíta hússins er til skoðunar að senda Mike Pence, varaforseta í hans stað. Þetta hefur Washington Post eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins. Þeir segja Trump hafa orðið reiður yfir gagnrýni Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í kjölfar þess að Trump beitti tollum gegn Kanada, Mexíkó og öðrum G7 ríkjum.Trudeau hefur gagnrýnt Trump opinberlega á síðustu dögum og sagt einangrunarstefnu hans vera ranga. Hin sex ríkin hafa sömuleiðis fordæmt tolla Trump. Auk þess að hafa orðið reiður yfir gagnrýni Trudeau, er Trump einnig ósáttur við að yfirvöld Kanada hafi beitt tollum gegn Bandaríkjunum og hefur hann leitað leiða til að „refsa“ nágrönnum Bandaríkjanna frekar. Trump hefur einnig gagnrýnt þær Angelu Merkel og Theresu May, kanslara Þýskalands og forsætisráðherra Bretlands. Merkel og Trump eru ósammála um mörg málefni og Trump segir May hugsa og mikið eftir pólitískum rétttrúnaði.Sjá einnig: Merkel býst við deilum á G7 fundiHeimildarmenn Washington Post segja að þó Trump sé langt frá því að vera spenntur fyrir fundinum telja hann mikilvægt að mæta á hann. Starfsmenn hans óttast þó að hann muni ekki vilja skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna, eins og gert er á hverjum G7 fundi. Larry Kudlow, formaður efnahagsráðs Bandaríkjanna, var þó borubrattur þegar hann ræddi við blaðamenn í gær. „Forsetann langar að fara í þessa ferð. Hann er með þessi erfiðu mál á hreinu. Hann hefur sannað að hann er leiðtogi á alþjóðasviðinu og hann hefur náð frábærum árangri í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Ég held að þetta verði ekkert mál.“ Þá sagði hann að deilur Trump og hinna leiðtoganna væru eins og fjölskylduerjur og sagðist hann fullviss um að hægt væri að leysa úr þeim.Vináttan hefur reynst kostnaðarsöm Þjóðarleiðtogar sem hafa smjaðrað fyrir Trump og hyllt hann sem mikinn leiðtoga, hafa að mestu leyti fengið lítið út úr því. Sem dæmi má nefna Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, sem Trump hefur lýst sem „góðum vini“, Emmanuel Macron, forseta Frakklands, sem var „frábær vinur“ og sömuleiðis Justin Trudeau. Allir hafa lagt sig fram við að reyna að heilla Trump upp úr skónum með, að virtist, góðum árangri. Abe hefur lýst yfir áhyggjum vegna fundar Trump og Kim en það hefur engan árangur boðið og nú hefur Trump hótað að beita tollum gegn Japan. Macron og Trump virtust bestu mátar þegar Trump fór til Frakklands og þegar Macron sótti Trump heim í apríl, lýsti Trump forsetanum franska sem „fullkomnum“. Þrátt fyrir það hefur Macron ekki tekist að sannfæra Trump um að skrifa aftur undir Parísarsáttmálann eða halda Bandaríkjunum í kjarnorkusamkomulaginu við Íran.Samkvæmt umfjöllun Politico þurftu allir þessir leiðtogar að gjalda fyrir smjaðrið við Trump heima fyrir og hafa þeir lítið sem ekkert grætt á viðleitninni.„Trump er mjög eigingjarn og ég held að hann sjái smjaður sem einstefnu þar sem honum er hrósað og það fer ekkert hina leiðina. Ef þú ert þjóðarleiðtogi verður þú að átta þig á því að það skiptir ekki máli að hæla Trump, þetta er einstefna,“ sagði einn fyrrverandi starfmaður Hvíta hússins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við að þurfa að fara á leiðtogafund G7 ríkjanna í Kanada um helgina. Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. Innan Hvíta hússins er til skoðunar að senda Mike Pence, varaforseta í hans stað. Þetta hefur Washington Post eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins. Þeir segja Trump hafa orðið reiður yfir gagnrýni Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í kjölfar þess að Trump beitti tollum gegn Kanada, Mexíkó og öðrum G7 ríkjum.Trudeau hefur gagnrýnt Trump opinberlega á síðustu dögum og sagt einangrunarstefnu hans vera ranga. Hin sex ríkin hafa sömuleiðis fordæmt tolla Trump. Auk þess að hafa orðið reiður yfir gagnrýni Trudeau, er Trump einnig ósáttur við að yfirvöld Kanada hafi beitt tollum gegn Bandaríkjunum og hefur hann leitað leiða til að „refsa“ nágrönnum Bandaríkjanna frekar. Trump hefur einnig gagnrýnt þær Angelu Merkel og Theresu May, kanslara Þýskalands og forsætisráðherra Bretlands. Merkel og Trump eru ósammála um mörg málefni og Trump segir May hugsa og mikið eftir pólitískum rétttrúnaði.Sjá einnig: Merkel býst við deilum á G7 fundiHeimildarmenn Washington Post segja að þó Trump sé langt frá því að vera spenntur fyrir fundinum telja hann mikilvægt að mæta á hann. Starfsmenn hans óttast þó að hann muni ekki vilja skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna, eins og gert er á hverjum G7 fundi. Larry Kudlow, formaður efnahagsráðs Bandaríkjanna, var þó borubrattur þegar hann ræddi við blaðamenn í gær. „Forsetann langar að fara í þessa ferð. Hann er með þessi erfiðu mál á hreinu. Hann hefur sannað að hann er leiðtogi á alþjóðasviðinu og hann hefur náð frábærum árangri í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Ég held að þetta verði ekkert mál.“ Þá sagði hann að deilur Trump og hinna leiðtoganna væru eins og fjölskylduerjur og sagðist hann fullviss um að hægt væri að leysa úr þeim.Vináttan hefur reynst kostnaðarsöm Þjóðarleiðtogar sem hafa smjaðrað fyrir Trump og hyllt hann sem mikinn leiðtoga, hafa að mestu leyti fengið lítið út úr því. Sem dæmi má nefna Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, sem Trump hefur lýst sem „góðum vini“, Emmanuel Macron, forseta Frakklands, sem var „frábær vinur“ og sömuleiðis Justin Trudeau. Allir hafa lagt sig fram við að reyna að heilla Trump upp úr skónum með, að virtist, góðum árangri. Abe hefur lýst yfir áhyggjum vegna fundar Trump og Kim en það hefur engan árangur boðið og nú hefur Trump hótað að beita tollum gegn Japan. Macron og Trump virtust bestu mátar þegar Trump fór til Frakklands og þegar Macron sótti Trump heim í apríl, lýsti Trump forsetanum franska sem „fullkomnum“. Þrátt fyrir það hefur Macron ekki tekist að sannfæra Trump um að skrifa aftur undir Parísarsáttmálann eða halda Bandaríkjunum í kjarnorkusamkomulaginu við Íran.Samkvæmt umfjöllun Politico þurftu allir þessir leiðtogar að gjalda fyrir smjaðrið við Trump heima fyrir og hafa þeir lítið sem ekkert grætt á viðleitninni.„Trump er mjög eigingjarn og ég held að hann sjái smjaður sem einstefnu þar sem honum er hrósað og það fer ekkert hina leiðina. Ef þú ert þjóðarleiðtogi verður þú að átta þig á því að það skiptir ekki máli að hæla Trump, þetta er einstefna,“ sagði einn fyrrverandi starfmaður Hvíta hússins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira