Fjórða iðnbyltingin er ekki einkamál tækniheima... mannvitið verður að fá að vera með Sigurður Ragnarsson skrifar 7. júní 2018 07:00 Við erum að upplifa einstaka tíma, fjórða iðnbyltingin er skollin á. Tækniframfarir hafa tekið stór skref síðustu ár og ekki munu skrefin minnka á næstu misserum. Þetta mun leiða til ýmissa breytinga fyrir tilveru okkar og margir spretta fram á sjónarsviðið til að kynna sína framtíðarsýn. Það sem við hins vegar verðum að hafa í huga er að eins og oft áður í tengslum við tæknina þá snúast þessar breytingar um svo miklu meira en tækni. Mannlegi þátturinn spilar nefnilega stórt hlutverk og líklega stærsta hlutverkið. Við þurfum að leiða þessar breytingar og stýra með þeim hætti að þær þjóni okkur sem best en það þýðir að fjórða iðnbyltingin er ekki einkamál tækniheima. Bæði atvinnulíf og samfélag þurfa að sýna frumkvæði og skilgreina hvaða ógnir og tækifæri felast í þessari byltingu. Meðal annars, eins og margoft hefur komið fram munu störf breytast enn meir en við höfum áður séð, sum munu hverfa og önnur ný birtast. Eitt er þó ljóst og það er að mannleg samskipti munu skipta meira máli en áður og því verður færni á því sviði sífellt verðmætari. Á sviði viðskipta er gjarnan talað um viðskiptagreind þar sem við vinnum með hvernig gervigreind getur í viðskiptalegum tilgangi hjálpað okkur að ná betri árangri og hvernig við getum nýtt hana til að ná viðskiptalegum markmiðum. Við sjáum nú þegar dæmi um þetta þar sem fyrirtæki eins og Facebook notar gervigreind til að kortleggja hegðun notenda sinna sem það nýtir sér síðan í viðskiptalegum tilgangi. Þetta leiðir auðvitað hugann að mörgum atriðum eins og til dæmis siðfræði sem er auðvitað samofin mannlega þættinum. Það munu koma upp, og hafa komið upp, mörg siðferðileg álitamál sem þarf að taka afstöðu til í tengslum við fyrrnefnda byltingu og þá er eins gott að mannvitið fái að koma þar nærri. Við getum ekki látið tæknina um að tækla þau mál. Það er sama á hvaða sviði við störfum, við þurfum að taka þátt í framþróuninni og megum ekki bara láta tæknina ráða för. Það eru gríðarlega spennandi tímar fram undan svo framarlega sem „vélarnar“, svo maður vísi í kvikmyndina um Tortímandann, fái ekki að taka völdin.Höfundur er forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Við erum að upplifa einstaka tíma, fjórða iðnbyltingin er skollin á. Tækniframfarir hafa tekið stór skref síðustu ár og ekki munu skrefin minnka á næstu misserum. Þetta mun leiða til ýmissa breytinga fyrir tilveru okkar og margir spretta fram á sjónarsviðið til að kynna sína framtíðarsýn. Það sem við hins vegar verðum að hafa í huga er að eins og oft áður í tengslum við tæknina þá snúast þessar breytingar um svo miklu meira en tækni. Mannlegi þátturinn spilar nefnilega stórt hlutverk og líklega stærsta hlutverkið. Við þurfum að leiða þessar breytingar og stýra með þeim hætti að þær þjóni okkur sem best en það þýðir að fjórða iðnbyltingin er ekki einkamál tækniheima. Bæði atvinnulíf og samfélag þurfa að sýna frumkvæði og skilgreina hvaða ógnir og tækifæri felast í þessari byltingu. Meðal annars, eins og margoft hefur komið fram munu störf breytast enn meir en við höfum áður séð, sum munu hverfa og önnur ný birtast. Eitt er þó ljóst og það er að mannleg samskipti munu skipta meira máli en áður og því verður færni á því sviði sífellt verðmætari. Á sviði viðskipta er gjarnan talað um viðskiptagreind þar sem við vinnum með hvernig gervigreind getur í viðskiptalegum tilgangi hjálpað okkur að ná betri árangri og hvernig við getum nýtt hana til að ná viðskiptalegum markmiðum. Við sjáum nú þegar dæmi um þetta þar sem fyrirtæki eins og Facebook notar gervigreind til að kortleggja hegðun notenda sinna sem það nýtir sér síðan í viðskiptalegum tilgangi. Þetta leiðir auðvitað hugann að mörgum atriðum eins og til dæmis siðfræði sem er auðvitað samofin mannlega þættinum. Það munu koma upp, og hafa komið upp, mörg siðferðileg álitamál sem þarf að taka afstöðu til í tengslum við fyrrnefnda byltingu og þá er eins gott að mannvitið fái að koma þar nærri. Við getum ekki látið tæknina um að tækla þau mál. Það er sama á hvaða sviði við störfum, við þurfum að taka þátt í framþróuninni og megum ekki bara láta tæknina ráða för. Það eru gríðarlega spennandi tímar fram undan svo framarlega sem „vélarnar“, svo maður vísi í kvikmyndina um Tortímandann, fái ekki að taka völdin.Höfundur er forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun