Frumvarp um lækkun veiðigjalda Þorvaldur Gylfason skrifar 7. júní 2018 07:00 Alþingi veitti frumvarpi til laga um lækkun veiðgjalda flýtimeðferð á dögunum. Venjan er að veita almenningi þriggja vikna frest til að skila umsögnum um frumvörp. Að þessu sinni var fresturinn örskammur. Útgerðin heimtar sitt. Við vorum 14 sem náðum að skila atvinnuveganefnd Alþingis fáeinum athugasemdum við frumvarpið.Mikil lækkun veiðigjalda frá 2013 Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu lækkuðu veiðigjöld á hverju ári frá 2012/13 til 2016/17 þótt ríkissjóði lægi mjög á tekjum til að vernda fólkið í landinu gegn óþyrmilegum afleiðingum hrunsins. Lækkun veiðigjaldanna nemur næstum 2/3 á þessu árabili á verðlagi hvers árs og er enn meiri á föstu verðlagi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mótmælti lækkun veiðigjalda 2013 af hagstjórnarástæðum og það gerðu einnig margir aðrir innan lands. Indriði H. Þorláksson fv. ríkisskattstjóri hefur lýst því að aðeins um 10% fiskveiðirentunnar hefur undangengin ár skilað sér til rétts eiganda auðlindarinnar, fólksins í landinu, meðan 90% hafa runnið til útvegsmanna. Til samanburðar hafa 80% olíurentunnar í Noregi runnið til rétts eiganda þar.Alþingi fer gegn lögum og stjórnarskrá Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda gengur í berhögg við lögin í landinu eða a.m.k. anda laganna, m.a. fyrstu grein laganna um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, en þar segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Fyrirhuguð lækkun gengur einnig í berhögg við:Stjórnarskrána skv. dómi Hæstaréttar frá 1998,Úrskurð mannréttindanefndar SÞ frá 2007 í máli sjómannanna Erlings Sveins Haraldssonar og Arnar Snævars Sveinssonar gegn íslenzka ríkinu ogNýju stjórnarskrána sem 67% kjósenda lýstu stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem Alþingi bauð kjósendum til 2012 og þá sérstaklega auðlindaákvæðið sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi, en þar segir: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. ... Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Alþingi á enn eftir að virða vilja þjóðarinnar með því að lögfesta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.Þjóðin hefur talað Engum þarf að koma á óvart skýringin á hvoru tveggja, lækkun veiðigjalda nú og ítrekuðum undanbrögðum Alþingis í stjórnarskrármálinu síðan 2013. Skýringin blasir við. Henni hafa margir menn lýst í löngu máli innan lands og utan svo eftir hefur verið tekið. Hér er ein lýsingin enn, tekin úr óbirtri meistaraprófsritgerð Þorvalds Logasonar félagsfræðings í Háskóla Íslands 2011 með leyfi höfundar: „Kvótakerfið hefur ... virkað einsog dulið sjóðakerfi, með föstum fyrirfram ákveðnum fyrirgreiðslum til útvalinna útgerðarmanna. Á kvótanum hefur verið pólitískt eignarhald. Búin voru til eitruð vensl milli þeirra stjórnmálaflokka sem studdu kvótann, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og útgerðarmanna. Fyrirgreiðslukerfið í sjávarútvegi var í raun lögfest og bundið við tvo stjórnmálaflokka sem um leið festi pólitískt samráð þeirra á milli. Samráð sem gengið hefur undir heitinu, helmingaskipti. Hér: Helmingaskipti verðmætustu auðlindar þjóðarinnar. Svo mikil völd, eignir og verðmæti eru í húfi, að augljós hætta er á að þeir sem þau hafa öðlast séu tilbúnir til að ganga mjög langt til að verja auðvöld sín. Eitraða sambandið milli ofangreindra stjórnmálaflokka og útgerðarinnar eru, að mati höfundar, veigamikill skýringaþáttur spillingarinnar á Íslandi, vegna þess að útgerðarauðvaldið er tryggasti bakhjarl valdakjarna beggja flokkanna.” Bezt færi á að Alþingi klippti sjálft á naflastrenginn sem bindur marga þingmenn við útvegsmenn. Lögfesting nýju stjórnarskrárinnar býður Alþingi greiða leið til þess. Alþingi dugir að segja við útvegsmenn: Þjóðin hefur talað. Ef Alþingi bregzt þessari frumskyldu sinni við lýðræðið í þurfa önnur öfl, utan þings, að leysa málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi veitti frumvarpi til laga um lækkun veiðgjalda flýtimeðferð á dögunum. Venjan er að veita almenningi þriggja vikna frest til að skila umsögnum um frumvörp. Að þessu sinni var fresturinn örskammur. Útgerðin heimtar sitt. Við vorum 14 sem náðum að skila atvinnuveganefnd Alþingis fáeinum athugasemdum við frumvarpið.Mikil lækkun veiðigjalda frá 2013 Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu lækkuðu veiðigjöld á hverju ári frá 2012/13 til 2016/17 þótt ríkissjóði lægi mjög á tekjum til að vernda fólkið í landinu gegn óþyrmilegum afleiðingum hrunsins. Lækkun veiðigjaldanna nemur næstum 2/3 á þessu árabili á verðlagi hvers árs og er enn meiri á föstu verðlagi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mótmælti lækkun veiðigjalda 2013 af hagstjórnarástæðum og það gerðu einnig margir aðrir innan lands. Indriði H. Þorláksson fv. ríkisskattstjóri hefur lýst því að aðeins um 10% fiskveiðirentunnar hefur undangengin ár skilað sér til rétts eiganda auðlindarinnar, fólksins í landinu, meðan 90% hafa runnið til útvegsmanna. Til samanburðar hafa 80% olíurentunnar í Noregi runnið til rétts eiganda þar.Alþingi fer gegn lögum og stjórnarskrá Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda gengur í berhögg við lögin í landinu eða a.m.k. anda laganna, m.a. fyrstu grein laganna um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, en þar segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Fyrirhuguð lækkun gengur einnig í berhögg við:Stjórnarskrána skv. dómi Hæstaréttar frá 1998,Úrskurð mannréttindanefndar SÞ frá 2007 í máli sjómannanna Erlings Sveins Haraldssonar og Arnar Snævars Sveinssonar gegn íslenzka ríkinu ogNýju stjórnarskrána sem 67% kjósenda lýstu stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem Alþingi bauð kjósendum til 2012 og þá sérstaklega auðlindaákvæðið sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi, en þar segir: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. ... Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Alþingi á enn eftir að virða vilja þjóðarinnar með því að lögfesta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.Þjóðin hefur talað Engum þarf að koma á óvart skýringin á hvoru tveggja, lækkun veiðigjalda nú og ítrekuðum undanbrögðum Alþingis í stjórnarskrármálinu síðan 2013. Skýringin blasir við. Henni hafa margir menn lýst í löngu máli innan lands og utan svo eftir hefur verið tekið. Hér er ein lýsingin enn, tekin úr óbirtri meistaraprófsritgerð Þorvalds Logasonar félagsfræðings í Háskóla Íslands 2011 með leyfi höfundar: „Kvótakerfið hefur ... virkað einsog dulið sjóðakerfi, með föstum fyrirfram ákveðnum fyrirgreiðslum til útvalinna útgerðarmanna. Á kvótanum hefur verið pólitískt eignarhald. Búin voru til eitruð vensl milli þeirra stjórnmálaflokka sem studdu kvótann, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og útgerðarmanna. Fyrirgreiðslukerfið í sjávarútvegi var í raun lögfest og bundið við tvo stjórnmálaflokka sem um leið festi pólitískt samráð þeirra á milli. Samráð sem gengið hefur undir heitinu, helmingaskipti. Hér: Helmingaskipti verðmætustu auðlindar þjóðarinnar. Svo mikil völd, eignir og verðmæti eru í húfi, að augljós hætta er á að þeir sem þau hafa öðlast séu tilbúnir til að ganga mjög langt til að verja auðvöld sín. Eitraða sambandið milli ofangreindra stjórnmálaflokka og útgerðarinnar eru, að mati höfundar, veigamikill skýringaþáttur spillingarinnar á Íslandi, vegna þess að útgerðarauðvaldið er tryggasti bakhjarl valdakjarna beggja flokkanna.” Bezt færi á að Alþingi klippti sjálft á naflastrenginn sem bindur marga þingmenn við útvegsmenn. Lögfesting nýju stjórnarskrárinnar býður Alþingi greiða leið til þess. Alþingi dugir að segja við útvegsmenn: Þjóðin hefur talað. Ef Alþingi bregzt þessari frumskyldu sinni við lýðræðið í þurfa önnur öfl, utan þings, að leysa málið.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar