Comey gagnrýndur fyrir óhlýðni Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2018 15:57 James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI. Vísir/AP Innra eftirlit Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna segir James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa óhlýðnast yfirmönnum sínum. Í skýrslu, sem enn hefur ekki verið gefin út, er Comey gagnrýndur sérstaklega fyrir meðhöndlun sína á rannsókn FBI varðandi tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. Þetta hefur ABC eftir heimildarmönnum sínum sem hafa séð niðurstöður skýrslunnar.Búist er við því að skýrslan verði opinberuð á næstu dögum. Meðal þess sem kemur þar fram að er að Comey er gagnrýndur fyrir að hunsa mótmæli gegn því að hann sendi bréf til þingsins skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 og tilkynnti að rannsókn FBI á tölvupóstum Clinton hefði verið opnuð á nýjan leik. Minnst einn embættismaður innan Dómsmálaráðuneytisins sagði Comey að sú opinberun bryti gegn starfsreglum ráðuneytisins og alríkisreglum um að opinbera upplýsingar um yfirstandandi rannsókn. Sjálf hefur Clinton sagt að umrætt bréf hefði valdið því að hún tapaði kosningunum. Þegar Trump rak Comey í fyrra skrifaði Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, bréf til þingsins þar sem hann sagði honum hafa verið vikið úr starfi fyrir umrætt bréf. Það hefði ekki verið í hans verkahring að tilkynna rannsóknina. Trump viðurkenndi þó í viðtali síðar að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu og í kjölfar þess var Robert Mueller skipaður í embætti sérstaks saksóknara. Comey hefur sagt að hann hafi tekið þessa ákvörðun svo hann gæti reynt að verja Alríkislögregluna gegn frekari gagnrýni en þegar hafði beinst gegn stofnuninni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Óttaðist að umsjónarmaður Rússarannsóknar hefði hylmt yfir fyrir Trump Þáverandi starfandi forstjóri FBI hafði áhyggjur af því að aðstoðardómsmálaráðherrann hefði hjálpað Trump að hylma yfir raunverulega ástæðu brottreksturs James Comey. 30. maí 2018 23:48 Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Innra eftirlit Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna segir James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa óhlýðnast yfirmönnum sínum. Í skýrslu, sem enn hefur ekki verið gefin út, er Comey gagnrýndur sérstaklega fyrir meðhöndlun sína á rannsókn FBI varðandi tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. Þetta hefur ABC eftir heimildarmönnum sínum sem hafa séð niðurstöður skýrslunnar.Búist er við því að skýrslan verði opinberuð á næstu dögum. Meðal þess sem kemur þar fram að er að Comey er gagnrýndur fyrir að hunsa mótmæli gegn því að hann sendi bréf til þingsins skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 og tilkynnti að rannsókn FBI á tölvupóstum Clinton hefði verið opnuð á nýjan leik. Minnst einn embættismaður innan Dómsmálaráðuneytisins sagði Comey að sú opinberun bryti gegn starfsreglum ráðuneytisins og alríkisreglum um að opinbera upplýsingar um yfirstandandi rannsókn. Sjálf hefur Clinton sagt að umrætt bréf hefði valdið því að hún tapaði kosningunum. Þegar Trump rak Comey í fyrra skrifaði Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, bréf til þingsins þar sem hann sagði honum hafa verið vikið úr starfi fyrir umrætt bréf. Það hefði ekki verið í hans verkahring að tilkynna rannsóknina. Trump viðurkenndi þó í viðtali síðar að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu og í kjölfar þess var Robert Mueller skipaður í embætti sérstaks saksóknara. Comey hefur sagt að hann hafi tekið þessa ákvörðun svo hann gæti reynt að verja Alríkislögregluna gegn frekari gagnrýni en þegar hafði beinst gegn stofnuninni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Óttaðist að umsjónarmaður Rússarannsóknar hefði hylmt yfir fyrir Trump Þáverandi starfandi forstjóri FBI hafði áhyggjur af því að aðstoðardómsmálaráðherrann hefði hjálpað Trump að hylma yfir raunverulega ástæðu brottreksturs James Comey. 30. maí 2018 23:48 Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48
Óttaðist að umsjónarmaður Rússarannsóknar hefði hylmt yfir fyrir Trump Þáverandi starfandi forstjóri FBI hafði áhyggjur af því að aðstoðardómsmálaráðherrann hefði hjálpað Trump að hylma yfir raunverulega ástæðu brottreksturs James Comey. 30. maí 2018 23:48
Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30
Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23
Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50