Handtökur og húsleitir í tengslum við söluna á Skeljungi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2018 19:55 Salan á Skeljungi til þeirra Svanhildar og Guðmundar og annarra fjárfesta fór fram árið 2008. vísir/pjetur Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. Er rannsóknin komin til vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram árið 2016 en hlutirnir í félögunum voru í eigu Glitnis þegar þeir voru seldir. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins en umfangsmiklar aðgerðir fóru fram á fimmtudagsmorgun í tengslum við rannsókn þess sem fjallað var um í kvöldfréttum RÚV. Aðgerðirnar stóðu fram á kvöld og fólu í sér handtökur og húsleitir þar sem hald var lagt á gögn, skjöl og tölvur. Enginn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins og var þeim sem handteknir voru því sleppt að loknum skýrslutökum. Um var að ræða fyrstu aðgerðir héraðssaksóknara í tengslum við málið og eru eiginlegar rannsóknaraðgerðir embættisins því tiltölulega stutt á veg komnar.Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, keyptu ásamt öðrum fjárfestum meirihluta í Skeljungi árið 2008.vísir/anton brinkDaginn eftir að ráðist var í aðgerðirnar, það er síðastliðinn föstudag, var tilkynnt um það að Svanhildur Nanna léti af stjórnarformennsku í VÍS. Hún situr þó áfram í stjórninni en í yfirlýsingu sem hún sendi RÚV í kvöld vegna málsins segir hún kaupin hafa borið að með eðlilegum hætti: „Kaup okkar á hlutum í umræddum félögum bar að með eðlilegum hætti og við teljum einsýnt, að opinber rannsókn á viðskiptunum muni eyða öllum vafa um réttmæti þeirra. Við höfum veitt fulltrúum héraðssaksóknara allar þær upplýsingar sem þeir hafa óskað eftir og munum áfram aðstoða þá við rannsóknina. Við höfum að eigin frumkvæði greint Fjármálaeftirlitinu frá henni, stjórnendum og regluvörðum þeirra skráðu félaga sem við tökum þátt í að stýra. Rétt er að árétta, að þau félög tengjast rannsókninni ekki á nokkurn hátt. Við munum áfram sitja í stjórnum félaganna, en Svanhildur Nanna ákvað að láta öðrum eftir stjórnarformennsku í VÍS hf. á meðan rannsóknin stendur yfir. Við væntum þess að málið fái skjóta meðferð og rannsóknin gangi hratt fyrir sig,“ segir í yfirlýsingunni en hjónin Svanhildur og Guðmundur eru á meðal stærstu hluthafa í VÍS. Salan á Skeljungi og P/F Magn var skoðuð hjá bankanum sjálfum eftir að Glitnir varð að Íslandsbanka þar sem grunur lék á að starfsmenn bankans hefðu hagnast óeðlilega mikið á sölum í hlutum í félögunum og að þau hefðu verið seld á undirverði. Sú skoðun bankans leiddi hins vegar ekkert grunsamlegt í ljós en Íslandsbanki ákvað engu að síður að taka málið upp aftur fyrir tveimur árum og kæra þrjá einstaklinga sem henni tengdust til lögreglu, að því er segir í frétt RÚV. Þar kemur jafnframt fram að sá sem hélt utan um söluna hjá Glitni hafi verið Einar Örn Ólafsson sem síðar var ráðinn forstjóri Skeljungs af þeim Svanhildi og Guðmundi. Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. Er rannsóknin komin til vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram árið 2016 en hlutirnir í félögunum voru í eigu Glitnis þegar þeir voru seldir. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins en umfangsmiklar aðgerðir fóru fram á fimmtudagsmorgun í tengslum við rannsókn þess sem fjallað var um í kvöldfréttum RÚV. Aðgerðirnar stóðu fram á kvöld og fólu í sér handtökur og húsleitir þar sem hald var lagt á gögn, skjöl og tölvur. Enginn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins og var þeim sem handteknir voru því sleppt að loknum skýrslutökum. Um var að ræða fyrstu aðgerðir héraðssaksóknara í tengslum við málið og eru eiginlegar rannsóknaraðgerðir embættisins því tiltölulega stutt á veg komnar.Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, keyptu ásamt öðrum fjárfestum meirihluta í Skeljungi árið 2008.vísir/anton brinkDaginn eftir að ráðist var í aðgerðirnar, það er síðastliðinn föstudag, var tilkynnt um það að Svanhildur Nanna léti af stjórnarformennsku í VÍS. Hún situr þó áfram í stjórninni en í yfirlýsingu sem hún sendi RÚV í kvöld vegna málsins segir hún kaupin hafa borið að með eðlilegum hætti: „Kaup okkar á hlutum í umræddum félögum bar að með eðlilegum hætti og við teljum einsýnt, að opinber rannsókn á viðskiptunum muni eyða öllum vafa um réttmæti þeirra. Við höfum veitt fulltrúum héraðssaksóknara allar þær upplýsingar sem þeir hafa óskað eftir og munum áfram aðstoða þá við rannsóknina. Við höfum að eigin frumkvæði greint Fjármálaeftirlitinu frá henni, stjórnendum og regluvörðum þeirra skráðu félaga sem við tökum þátt í að stýra. Rétt er að árétta, að þau félög tengjast rannsókninni ekki á nokkurn hátt. Við munum áfram sitja í stjórnum félaganna, en Svanhildur Nanna ákvað að láta öðrum eftir stjórnarformennsku í VÍS hf. á meðan rannsóknin stendur yfir. Við væntum þess að málið fái skjóta meðferð og rannsóknin gangi hratt fyrir sig,“ segir í yfirlýsingunni en hjónin Svanhildur og Guðmundur eru á meðal stærstu hluthafa í VÍS. Salan á Skeljungi og P/F Magn var skoðuð hjá bankanum sjálfum eftir að Glitnir varð að Íslandsbanka þar sem grunur lék á að starfsmenn bankans hefðu hagnast óeðlilega mikið á sölum í hlutum í félögunum og að þau hefðu verið seld á undirverði. Sú skoðun bankans leiddi hins vegar ekkert grunsamlegt í ljós en Íslandsbanki ákvað engu að síður að taka málið upp aftur fyrir tveimur árum og kæra þrjá einstaklinga sem henni tengdust til lögreglu, að því er segir í frétt RÚV. Þar kemur jafnframt fram að sá sem hélt utan um söluna hjá Glitni hafi verið Einar Örn Ólafsson sem síðar var ráðinn forstjóri Skeljungs af þeim Svanhildi og Guðmundi.
Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira