Lögmaður: Trump hefði getað skotið forstjóra FBI án ákæru Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2018 11:13 Eftir að Trump rak James Comey (t.h.) í fyrra sagði hann ástæðuna hafa verið Rússarannsókn FBI. Vísir/AFP Völd Bandaríkjaforseta eru svo víðtæk að Donald Trump hefði getað skotið James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, án þess að það leiddi til þess að hann yrði ákærður. Þetta sagði lögmaður Trump þegar hann hélt því fram að ekki væri hægt að stefna eða ákæra forsetann um helgina. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, fór víða um bandaríska fjölmiðla um helgina með þann boðskap að lögfræðiteymi forsetans teldi að hann nyti friðhelgi frá stefnum í saksóknum, óháð sakarefninu. Sagði hann að það væri aðeins þingið sem gæti ákært forseta. Ummæli Giuliani eru liður í baráttu Trump gegn Rússarannsókninni svonefndu sem Robert Mueller, sérstaku rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrir. Hún beinist að því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við Rússa fyrir kosningarnar árið 2016 en einnig að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak Comey í maí í fyrra. Í viðtali við Huffington Post tók Giuliani öfgafullt dæmi um hversu yfirgripsmikil friðhelgi forsetans fyrir ákærum væri að hans mati.Rudy Giuliani, lögmaður Trump, hefur sett fram kenningar um vald forseta sem lögspekingar draga verulega í efa.Vísir/AFP„Ef hann hefði skotið James Comey, yrði hann ákærður í þinginu daginn eftir. Ákærið hann í þinginu og þá getið þið gert hvað sem þið viljið með hann,“ sagði lögmaðurinn eftir að hafa lýst því að ekki væri hægt að ákæra eða stefna forsetanum undir neinum kringumstæðum. Þetta er ekki eina vafasama lögfræðikenningin sem Giuliani hefur sett fram undanfarna daga. Þannig lýsti hann einnig um helgina þeirri skoðun sinni að Trump hefði vald til að náða sjálfan sig ef Mueller ákærði hann. Forsetinn myndi hins vegar ekki gera það vegna pólitískra afleiðinga sem slík náðun gæti haft í för með sér. Áður hafði tuttugu blaðsíðna bréfi lögmanna Trump til Mueller verið lekið í New York Times. Í því lýstu lögmennirnir þeirri skoðun sinni að Trump hefði ekki getað hindrað framgang réttvísinnar með því að reka Comey því forsetinn hafi óskorðað vald yfir dómsmálaráðuneytinu og öllum rannsóknum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Lögmaður Trump skilyrðir viðtal við gögn um meintar „njósnir“ Bandaríkjaforseti notar samsæriskenningu sína um njósnir til að setja þrýsting á sérstaka rannsakandann sem leiðir Rússarannsóknina. 29. maí 2018 20:12 Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit Trump hefur sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa látið njósna um framboð sitt af pólitískum ástæðum. 27. maí 2018 23:18 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Sjá meira
Völd Bandaríkjaforseta eru svo víðtæk að Donald Trump hefði getað skotið James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, án þess að það leiddi til þess að hann yrði ákærður. Þetta sagði lögmaður Trump þegar hann hélt því fram að ekki væri hægt að stefna eða ákæra forsetann um helgina. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, fór víða um bandaríska fjölmiðla um helgina með þann boðskap að lögfræðiteymi forsetans teldi að hann nyti friðhelgi frá stefnum í saksóknum, óháð sakarefninu. Sagði hann að það væri aðeins þingið sem gæti ákært forseta. Ummæli Giuliani eru liður í baráttu Trump gegn Rússarannsókninni svonefndu sem Robert Mueller, sérstaku rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrir. Hún beinist að því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við Rússa fyrir kosningarnar árið 2016 en einnig að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak Comey í maí í fyrra. Í viðtali við Huffington Post tók Giuliani öfgafullt dæmi um hversu yfirgripsmikil friðhelgi forsetans fyrir ákærum væri að hans mati.Rudy Giuliani, lögmaður Trump, hefur sett fram kenningar um vald forseta sem lögspekingar draga verulega í efa.Vísir/AFP„Ef hann hefði skotið James Comey, yrði hann ákærður í þinginu daginn eftir. Ákærið hann í þinginu og þá getið þið gert hvað sem þið viljið með hann,“ sagði lögmaðurinn eftir að hafa lýst því að ekki væri hægt að ákæra eða stefna forsetanum undir neinum kringumstæðum. Þetta er ekki eina vafasama lögfræðikenningin sem Giuliani hefur sett fram undanfarna daga. Þannig lýsti hann einnig um helgina þeirri skoðun sinni að Trump hefði vald til að náða sjálfan sig ef Mueller ákærði hann. Forsetinn myndi hins vegar ekki gera það vegna pólitískra afleiðinga sem slík náðun gæti haft í för með sér. Áður hafði tuttugu blaðsíðna bréfi lögmanna Trump til Mueller verið lekið í New York Times. Í því lýstu lögmennirnir þeirri skoðun sinni að Trump hefði ekki getað hindrað framgang réttvísinnar með því að reka Comey því forsetinn hafi óskorðað vald yfir dómsmálaráðuneytinu og öllum rannsóknum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Lögmaður Trump skilyrðir viðtal við gögn um meintar „njósnir“ Bandaríkjaforseti notar samsæriskenningu sína um njósnir til að setja þrýsting á sérstaka rannsakandann sem leiðir Rússarannsóknina. 29. maí 2018 20:12 Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit Trump hefur sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa látið njósna um framboð sitt af pólitískum ástæðum. 27. maí 2018 23:18 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Sjá meira
Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48
Lögmaður Trump skilyrðir viðtal við gögn um meintar „njósnir“ Bandaríkjaforseti notar samsæriskenningu sína um njósnir til að setja þrýsting á sérstaka rannsakandann sem leiðir Rússarannsóknina. 29. maí 2018 20:12
Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit Trump hefur sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa látið njósna um framboð sitt af pólitískum ástæðum. 27. maí 2018 23:18